Bræðrabandið - 01.11.1987, Síða 24

Bræðrabandið - 01.11.1987, Síða 24
safnaðarf61 ks : Hafið umhyggjusama safnaðarstarfsmenn í anddyrinu til að bjóða fólk velkomið. Bjóðið fólk velkomið á guðsþjónustu. Kynnið nýja meðlimi fyrir safnaðarfólkinu. Heim- sækið þá. Finnið starf handa þeim. Hafið þáttinn "Fjölskylda vikunnar" í dagskránni hvern hvíldardag. Prentið fréttabréf fyrir söfnuðinn. En enginn starfar vel án kærleika. 2-Fórnið ykkur sjálfum til að hjálpa þeim 3esús heldur áfram: "Enginn á meiri kærleik en þann að leggja líf sitt í sölurnar fyrir vini sína" (13. vers). Kristur biður okkur sjaldan að deyja fyrir aðra, en hann biður okkur að lifa fyrir þá. Kærleikur okkar mælist ekki svo mjög með því sem við segjum, heldur með því hve miklu við fórnum. Það kann að virðast skrýtið, en því nánari bönd sem binda safnaðarfólkið hvert við annað, því erfiðara er fyrir nýjan meðlim að finna sig eiga heima í hópnum. Bönd myndast með því að eiga sameiginlega reynslu. Gömlu safnaðar- meðlimirnir hafa deilt svo miklu saman. Þeir hafa byggt kirkjuna saman. Um árabil hafa þeir tilbeðið saman. Fyrir söfnuðinn er skírn eins og brúðkaup. Við báðar athafnir verðum við meðlimir nýrrar fjölskyldu. Við hvorugt tækifæri skapar athöfnin bönd samstundis. Hún markar aðeins upphafið. Nýir safnaðarmeðlimir munu sennilega aldrei mynda náin bönd við nýju safnaðarfjö 1 skylduna nema eldri meðlimir séu fúsir að færa þá fórn að fá þá til að taka þátt í mörgum sameiginlegum reynslum. Skipuleggið ferð út í náttúruna þar sem hafður er með heilsusamlegur matur. Látið nýju meðlimina koma með salatið eða drykk- inn, en reynda aðventkokka koma með uppáhaldsjurtaréttina sína, ásamt uppskriftum og sýnishorn af heilsu- matnum sem notaður er í uppskrift- irnar. Með því eruð þið ekki bara að deila með þeim félagslegri reynslu heldur lífsstíl. Fórnið til þess að sjá um að þau fái áskrift að ADVENTIST REVIEW (safnaðar- blaðinu). Fórnið til að sjá um að börn þeirra sæki safnaðarskóla. Börn þeirra mun ávallt finnast þau vera svolítið utanveltu í hvíldardagsskóla hafi þau ekki átt þá sameiginlegu reynslu að sækja safnaðarskóla daglega. Bjóðið þeim heim í mat. Verið andlegir verndarar þeirra. Bjóðið þeim að koma með ykkur á bænasamkomuna, sumarmót, bókaforlagið eða að aðstoða ykkur við sálnavinnandi verkefni. Bönd myndast með því að eiga sameiginlega reynslu. 3-Vingist við þau Oesús heldur áfram: "Ég kalla yður ekki framar þjóna ... En ég kalla yður vini" (15. vers). Flest erum við vingjarnleg við nýja meðlimi, en 3esús sagði að við ættum að vera vinir. Munurinn er sá að vingjarnlegur maður brosir þegar hann gengur framhjá manni sem hefur dottið. Vinur tekur sér tíma til að reisa hann á fætur. Hví kallaði 3esús lærisveina sína vini fremur en þjóna? Hann var að gefa okkur fordæmi um að líta ekki niður á neinn. Sé kristindómur sjöunda dags aðventista tekinn alvarlega leiðir hann til þess að maðurinn bæti sig. Latur maður fer að taka til hendinni, óagaður fer að aga sig og ómenntaður fer í skóla. Svo að þeim vegnar vel og færast upp þjóðfélagsstigann. Þessi uppsveifla kann að vekja þá kennd hjá næstu kynslóð að hún sé yfir þess konar fólk sett, sem fjölskylda hennar var þegar hún sameinaðist söfnuðinum. Eg var nýlega við til- beiðslustundir í fallegri kirkju og naut hins kunnáttusamlegasta hvíldar- dagsskóla og guðsþjónustu sem hugsast getur. Ég spurði prestinn hvernig boðunin gengi. Hann var glaður yfir því að í söfnuði hans var svo margt hæfileikaríkt sérmenntað fólk. En það virtist svo erfitt fyrir þá sem minna áttu, sem minni menntun höfðu hlotið að finna sig velkomna og eiga þarna heima. Þetta átti við flesta sem snerust til trúar en fæstir héldu sig lengi við söfnuðinn. AÐ SKÍRA FÓLK ÁN ÞESS AÐ GERA ÞAÐ AÐ LÆRISVEINUM VIRKAR EKKI 24

x

Bræðrabandið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bræðrabandið
https://timarit.is/publication/698

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.