Bræðrabandið - 01.11.1987, Qupperneq 25
Brœbrabandið 11. 1987
Slíkur söfnuður kann að skilja
eitthvað varðandi safnaðarskipulag,
safnaðarfjármál og safnaðartónlist en
hann veit ekki mikið um kristindóm.
Oesús vissi hvernig átti að vingast
við allar manngerðir og söfnuður hans
er því aðeins Kristi líkur, takist
honum að gera hið sama.
Dsmisaga um slökkvilið
Leyfist mér að ljúka með dálítilli
dæmisögu. Ég ætla ekki að draga neinn
siðgæð islærdóm af henni eða segja
ykkur hvað þið getið lært af henni. Ég
ætla bara að biðja þess að Heilagur
andi túlki hana til að uppfylla
einhverja sérstaka þörf í lífi ykkar.
Eldur braust út í litlum bæ við
útmörk byggðar. Maður risi að vexti
olnbogaði sig áfram gegnum mannþröng-
ina og bað menn að gefa sig fram til
að handlanga vatnsfötur. Hann tók sér
stöðu við brunninn og hóf að rétta
næsta manni fötur fullar af vatni sem
hella átti á eldinn.
Ég hafði kynnst manninum áður og bar
mikið traust til hans. Gæti einhver
slökkt þennan eld, þá væri hann fær um
það. Ég vildi vera eins nálægt honum og
kostur var og tók mér stöðu í röðinni
næst honum.
Meðan hann var að fást við þetta var
hann stöðugt að biðja aðra að hjálpa
til við að handlanga fötur. Einn
smávaxinn náungi tók við sér og kom í
röðina næst mér. Þegar mér var litið á
renglulega vaxinn manninn, dró ég í efa
dómgreind stóra mannsins fyrir það að
hann skyldi bjóða honum líkum að vera
með. Tilgangslaust að handlanga fötu
til hans, hann mundi auðvitað glopra
henni niður. En sá litli byrjaði samt
af meiri ákafa en ég. í fyrstu skvamp-
aðist dálítið vatn út úr fötunum, þegar
hann rétti þær áfram en því lengur sem
við unnum, því skilvirkari varð hann.
Við vorum góðir saman, við þrír. Ég
fékk vatnið frá stóra manninum mér á
vinstri hönd og rétti hana til litla
mannsins mér á hægri hönd. Það þarf
auðvitað ekki að taka það fram að
maður reyndi aldrei að rétta neitt
manninum til hægri fyrr en maður hafði
fengið það frá þeim til vinstri.
Við hljótum að hafa rétt mörg
hundruð vatnsfötur og ég var orðinn
allþreyttur. Eldurinn skíðlogaði enn
og ég var kófsveittur. Þá datt mér
snjallræði í hug. Næstu fötu sem kom
lyfti ég bara upp og hellti úr henni
yfir höfuðið og rétti svo tóma fötu.
Sá litli mér til hægri handar hafði
ekki séð mig gera þetta, svo að þegar
hann fékk tómu fötuna, dró hann þá
ályktun að stóri maðurinn við brunninn
væri orðinn vatnslaus. Nýliðinn yppti
því öxlum, fór út úr röðinni og hvarf
inn í mannfjöldann.
Spurningar til uniræðu
1. Hví er starfi safnaðarins eftir
skírn ekki sinnt?
2. Hvaða samband er milli boðunar og
fráfalls?
3. Hvers vegna kynni fráfall að vera
meira vandamál í aðventsöfnuðum en
öðrum?
4. Hvað geta einstaklingar og söfnuð-
urinn gert til að halda nýjum meðlim-
um?
5. Greinið frá því hvaða merkingu
dæmisagan síðast í lestrinum hefur
fyrir ykkur. *
25