Bræðrabandið - 01.11.1987, Síða 22
Föstudagur, 13. nóvember
UPPSKERfl
Floyd Bresee er
ritari presta-
deildar Heims-
sambandsins.
AÐ VARÐVEITA
UPPSKERIJNA
Það er þýðmgarmlkiU þáttur í boðun
að uppfóstra nýja safnaðarmeðlimi
"Hann ... mun ... safna hveiti sínu í
hlöðu." - Matt. 3,12.
Við sáningu vinnur bóndinn hörðum
höndum við að erja akur sinn og sá og
planta í hann. Um sumarið liggur hann
andvaka um nætur og veltir því fyrir
sér, hvort hann fái uppskeru. Hvað
gerist ef rignir nú ekki nóg eða
úrkoma verður of mikil? Hvað ef
stormasamt verður eða snjóar?
Loks kemur uppskerutíðin. Hann slær
síðasta skárann á síðasta akurlendinu.
Síðasta hlassið af gullnu korni fer
inn í hlöðu. Hann kastar húfu sinni
upp í loftið. Starfið og áhyggjurnar
eru að baki. Kominn tími til að halda
hátíð, tími til að slaka á.
Eða er það? Hvað ef kornið skemmist
af því það hefur farið of blautt í
byrðuna eða leki er á þakinu? Hvað ef
rottur eða skordýr komast í hlöðuna?
Hver góður bóndi veit að það þarf ekki
aðeins að safna uppskerunni inn,
heldur verður líka að varðveita hana.
Söfnuðurinn ætti að vera jafn
skynsamur og bóndinn. Við vinnum
jarðveg mannlegra hjartna og sáum sæði
fagnaðarerindisins og biðjum um
ríkulega uppskeru. Við uppskerum sálir
í skírn og höldum upp á inngöngu þeirra
í söfnuðinn. En þá gerist það of oft að
prédikarinn flyst í burtu, presturinn
er fluttur til og söfnuðurinn gleymir
sér. Við gleymum því sem hver bóndi
verður að muna ef hann á að haldast í
starfinu - það þarf ekki bara að koma
korninu í byrðuna, heldur vaka vel yfir
því þegar það er komið þangað. Við
verðum að varðveita uppskeruna.
Athuganir á safnaðarvexti sýna, að
hinn dæmigerði skírnþegi segir: "Ég
ætla að prófa þetta. Eg vona að þetta
komi vel út fyrir mig. Ég vil gjarnan
taka þátt í þessu." Yfirleitt gefur
hann safnaðarfólkinu um það bil
tveggja ára reynslutíma. Finnist honum
hann þá ekki vera elskaður, eignist
hann ekki "góða vini" meðal safnaðar-
fólksins, finni hann ekki þörfum sínum
fullnægt, mun hann einhvern tíma, áður
en þetta tveggja ára tímabil er á enda,
fara að hverfa.
Oesús sagði: "Ég hef útvalið yður. Ég
hef ákvarðað yður til að fara og bera
ávöxt, ávöxt, sem varir" (Oóh. 15,16).
Oesús vill, að söfnuður sinn sé
mikilvirkur, bæði hvað snertir að bera
22
FLOYDBRESEE