Dagblaðið Vísir - DV - 26.02.2005, Page 37

Dagblaðið Vísir - DV - 26.02.2005, Page 37
DV Helgarblað LAUGARDAGUR 26. FEBRÚAR 2005 37 „Þegar ég hugsaði þetta nánar sá ég að þetta var einmitt eitthvað fyrir mig og fór af stað að finna skóla. Fann hann í Colarado í Bandaríkjun- um og þangað fór ég um haustið í stað þess að fara til Þýskalands," seg- ir hún og bætir við að þeirri kúvendingu hafi hún aldrei séð eftir. í Colorado lærði hún heilsufræði og róttafræði var ánægð með skólann. sumrin kom hún heim með það nýjasta í Kkamsræktinni, glóvolgt frá Ameríku og hélt áfram með vinkonunum úr Versló. í samstarf með Jónínu Ben Eftir námið var Ágústa ákveðin í að skapa sér atvinnu með þeirri þekkingu sem hún hafði aflað sér. „í mér er viðskipta-eliment og ég gat vel hugsað mér að leyfa því að njóta sín. Ég var búin að fá starf í Heimilis- tækjum um sumarið en áttaði mig á að það væri ekki eftir neinu að bíða. Jónína Benediktsdóttir var með lík- amsrækt í Engihjallanum og það varð úr að við sameinuðum krafta okkar og stofnuðum Stúdíó Jóninu og Ágústu. Við áttum engan pening, enda var ég ekld nema rúmlega tví- mg. Við fórum af stað og fundum húsnæði en vantaði pening til að inn- rétta og gera klárt fyrir líkamsrækt. Bankarnir voru ekki eins opnir á þessum tíma og nú er og ég held að við höfum ekki einu sinni reynt að fá lán hjá þeim. Þess í stað leituðum við til Húsasmiðjunnar og þar treystu menn okkur og lánuðu allt efni sem við þurftum," segir Ágústa og rifjar áffarn upp þessi fyrstu ár. „Þetta var í kringum 1986 og áhugi manna á lík- amsrækt var í fyrir alvöru farin af stað,“ bendir hún á. Kynntist Hrafni í dansi Stúdíó Jónínu og Ágúsm gekk vel, þær unnu báðar af krafti í fyrirtækinu og ekki leið á löngu uns fyrirtækið fór að bera arð. Skömmu síðar flutti Jónína til Svíþjóðar og Ágústa keypti hana út. Hún var þá farin að vera meÖ Hrafni, fyrri manni sínum, og hann kom inn í staðinn og nafhið breyttist í Stúdíó Ágústu og Hrafns. „Ég kynntist Hrafhi í dansi en ég var á kafi i samkvæmisdönsum hjá Auði Haralds. Hún var viðskiptavinur mihn og hvatti mig til að koma og lærá'áð dansa. Ég dreif mig og það var ofsalega gaman að dansa. Hrafti var þar líka að dansa og við fórum að vera saman og giftum okkur síðar. Fyrirtækið gekk vel hjá okkur og við unnum bæði við það,“ rifjar Ágústa upp. Fóru í andstæðar áttir Hrafn og Ágústa eignuðust tvö börn og vom hamingjusamlega gift, vom þekkt og fólk fylgdist með þeim kann að vera sagt um það er ekki satt,“ segir hún og leggur áherslu á orð sín. Hefur það gott í Hreyfingu Þegar þau Ágústa og Hrafn fóm í andstæðar áttir var fyrirtæki þeirra orðið að Hreyfingu en á móti þeim átti Grímur Sæmundsen helming. Hrafn dró sig út úr fyrirtækinu við skilnaðinn. „Nú rek ég Hreyfingu eins og áður og Grímur á fyrirtækið á móti mér. Hann kemur ekki að dag- legum rekstri en ég sé um reksturinn. Þetta gengur mjög vel enda er Hreyf- ing stöðugt fyrirtæki sem hefur frábært starfsfólk og mjög marga fasta viðskiptavini. En það er með Hreyfingu eins og önnur fyrirtæki, maður verður alltaf að vera vakandi og má alls ekki slaka á. Ekkert fyrirtæki rekur sig sjálft og maður þarf að vera vakin og sofin yfir því. Ég hef rekið mig á það einu sinni að það getur verið dýrt spaug að slaka á. Ég sofnaði á verðinum fyrir mörgum árum og lærði af því. Sem betur fer var það mér ekki dýrkeyptur lær- dómur, ég áttaði mig í tt'ma. Þá voru reikningarnir famir að berast ótt og títt og stundum erfitt að ná endum saman. Það kemur ekki fyrir lengur og ég þarf ekki að kvarta," segir Ágústa og neitar á að líkamsræktin hafi gert hana forríka. „Nei, ég er ekki forrík en ég er lánsöm og hef það gott. Ég er hérna á hverjum degi frá níu á morgnana til fjögur á daginn. Á föstudögum reyni ég að komast fyrr heim. En auðvitað er það oft þannig að maður sest við tölvuna á kvöldin eftir að börnin eru komin í ró og tekur vinnurispu. Nú er ég farin að kenna aðeins aftur en ég tók mér hvfld um tíma og það er virkilega gaman að vera aftur komin í kennslu," segir hún glaðlega og útskýrir að þær stundir komi að þeir sem eru ár eftir ár í þessu verði stundum að taka sér hvfld frá kennslu til að endumýja sig. „Ég hafði gott af því og nú finnst mér ofsalega gaman að kenna," segir Ágústa. Varð ástfangin af Guðlaugi Þór Það vakti mikla athygli þegar Ágústa fór að vera með Guðlaugi Þór Þórðarsyni alþingismanni og borgar- fulltrúa. „Ég þekkti