Bræðrabandið - 01.11.1987, Qupperneq 21

Bræðrabandið - 01.11.1987, Qupperneq 21
Brceðrabandið 11. 1987 henni. (Ég var fluttur til annars safnaðar.) Hún hafði gifst manni sem líka var í söfnuðinum. Þau höfðu unnið tvær fjölskyldur til Krists á því ári. Hún sagði: "Þegar ég fyrst kom í kirkju var ég hóra, en ég fann 3esú og veitti honum viðtöku." Ég velti því fyrir mér hvernig söfnuðurinn hefði brugðist við, hefði hann vitað um þetta. Hefðu þau veitt henni viðtöku eins og frumsöfn- uðurinn tók á móti Maríu Magðalenu? Við tölum með stolti um vinsemd safnaða okkar en öðru hvoru greina meðlimir frá því að hafa heimsótt óvingjarnlega söfnuði. Við þurfum að minna hvert annað á að við erum umhyggjusamur söfnuður, að glaðleg kveðja og bros geta verið einmitt sú hvatning sem fyrrverandi meðlimur þarfnast. VIÐ ÆTTUM AÐ LBGGJA ALVEG ELNS MIKIÐ Á OKKUR TIL AÐ HALDA MEÐLIMUM í SÖFNUÐINUM EINS OG VH) GERUM TIL AÐ LEIÐA ÞÁ INN í HANN Við leggjum mikið á okkur til að ávinna nýja meðlimi. Allt of oft höldum við að þeir geti þroskast svo fljótt að verða fullvaxnir aðventistar á skömmum tíma. En nýir meðlimir jafnt sem eldri þarfnast uppfóstrunar. Að vera safnaðarmeðlimir er ný reynsla fyrir þau og við verðum að vera þolinmóð og skilningsrík. Allt of oft missum við meðlimi á fyrstu vikunum, mánuðunum eða árinu sökum þess að uppfóstrunin bregst. í dag eru margir fyrrverandi meðlimir áhyggjuful1 ir . Þeir sjá spádómana uppfyllast. Þeir bera innilega þrá í brjósti að koma aftur til safnaðarins sem þeir elskuðu og flytur kenningar sem (jeir trúa enn. Þeir eru viðbúnir en er söfnuðurinn viðbúinn? Við skulum hvetja safnaðar- systkini að bjóða þau velkomin með fögnuði. Florence hætti að sækja kirkju eftir að hún lauk grunnskóla. Txu árum síðar fór hún seint úr vinnunni kvöld eitt. Þegar hún steig inn í lyftuna sá hún koma mann með hníf. Rétt þegar hún hélt að hún væri að verða fréttamatur morgunfrétta, gekk einhver annar inn í lyftuna og maðurinn með hnífinn hvarf á braut. Næsta hvíldardag sótti Florence kirkjuna þar sem ég var prestur og þar var hún boðin velkomin. Þegar ég heimsótti hana nokkrum dögum síðar, sagði hún mér söguna sem ég var að segja. Hún hvarf aftur til Krists og safnaðarins. Reynslur líkar þeim sem ég hef greint frá gerast í hverri viku í söfnuðum sjöunda dags aðventista. Margir þessara safnaða eru að teygja arma sína út á við og leiða aftur fyrrverandi meðlimi. En margir fyrr- verandi meðlimir hafa flutt á brott. Það er þeim auðveldara að hverfa aftur til safnaðarins á nýjum stað, einkum í stórborg. Hvílík áskorun fyrir söfnuði þessara borga. Hver samtök safnaða ættu að hafa lista yfir nöfn fyrrverandi meðlima. Ættingjar og vinir gætu sent nöfn slíkra utansafnaðarmanna til skrif- stofu samtakanna, sem gæti sent áfram nöfnin til skrifstofu næstu samtaka eða safnaðar þar sem fólk þetta býr. Söfnuðurinn verður að halda sambandinu við þá sem horfið hafa á braut, ef til vill með því að senda safnaðarblaðið mánaðarlega eða að minnsta kosti ársfjórðungslega. En aðgæslu og bænar er þörf, því að fyrrverandi meðlimir kunna að finna til nokkurs biturleika vegna slæmrar reynslu. Eins og Oesús leitaði hinna villuráfandi, skulum við í dag leita hinna óvirku og fyrrverandi meðlima. Spurningar til umræðu 1. Af hvaða ástæðum yfirgefa meðlimir söfnuðinn? 2. Hvaða tækifæri getum við notað til að vinna fyrrverandi meðlimi aftur? 3. Hvers konar afstaða safnaðarfólks getur gert fráhorfnum meðlimum erfitt fyrir að koma aftur? 4. Hvaða tilfinningar ber fyrrverandi safnaðarfólk oft til safnaðarins? 5. Hvað geta einstaklingar og söfnuðir gert til að vinna meðlimi aftur? * 21

x

Bræðrabandið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bræðrabandið
https://timarit.is/publication/698

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.