Bræðrabandið - 01.11.1987, Page 27

Bræðrabandið - 01.11.1987, Page 27
Brœðrabandið 11. 1987 Krists hverja aðra hvöt og hefur mannveruna yfir spi11ingaráhrif heimsins. Sökum þess að hin trúaða sál heldur sig fast við 3esú í trú og bæn, af því að hún lítur til hans til að geta eignast allan þann kraft, sem Kristur hefur að veita, gengur hún til sam- félags við Krist. Líf hennar er falið með Kristi í Guði. Þessi hópur manna hefur allt aðrar hvatir en þær sem stjórna heiminum og knýja hann áfram og því þekkir heimurinn þau ekki. Hjá fylgjanda Krists er peninga- fíknin ekki allsráðandi. Sakir Krists mun hann vinna að því, afneita sjálfum sér þess vegna, afsegja hverja ónauð- synlega löngun, afnema alla óþarfa eyðslu, til þess að hann geti varið fjármunum þeim sem hann eignast til hins mikla starfs að frelsa sálir, sem eru án Krists og án vonar í heiminum. Á þann hátt samstarfar hann með endur- lausnara heimsins, sem varð fátækur okkar vegna, til þess að við sakir fátæktar hans, mættum verða rík.... Löngunin í auðvelda daga, munað og sjálfsupphefð einkenndu ekki líf hans. Hann var harmkvælamaður og kunnugur þjáningum. Hann var særður vegna vorra synda og kraminn vegna vorra mis- gjörða. Hegningin, sem vér höfðum til unnið, kom niður á honum og fyrir hans benjar urðum vér heilbrigðir. Og allir þeir sem beygja sig algerlega fyrir Guði, munu segja af hjarta: "Ég vil fylgja þér, frelsari minn." Þeir munu hafa samfélag við Krist í þjáningum hans. Hefur sannleikurinn, sem við segjumst trúa, helgað sálir okkar? Sé svo, mun afleiðingin koma í ljós. Eins og kraftur súrdeigsins til að smjúga í gegn leiðir til algerrar breytingar á mjölinu, þannig mun máttur orðs Guðs ummynda sálina fyrir náð hans. Ekki má veita viðtöku sannleikanum, sem fólginn er í ritningunum, einungis sem fræðum. Hann á að koma til leiðar breytingu á mannlegum hjörtum. En spurningin vaknar, hvers vegna sjáum við enga breytingu hjá svo mörgum sem segjast trúa sannleikanum, hvorki í orðum, í anda eða lunderni? • • • Drottinn hefur ekki sett okkur í dómarasæti, en þessum vandkvæðum mætum við í söfnuðunum. Þetta fólk hefur ekki iðrast. Þau þurfa að endurfæðast. Sann1eikurinn hefur ekki fengið tækifæri til að vinna verk sitt í mannshjartanu. Réttlætissól Krists hefur ekki fengið að skína inn í sálarmusterið. Hinn ummyndandi máttur sannleikans er ekki látinn verka á náttúrlegar og áunnar hneigðir til ills og haldið er í fyrirfram áunnar skoðanir eins og dýra steina. Allt þetta sýnir skort á náð Krists. Það birtir vantrú á mátt Krists til að ummynda lundernið.... Þau hafa leyft uppsöfnuðum siðum og venjum frá allri ævinni að ráða, af því að þau hafa alið þá hugmynd í brjósti að þær séu réttar. Þau hafa ekki viljað taka því að vera leiðrétt, vegna þess að þau hafa vanið sig á að loka augunum fyrir eigin göllum. Þau hafa talið að ekki þyrfti að breyta háttum þeirra og siðum og hafa haldið fast í eigin hugmyndir, sem eru fullkomnar í augum þeirra. Þau hafa ekki átt þá trú sem starfar í kær- leika. Súrdeig sannleikans hefur ekki verkað á hjörtu þeirra eins og súr- deigið á mjölið. Þau vilja ekki láta beina huga sínum í neinn annan farveg og afleiðingin er sú, að Andi Guðs getur ekki starfað fyrir þau. Þetta er orsökin fyrir allri óvildinni og skorti á samræmdri athöfn. Með einum huga Fólk Guðs verður að leitast við að vera eitt eins og Kristur er eitt með föðurnum. Hver um sig kann að segja: "Það er einmitt það sem við viljum." En hver um sig telur sínar eigin athafnir, orð og röksemdir réttar og ekki þarfnast neinna breytinga. Hvernig geta slíkir verið af einum huga og iitið eins á málin? Allir skulu leitast við að vera samhuga og minnast þess um leið, að ekki ber að lúta dómgreind neins eins starfsmanns skilyrðislaust. Trú Oesú Krists getur því einungs verið til blessunar, þegar hún starfar og verkar eins og súrdeigið verkar á mjölið. Postulinn segir: "Ef nokkurs má sín upphvatning í nafni Krists, ef kærleiksávarp, ef samfélag andans, ef ástúð og meðaumkun má sín nokkurs, þá gjörið gleði mína fullkomna með því að 27

x

Bræðrabandið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bræðrabandið
https://timarit.is/publication/698

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.