Bræðrabandið - 01.11.1987, Side 20

Bræðrabandið - 01.11.1987, Side 20
Stundum verður andlát í fjölskyld- unni til þess að koma söfnuðinum í snertingu við fyrrverandi meðlim. Henry, aðventisti, kom í kirkju hjá okkur í marga mánuði. Þegar ég heim- sótti hann dvaldi hann hjá systur sinni, Peggy, fyrrverandi safnaðar- meðlim, sem ég hitti ásamt vinkonu hennar, sem einnig var fyrrverandi meðlimur. Mörgum mánuðum síðar heim- sótti ég Peggy aftur og hitti mann hennar, sem tilheyrði öðrum söfnuði. Fáeinum vikum síðar hringdi maður Peggy í mig og bað um hjálp. Dóttir þeirra, 19 ára gömul, hafði látist í bílslysi. Ég aðstoðaði þau við að finna útfararstjóra og annaðist jarðarförina. Söfnuður okkar sá um mat handa hinum fjölmörgu ættingjum og vinum sem voru við útförina. Peggy og vinkona hennar hófu að sækja kirkju næsta hvíldardag og voru þær endurskírðar innan tveggja mánaða. Þær hafa verið trúir meðlimir allt til þessa dags. Oft þegar við erum að endurheimta fyrrverandi safnaðarmeðlimi höfum við tækifæri til að ná til annarra- eiginmanns eða eiginkonu og barna. Margt ungt fólk sem giftist utan- safnaðar einstaklingi ákveður, þegar börnin koma í heiminn, að fara með þau í hvíldardagsskóla. Næst þegar þú ert við aðventbrúðkaup eða útför, skólaslit eða fund nemenda- félags, muntu hitta marga fyrrverandi safnaðarmeðlimi. Þeir kunna að láta sem þeim standi alveg á sama en innst inni langar marga til að koma aftur til safnaðar æskuáranna. Biðjið fyrir þeim daglega. Látið þau vita að þið elskið þau. Heilagur andi getur gert undursamlega hluti fyrir þau. í fimmtánda kafla Lúkasar finnum við dæmisöguna um týnda sauðinn, týnda peninginn og týnda drenginn. í Lúkas 19,10 segir Oesús: "Mannssonurinn er kominn til að leita að hinu týnda og frelsa það." Þetta er hlutverk safn- aðarins varðandi hina óvirku og fyrrverandi meðlimi hans. Allt of oft líkist afstaða okkar til fyrrverandi safnaðarmeðlima afstöðu eldri bróður glataða sonarins (Lúk. 15,25-32). Við skiljum ekki mörg hver, hvers vegna nokkur skuli yfirgefa söfnuðinn, en slík afstaða gerir erfitt um vik að ná til hinna óvirku og fráhorfnu. Það er gleði á himnum yfir einum syndara sem iðrast. Það ætti að vera gleði í söfnuðinum hvert sinn sem óvirkur eða fyrrverandi safnaðar- meðlimur snýr aftur til fjölskyldu Guðs. Það vekur mér undrun að sjá hversu skjótt fyrrverandi meðlimir geta snúið aftur til safnaðarins þegar þeir endurfæðast og snúa sér til Oesú. Þeir vilja bæta upp fyrir týndu árin. Við ættum að tengja þau söfnuðinum vandlega svo að þau bugist ekki og missi ekki kjarkinn. Sagan um AI A1 gekk í aðventsöfnuð þar sem meðlimirnir vildu ekki taka að sér leitogastörf hvorki í hvíldardags- skólanum né í söfnuðinum. Hann gerðist brátt formaður hvíldardagsskólans, þar sem hann var hæfileikaríkur maður, sem gat ekki sagt nei. En sumir meðlimir gagnrýndu starfsaðferðir hans, jafnvel þótt þeir væru ófúsir að taka á sig sinn skerf af starfinu. Hann missti kjarkinn, svo að hann tók upp fyrri háttu, fór að drekka og hætti fljót- lega að sækja kirkju. Hann flutti á annan stað og hélt sig frá söfnuðinum árum saman. Eitt sinn kom boðseðill í póstinum. A1 sótti samkomurnar ásamt eiginkonu og dóttur. Þegar Heilagur andi veitti sannfæringu, ákvað fjölskyldan að taka afstöðu með Kristi og boðskap englanna þriggja. Nýi söfnuðurinn hans gætti þess vel að leggja ekki of miklar byrðar á hann. Hann hefur ásamt konu sinni verið trúr safnaðarmeðlimur í mörg ár. Sumir safnaðarmeðlimir ættu erfitt með að taka við Páli postula, Maríu Magðalenu, Pétri postula, Sakkeusi og fleirum inn í samfélag safnaðarins sökum fyrra lífernis. Oane, ung kona hátt á þrítugsaldri, hafði fallega söngrödd og var öðru hvoru beðin að syngja. Þegar ég heimsótti hana komst ég að því að hún var ekki lengur safnaðarmeðlimur, en þráði að snúa aftur til Krists og safnaðarins. Hún var fljótt endurskírð og var fagnandi í hinni nýju reynslu sinni. Tveim árum síðar barst mér bréf frá 20

x

Bræðrabandið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bræðrabandið
https://timarit.is/publication/698

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.