Bræðrabandið - 01.11.1987, Side 29

Bræðrabandið - 01.11.1987, Side 29
Brœðrabandið 11. 1987 SÚRDEIG SANNLEIKANS Á AÐ HAFA ÁHRIF Á DAGLEGT LÍF andi um eigin galla. Þeir þurfa að læra þá lexíu að Drottinn hefur ekki gefið þeim hæfi- leika í þeim tilgangi að þeir kryfji lunderni annarra. Þeir hafa allir persónuna "ég", sem þeir eiga að hafa umsjón með. Þeir eiga að gæta sín svo að súrdeig öfundar, afbrýði og að- finnslusemi grafi ekki um sig í sálinni og verki á alla mannveruna. Við alla sem hafa helgað líf sitt slíku, hvort sem þeir eru prestar eða almenningur, eiga orðin, sem Kristur sagði við Nikódemus: "Yður ber að endurfæðast."... Mikilvægi hins smáa Sannleikurinn verður að hafa áhrif á hið raunverulega líf. Stórir og smáir hlutir eru alltaf tengdir saman. Sú staðreynd að hið smáa er ekki séð í sambandi við eða tengt hinum meiri háttar eða æðri málum er orsök mistaka hjá mörgum safnaðarmeðlimum. Það eru miklir gallar í lífi þeirra sem segjast vera kristnir. Líf þeirra hefur ekki orðið fyrir súrdeigsáhrifum sannleikans. Skapgerð margra er nú vegin á metaskálum helgidómsins og er lýst yfir að þeir séu "léttvægir fundnir" , af því þeir iðka ekki •sannleikann. Súrdeig sannleikans er lifandi meginregla sem á að iðka í hinu smáa og hafa áhrif á daglegt líf. En margir koma fram eins og orð Guðs sé ekki til. Sama sjálf selskan, sama eigin- gjarna eftirlátssemin, sami geðofsinn og hranalega orðbragðið sést í lífi þeirra og í lífi heimshyggjumannsins. Hið sama viðkvæma stolt, sami undan- slátturinn gagnvart náttúrlegum hneigðum, sama spillta lundernið sést eins og sannleikur inn væri þeim algerlega ókunnugur. Þeir hafa lokað gluggum sálarinnar og dregið glugga- tjöldin fyrir og útilokað réttlætissól Krists og kvarta svo yfir að þeir eigi ekki sælan fögnuð, enga fullvissu og hamingju yfir því að trúa sannleik- anum. En syndin liggur við þeirra eigin dyr. Þeir hafa ekki fólgið súrdeig sannleikans í hjartanu. Þegar lífsvatnið flæðir í hreinum, sælum straumum yfir skrælnaðan jarðveg hjartans, mun þroskast ávöxtur Guði til dýrðar. Þá mun sannleikurinn ekki verða fyrir ámæli vegna hins spillta lundernis og hinna slæmu erfðu og áunnu hneigða sem nú birtast í orði og athöfn. 0, að allt fólk okkar vildi skilja þann skaða sem það veldur með smávegis ósamkvæmni. Það eru sumir sem hafa þungar áhyggjur af sálarheill vina sinna. Þeir reyna að flytja þeim sannleikann til að mýkja hjörtu þeirra, en það er ósamkvæmni í þeirra eigin orðum og anda og áhrif þeirra rífa niður það sem þá langar í rauninni að byggja upp. Það kann að vera að beiskja birtist í röddinni, að harka komi í ljós í dæmandi orðum. Minnist þess að hátternið er hið ótalaða mál tilfinninganna og allt þetta verkar gegn Kristi og vitnar daglega gegn þér og herðir hjörtu þau sem þið viljið bjarga. Ætti ekki íhugun á þessum efnum að vekja þann alvarlega ásetning hjá hverjum kristnum manni að vera trúrri?.... Erum við sem menn og konur sem segjumst vera guðrækin, að hlýða orði Guðs? Er súrdeig sannleikans fólgið í hjartanu til að verka á lundernið og ummynda alla mannveruna til vilja Guðs? Söfnuðir okkar þarfnast endur- fæðandi máttar Guðs. Súrdeig hins illa, sem vinnur að óhiýðni og afneitun á sannleikanum, verður að uppræta og súrdeig orðs Guðs verður að setja í hjartað. Það mun verka með sínum mikilvægu eiginieikum að því að endurreisa giataða mynd Guðs í mann- inum. Og þegar ummyndunin hefur átt sér stað fyrir súrdeig sannieikans, þá bíður okkar verk að vinna. Kristur hefur sagt við okkur: "Alit vaid er mér gefið á himni og jörðu. Farið því og gjörið allar þjóðir að lærisveinum, 29

x

Bræðrabandið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bræðrabandið
https://timarit.is/publication/698

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.