Bræðrabandið - 01.11.1987, Blaðsíða 26
Hvíldardagur, 14. nóvember
UPPSKERfl
AÐ HREINSA
UPPSKERUNA
Trúin verkar eins og súrdeig
í því hjarla sem
"Líkt er himnaríki súrdeigi, er kona
tók og fól í þrem mælum mjöls, uns það
sýrðist allt." -Matt. 13,33.
Með þessari dæmisögu skýrir Oesús
mannshjartað. Súrdeig sannleikans, sem
verkar hið innra, mun birtast í
lífinu. Hjartað verður að hreinsast af
öllum óhreinleika, maðurinn þarf að
öðlast þá skapgerðareiginleika sem
munu gera honum kleift að inna af
hendi þjónustu fyrir Guð á hvaða sviði
sem er.
Það ferli er ósýnilegt, þar sem
súrdeigið breytir mjölmassanum, sem
það hefur verið sett í, en það verkar
þar til mjölið hefur breyst í brauð. '\
sama hátt verður Andi Guðs að gjöra
gagngerar breytingar. Nýir eiginleikar
eru ekki veittir, heldur verður
gagnger breyting á, hvernig eiginleik-
arnir eru notaðir. Náttúrlegar hneigðir
eru agaðar til og þeim stjórnað. Vaktar
eru nýjar hugsanir, nýjar tilfinningar,
nýjar hvatir. En þó að hver hæfileiki
sé endurnýjaður, glatar maðurinn ekki
persónueinkennum sínum...
tekur við Kristi
Trúin verkar eins og súrdeig
Mjölið sem súrdeigið hefur verið sett
í táknar hjartað sem trúir og tekur við
Oesú. Kristur þróar þær meginreglur sem
hann einn getur starfað eftir. Heimur-
inn lítur á þennan hóp eins og leyndar-
dóm, sem hann getur ekki leyst. Hinn
eigingjarni, peningasjúki maður lifir
til þess að eta og drekka og njóta
sinna veraldlegu gæða. En hann hefur
ekki eilífðina í huga. Eilífðin er ekki
með í útreikningi hans.
En þeir sem trúa sannleikanum og taka
á móti honum eiga þá trú sem starfar í
kærleika og hreinsar sálina af öllu
holdlegu. Heimurinn getur ekki þekkt þá
því að þeir hafa eilífan veruleika
fyrir hugskotssjónum. Hreyfiafl verkar
hið innra með þeim til að ummynda
skapgerðina. Ráðandi afl frá himnum
verkar eins og súrdeigið falið í
mjölinu. Kærleikur Oesú hefur komið inn
í hjartað með endurleysandi mátt sinn
til að ná tökum á allri mannverunni,
sál, líkama og anda. Þegar gagnáhrif
verka til að stríða gegn náð Krists,
sem veitir hjálpræði, sigrar kærleikur
26
ELLENG.WHITE