Bræðrabandið - 01.11.1987, Page 31

Bræðrabandið - 01.11.1987, Page 31
Brœðrabandid 11. 1987 BÆNAVIKULESTRAR BARNANNA Hvíldardagur, 7. nóvember LÆRDÓMAR AF KÚSTI CJóhanna var ekki slæm stúlka. Hún bara taldi það ekki mikilvægt að sækja æskulýðssamkomur safnaðarins í hverri viku. Og hinar stúlkurnar fylgdu fordæmi hennar. Sækti Oóhanna ekki samkomurnar, gerðu hinar stúlkurnar það ekki heldur. Frú Anderson, æskulýðsleiðtoginn, var viss um, að ætlaði hún að sannfæra hinar stúlkurnar um að sækja æskulýðs- samkomurnar, yrði hún fyrst að sannfæra Oóhönnu um að koma. "Við söknuðum þín og vinstúlkna þinna á æskulýðssamkom- unni í vikunni sem leið," sagði hún. "Ég vona að þið hafið ekki verið veikar." "Nei, við vorum ekki veikar," viður- kenndi Oóhanna. "Það var bara svo gott veður, að við ákváðum að fara í hjólatúr í staðinn." ■ "Mér þykir leitt að þið voruð ekki með okkur," sagði frú /Viderson. "Við söknuðum ykkar." "Af hverju?" spurði Oóhanna. "Við spilum ekki á píanó, syngjum ekki einsöng og gerum ekki neitt sérstakt." "En söfnuðurinn er ekki bara ein- söngvarar og hljóðfæraleikarar , " svaraði frú Anderson. "Æskulýðshópur- inn og söfnuðurinn geta ekki vaxið nema við vinnum öll saman. Má ég sýna þér, hefurðu kúst við höndina? "3á," sagði Oóhanna hálfhissa. Hún náði í kústinn og rétti hann frú Anderson. Frú Anderson tók kústinn og kippti úr þrem eða fjórum stráum. "Hérna 3ó- Pat Bailey er aðstoðardeildar- stjóri við deild Austurlanda fjær. Hún skrifar frá Singapore. hanna," sagði hún, "viltu sópa gólfið með þessum stráum?" "Hva, það er ekki hægt," svaraði Oóhanna. "Það er rétt," sagði frú Anderson. "En ef við kippum ölium í einu, getum við gert það. Okkar hlutverk er að útbreiða gleðitíðindin um 3esú Krist um allan heiminn. Til að gera það verðum við öll að vinna saman. Hvert okkar þarf að leggja sinn skerf fram. Við getum ekki öll unnið sama verkið, en framlag hvers okkar er afar milil- vægt." "Mér þykir þetta leitt, frú Anderson. Ég hafði ekki hugsað um þetta í þessu ljósi fyrr," viðurkenni Oóhanna. "Ég ætla að reyna að vera trú héðan í frá." Frá 1. júlí 1985 til 30. júní 1990 er söfnuður okkar að reyna að hjálpast að við að útbreiða gleðitíðindin um 3esú. Það er kallað Uppskera 90. Meðan 31

x

Bræðrabandið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bræðrabandið
https://timarit.is/publication/698

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.