Dagblaðið Vísir - DV - 26.02.2005, Síða 22
22 LAUGARDAGUR 26. FEBRÚAR 2005
Helgarblaö DV
Tóti og Kormákur
„Þegar við hittumst notum við tím-
ann vel og förum ísund, gefum önd-
unum, spilum fótbolta, horfum á
teiknimvndir og spilum."
Huga Þóris-
soninn
son sem
ur er nú fluttur meö mömmu
sinni til Svíþjóöar svo Þórir,
sem kailaöur er Tóti, hefur
ekki séð hann síðan um ára-
mótin. „Mér finnst mjög erfitt
aö hann skuli búa svona langt
í burtu en mamma hans fór í
skóla þama úti. Ég er allt ann-
aö en sáttur en get ekkert gert
í þessu þar sem hún er meö
forræðið en ég bara með um-
gengnisrétt. Eg vona bara aö
þau komi heim sem fýrst,"
segir Tóti sem hefur lokið
ööru ári í sagnftæði en starfar
nú viö að reisa stálgrindarhús.
„Áöur en þau fluttu út hitt-
umst við aöra hvora helgi.
Þegar við hittumst notum við
tímann vel og förum í sund,
gefum öndunum, spilum fót-
bolta, horfum á teiknimyndir
og spilum. Um jólin var hann
mikið hjá mér og hann mun
koma og vera hjá mér í sum-
ar," segir hann og bætir við að
þá muni þeir lfklega fara til
Akureyrar til aö heimsækja afa
hans og ömm,u en Tóti er frá
Akureyri.
Kærastan hans Tóta heitir
Guðný og að sögn Tóta kemur
henni og Kormáki afar vel
saman. „Þeim þykir mjög
vænt hvort um annaö og eru
miklir vinir," segir Tóti og
bætir við að þau myndu bæði
vilja hitta hann miklu oftar.
„Það þarf alvarlega að fara að
skoða þessi lög miðað við
hvemig samfélagið er í dag.
Þetta er ekki eins og það var,
þegar konan var alltaf heima.
Konur hafa allan réttinn sínu
megin en karlar engan og að
mínu mati er þetta mjög
ósanngjamt. Maður hefur
bara ekkert um þetta að segja
heldur hirðir bara það sem
maður fær. Ég veit um marga
aðra feður sem eiga í svipuð-
vun erfiðleikum með að fá að
hitta bömin sín og em ósáttir
við þetta kerfi. Maöur hefur
svo lítinn rétt þegar maður er
bara með umgengnisrétt og f
mínu tilfelli flutti hún bara
með hann út. Það eina sem
hún þurftí að gera var að segja
mér það með 30 daga fyrirvara
og svo var hún farin. Þetta er í
annað skiptið sem hún fer út
með hann. Núna flutti hún
fyrst með hann norður og svo
út en líf hann var nýkomið f
fastar skorður og þetta er nátt-
úrlega verst fyrir hann.“
Tómas Tómasson bassaleikari segir nú sína síðustu sögu af
Stuðmönnum og öðrum í Helgarblaði DV. Hér segir frá því
þegar tveir félagar Þursaflokksins fengu gistingu hjá hjónum
í þorpi úti á landi.
Þursaflokkurinn Eittsinn
er Þursaflokkurinn lékilitlu
sjávarþorpi úti á landi lentu
þeir Tómas og félagi hans f
flokknum í einum mestu
hremmingum llfs sfns.
Þursaflokkupinn
flúDi kynlnsþorsta
bahaia-nars
Fóik á landsbyggðinni er yfirleitt
mun villtara en höfuðborgarbúar
þegar kemur að partíum eftir tón-
leika. Eitt sinn er Þursaflokkurinn
lék í litlu sjávarþorpi úti á landi
lentu þeir Tómas og félagi hans í
flokknum í einum mestu hremm-
ingum lífs síns er þeir þurftu að flýja
fáklæddir úr einbýlishúsi undan
áköfum kynlífsþorsta hjóna er þar
bjuggu. Hjón þessi voru mektarfólk
á staðnum og framarlega í bahaia-
söfnuði þorpsins.
