Bræðrabandið - 01.11.1987, Blaðsíða 34
skilið tungumál hans og gamli maðurinn
gat ekki skilið Oóhannes. Oóhannes var
að hugsa hvað hann gæti gert.
Sólin var byrja að síga til viðar.
Oóhannes var þreyttur og svangur. Fæ
ég að borða hjá þeim, hugsaði hann. Og
ef þeir gera það, hvað fæ ég þá? Hvar
mun ég sofa í kvöld? Hvaða lykt er
þetta? Ó, ekki koma nær. Ekki snerta
mig! Þið eruð svo óhrein.
Allir í hópnum töluðu samtímis.
Oóhannes var að velta fyrir sér hvað
þeir væru að tala um. En að minnsta
kosti voru þau enn að brosa. Hann var
að vona að það merkti að þau væru
vinsamleg.
Gamli, tannlausi maðurinn tók í
höndina á Oóhannesi og leiddi hann að
kofanum. Sá litli fór upp, sneri sér
við öðru hvoru og benti Oóhannesi að
koma á eftir sér upp tréstigann.
Maðurinn masaði í sífellu.
"Hvað skyldi hann vera að segja,"
sagði Oóhannes með sjálfum sér. "En
óþefurinn. Skyldi þetta fólk aldrei
þvo sér? Ég er viss um að ég gæti
skafið 3 sentímetra þykkt lag af skít
af þessum manni."
Fljótlega var borinn matur fyrir
Oóhannes. Hann var ánægður með hann
þangað til hann sá að það var svína-
kjöt. Af hverju gat það ekki verið
kjúklingur eða fiskur eins og hann var
vanur að borða? Oóhannes velti fyrir
sér hvað gera skyldi og meðan hann var
að því, datt hann út af og sofnaði.
Þegar Oóhannes vaknaði, var komið
myrkur. Hann heyrði hrotur. Og lyktin,
maður minn! Hann óskaði sér að maðurinn
færði sig örlítið til en hann lá áfram
aLveg upp við hann . Þegar Oóhannes
velti sér við á bambusgólfinu, sneri sá
litli sér við líka. Hér var hann, 18
ára nemendatr úboði, og var að velta
fyrir sér hvers vegna hann hefði lagt
út í þetta. Mundi hann í rauninni
nokkuð geta kennt þeim? Á hverju ætti
hann að byrja? Oóhannes hafði aldrei
verið jafn aumur. Hann bað þess, að
birti fljótt.
Auðvitað kom að því að birti. Allt
virtist svo miiu betra í dagsbirtunni.
Oóhannes fór smám saman að Læra mái
trjáfóiksins. Hann fór að kenna
þorpsbúum hreiniæti - fara í bað, þvo
fötin sín og bara almennt hreinlæti.
Þegar hann var búinn að læra nógu
mikið í máli þeirra, fór hann að segja
þeim sögur af Oesú Kristi. Hann kenndi
þeim líka söngva um Oesú.
Þegar árið var á enda, varð Oóhannes
að fara aftur í skólann en aðrir
nemendatrúboðar tóku við af honum. Ár
eftir ár héldu þeir áfram að segja
trjáfólkinu frá kærleika Oesú.
Loks rann upp sá dagur þegar trjá-
fólkið flutti margt hvert kofa sína
niður úr trjánum. Það óttaðist ekki
lengur illa anda af því að Heilagur
andi var kominn inn í líf þess. Þeir
urðu kristnir og tóku að ganga með
öesú.
Þegar við göngum með Oesú höfum við
líka Heilagan anda með okkur. Andi
Guðs hjálpar okkur að vera góð og gera
gott. Þá langar okkur að segja öðrum
hvað við erum hamingjusöm yfir að
þekkja 3esú. *
Miövikudagur, 11. nóvember
HREVGURENN
ER ENDALAUS
"Stefán, viltu koma með okkur í
kirkju í dag?" spurði Villi frændi.
"Þú færð að hlýða á skemmtilegar sögur
og læra fallega söngva."
Stefán dvaldi hjá ömmu sinni, sem bjó
hjá syni sínum, Vilhjálmi - frænda
Stefáns. Villi frændi var sjöunda dags
aðventisti. Hann var ólíkur foreldrum
Stefáns, sem sóttu kirkju á sunnudög-
um. "Allt í lagi, ég fer með þér,
Villi frændi," svaraði Stefán.
En Stefáni fannst nú samt skrýtið að
fara í kirkju á laugardegi. Vinir hans
mundu stríða honum. Kannski ætti ég
ekki að fara, hugsaði hann. Ég vil
ekki að vinir mínir hlæi að mér.
En Stefán vildi fara að sjá aðvent-
kirkjuna. Því fór hann að klæða sig og
gekk með Villa frænda og fjölskyldu
hans í kirkju. Þegar hann gekk gegnum
þorpið, störðu vinir hans á hann og
fóru svo að hlæja og þá leið honum
mjög illa. En Villi frændi uppörvaði
hann.
34