Bræðrabandið - 01.11.1987, Side 32

Bræðrabandið - 01.11.1987, Side 32
á Uppskeru 90 stendur er það takmark okkar að leiða 2 milljónir nýrra meðlima inn í söfnuð sjöunda dags aðventista og að tvöfalda tölu þeirra meðlima sem eru virkir við að vinna sálir. Það þýðir að við þurfum að fá fleiri safnaðarmeðlimi til að segja öðrum frá Oesú Kristi. Þessi "uppskera" byrjar á því að sá "sæði" með því að ná sambandi við fólkið í kringum okkur - í skólanum, í nágrenninu eða hvar sem við erum. Allir geta gert þetta. Það skiptir ekki máli hvort þú ert ungur eða gamall. Við getum hlúð að þessum sæðum - eins og þegar við vökvum plöntur- til að hjálpa þeim til að vaxa þar til þau eru fullsprottnar jurtir og hægt er að uppskera þær fyrir ríki Guðs. Ég vil vera með í þeirri uppskeru. Hvað með þig? * Sunnudagur, 8. nóvember AÐ TALA EEVS OG VITSKERTUR MAÐUR Einu sinni var vitskertur maður. Satan stjórnaði lífi hans og hann var mjög trylltur og hættulegur. Sumir höfðu reynt að binda hann með keðjum en sá vitskerti sleit þær í sundur. Það var enginn vegur til að hann gæti lynt við heimilisfólkið og ekki heldur fólkið í þorpinu. Þess vegna fór maðurinn að heiman og fór að búa daga og nætur uppi í fjöllum við vatnið. Þeir sem áttu leið þar um gátu heyrt hann öskra og æpa og gefa frá sér alls konar undarleg hljóð. Hann gerði sér líka stundum skinnsprettur með steinvölum. Satan var að gera út af við mann þennan. Dag einn kom 3esú á staðinn, þar sem vitskerti maðurinn bjó. Þegar maðurinn sá 3esú koma, kom hann hlaupandi til að tilbiðja hann. Oesús skipaði illu öndunum að fara út af manninum en þeir vildu hvergi fara og voru með hávær mótmæli. Þar kom að illu andarnir spurðu Oesú, hvort þeir gætu fengið að fara í svína- hjörð sem þarna var. Oesús játti því. Illu andarnir fóru þá í svínin. Þau tóku strax á rás út á vatnið og drukknuðu. Þetta skelfdi fólkið sem gætti svínanna. Það hljóp heim í borgina og sagði frá, hvað orðið hefði um svínin og kom frásögn þeirra borgarbúum í uppnám. Borgarbúar komu fokvondir til 3esú og báðu hann og lærisveina hans að hafa sig á brott. Það gerðu þeir. En maðurinn sem áður hafði verið vitskertur, var eftir. Hann fór að segja borgarbúum um það sem 3esús hafði gert fyrir sig, hvernig hann hafði læknað hann. Maðurinn var svo hrifinn að hann sagði öllum frá því hvernig 3esús hafði gefið honum heilsu. Margir borgarbúar tóku trú á 3esú fyrir orð mannsins. Fáeinum mánuðum síðar kom 3esús aftur í þessa borg ásamt lærisveinum sínum. Þegar þeir höfðu komið x fyrra sinnið, var fólkið lítt hrifið af að sjá þá. En af því að vitskerti maðurinn hafði verið góður vottur, vildi fólkið nú að 3esús væri um kyrrt og kenndi því meira um elsku föðurins og fræddi það um fagnaðarerindið. Veistu hvað fagnaðarerindið er? Hér er einföld leið til að skilja og muna höfuðsannindi fagnaðarerindisins. Því að svo elskaði Guð heiminn að hann gaf son sinn eingetinn til þess að hver sem á hann trúir glatist ekki heldur hafi eilíft líf. Fagnaðarerindið er gleðitíðindi. Það er merking orðsins. Hvernig ættir þú að bregðast við þessum góðu tíðindum? í fyrsta lagi þarft þú að þekkja 3esú Krist. í öðru lagi segir þú, eins og vitskerti maðurinn, vinum þírium og þeim sem þú hittir frá kærleika 3esú, segir þeim frá því sem hann hefur gert fyrir þig og því sem hann getur gert fyrir þá. Þú getur veitt öðrum hlut- deild í þessum kærleika ekki aðeins með því að tala um hann, heldur líka með 32

x

Bræðrabandið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bræðrabandið
https://timarit.is/publication/698

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.