Tónleikar Þursaflokksins í þorp-
inu voru að
vetri til og
liður í
hring-
ferð
þeirra
um land-
ið í rút-
íA' unni
Laugu. Allt
gekk eðlilega
fyrir sig og
lauk tónleik-
■j| unum um
■Éjj eittleytið um
B| nóttina.
Flestir í
hópnum
vildu halda
áfram ferð-
inni með
t rútunni um
nóttina
Sögur Tómasar
frænda
þrátt fyrir
ótryggt veð-
urútlit.
X. Tómas
og fé-
lagi
hans
vildu hins vegar ekki hætta á slíka
ferð, vildu ffemur taka flugið suður
með fyrstu vél morguninn eftir. Þar
að auki höfðu hjón ein á staðnum
boðið þeim heim til sín og lokkað
með loforðum um nóg af bjór og
búsi, en saga þessi gerist töluvert
áður en bjórinn varð löglegur hérl-
endis.
Á gegnsæjum silkislopp
Tómas og félagi hans gripu
svefnpokana sína úr rútunni og
héldu með hjónunum í risastórt
einbýlishús þeirra. Þar var setið að
sumbli fram eftir nóttu. Þeir félagar
voru enn klæddir í hljómsveitarföt
sín, sem voru jakkaföt með skák-
borðsmynstri, rauðir og hvítir fletir.
Ef rétt er munað voru þetta leikbún-
ingar úr söngleiknum Oklahoma.
Seint um nóttina tóku þeir Tómas
eftir því að húsmóðirin var komin í
gegnsæjan rauðan silkislopp sem
lét lítið eftir handa ímyndunarafl-
inu. Var hún öll hin tilkippilegasta í
stofusófanum. Ákváðú þeir félagar
að þegar hér var komið sögu væri
réttast að fara að halla sér. Lögðust
þeir ofan í svefnpokana í einu af
herbergjunum í húsinu.
Þreifingar í myrkri
Tómas er rétt að festa svefninn er
hann verður var við að húsbóndinn á
heimilinu er kominn nakinn inn til
þeirra og lagstur við hlið sér og farinn
að þreifa á svefhpokanum. Tekur
Tómas til þess ráðs að gefa mannin-
um hörkulegt olbogaskot. Ekki tekur
betra við því maðurinn stendur þá
upp fer að félaganum og sest klofvega
yfir andlit hans. Vaknar sá upp með
andfælum en Tómas sér út undan sér
að silkisloppurinn er kominn í dyra-
gættina. Þeir félagar stökkva á fætur
og tekst að komast við illan leik,
hálfklæddir, út úr húsinu.
Fá hvergi inni
Þegar út á götu er komið
snemma um morguninn tekur ekki
betra við því fremur kalt er í veðri,
frost og slydda, og allt lokað. Loks
hitta þeir mann sem segir þeim að
búið sé að opna Flugfélagsskrifstof-
una. Þeir arka þangað en þegar
starfsfólkið sér jakkafötin tvö með
skákborðsmynstrinu koma hlaup-
andi að útidyrunum er það snöggt
að skella í lás. Kallar svo út um
hurðina að þeir tveir geti ekki beðið
innandyra fyrr en byrjað verður að
bóka í flugið suður seinna um
morguninn.
Lopapeysa og kaffi
Þeir félagar ganga um þorpið
nær dauða en lífl af kulda og koma
að lokum niður á höfnina. Þeim til
happs vill svo til að eitt af fraktskip-
um Eimskips er að leggja að bryggju
og út á dekki stendur einn skipverja
sem er málkunnur Tómasi. Hann
býður þeim um borð og útvegar
þeim bæði lopapeysum og kaffi-
bolla. Dvelja þeir um borð þar til
Flugleiðaskrifstofan byrjar að bóka í
flugið suður seinna um morguninn.
P.S. Þetta er síðasta sagan flá
Tomma í bili þar sem bókaútgef-
andi nokkur hér í bæ hefur sýnt því
áhuga að setja saman bók með sög-
unum til útrásar á næsta jólabóka-
markað. Munu sögurnar liggja niðri
meðan á þreifingum um málið
stendur.