Guðlaug, en hann var viðskiptavinur hjá mér þegar ég gaf kost á mér á lista Sjálfstæðisflokksins fyrir borgarstjómarkosningamar 1998. Þá vorum við nokkur úr hópi ungra athafnarmanna sem tókum sæti á listanum. Ég hafði komið nærri starfi flokksins um nokkurt skeið en ekki verið mjög aktív f því starfi. Mér þótti spennandi að takast á við þetta „Bíddu, ég held að það séu tvö þarna en ég sé það ekkinákvæmlega,"og ég kipptist við. Var alveg til í að eignast tvíbura en fékk samt smá hjartslátt. Læknirinn sagðist ekki geta séð það en sagði mér að koma eftir þrjár vikur." eins og öðrum í þeirra sporum. Þeim lánaðist hins vegar ekki að vera sam- an áfram og skildu. Ágústa segir að skilnaðir séu fólki alltaf erfiðir, hvort sem fólk upplifi höfnun eða ekki. Alltaf taki það á að skilja, einkum og sér í lagi ef börn em í spilinu. „Auðvitað var það Hrafni erfitt að hafa ekki börnin sín áfram á heimilinu. Þannig er það oft með feður, þeir þurfa að gh'ma við tvöfaldan söknuð. En skilnaður okkar var ekkert öðmvísi en aðrir. Okkur leið ekki vel saman lengur og það var ekki um annað að ræða en fara sitt í hvora áttina," segir hún og bendir á að það hafi verið henni erfitt ekki síð- ur en Hrafni að takast að við það sem fylgir skilnaði. „En öll sár gróa um síðir og ég veit ekki annað en Hrafhi h'ði vel. Hann er í Bandaríkjunum í námi í sálfræði og gengur vel. Hann er mikill sómamaður og með honum á ég tvö böm,“ segir hún og neitar að þau séu óvinir eða að stirt sé á milli þeirra. „Alls ekki, við tölum saman, enda eigum við börn. Samskipti okkar em með ágætum og það er ekki neitt meira um það að segja. Annað sem og samþykkti að vera með. Guðlaug- ur Þór var einn okkar og við kynnt- umst ágætíega í aðdraganda kosninga. Hún segir að hún hafi verið dálítið hikandi í fyrstu, en eftir því sem hún kynntist Guðlaugi Þór betur hafi hún áttað sig á hvaða mann hann hafði að geyma. „Gulli er ofsalega skemmti- legur strákur og það er gaman að vera með honum. Hann er alltaf kátur og hress, með einstakt skap og okkur hður vel saman. Ég hélt í byrjun að það væri satt sem menn sögðu að hann væri djammari en það kom fljótíega í ljós að hann var það alls ekki. Auðvitað var hann mikið út á við einhleypur maðurinn, enda hafði hann ekki annað að gera, en þegar hann var komin í samband breyttist það fljótt," segir Ágústa og mýkist öll í framan þegar hún talar um Gulla. Þau hófu samband sitt um sumar en um haustið fóru þau að búa sam- an. Ágústa varð svo ófrísk af tvíburunum tveimur árum síðar. „Ég var ofsalega spennt að eignast barn aftur og fljótlega varð ég þess vör að mér leið ekki eins og í hin tvö skiptin. Ég fór þá í sónar og læknirinn Heima (Grafarvogi með Guðlaugi og börnunum Lengst til vinstri er Rafn semerlO ára, þá Guðlaugur með Þórö, annan tiburann, Ágústa með Sonju, hinn tviburann og Anna Ýr sem á að fermast f vor Æðislegt að eiga tvíbura Ágústa meö tvfburana sem hún var afar sæl með og hafa alla tfð verið mjög rálegir og þægilegir við að eiga. sagði: „Bíddu, ég held að það séu tvö þama en ég sé það ekki nákvæm- lega,“ og ég kipptist við. Var alveg til í að eignast tvíbura en fékk samt smá hjartslátt. Læknirinn sagðist ekki geta séð það en sagði mér að koma eftir tvær vikur, og það tók á taugarnar að bíða í þessar tvær vikur. Okkur lang- aði að eignast tvíbura en vorum samt smeyk. Skemmtilegt að eiga tvíbura Þegar það varð síðan ljóst að Ágústa bæri tvö böm undir belti urðu þau bæði mjög ánægð. „Ég varð ofsa- lega spennt og hlakkaði til. Meðgang- an gekk vel, fyrir utan fyrstu vikumar, en þá var mér mjög flökurt. Það leið fljótt hjá og eftir það var þetta yndis- legt. Ég fékk hríðir mánuði fyrir tím- an og það var ákveðið að taka þau með keisara. Allt gekk vel og þau vom tiltölulega stór, tæpar m'tján merkur til samans," segir hún. Það breyttist heilmikið við að fá tvö ungböm inn á heimilið en Ágústa segir að Gulli hafi tekið fullan þátt í uppeldinu og um- mönnun þeirra ffá fyrsta degi. „Ég hefði heldur ekki vahð mér mann nema ég væri viss um að hann myndi vera með mér í þessu," segir hún og hlær. Guðlaugur hefur sannarlega verið góður eiginmaður og faðir þessi ár sem hðin em síðan. Ágústa segir hann taka þátt í heimilislífinu af full- um krafti. Þau vinni bæði úti og vissulega hafi hann mikið að gera en hann leggi sig fram um að skipulegg- ja tímann þannig að þau eigi saman kvöldin og helgamar. Stundum sé það ekki alveg á hans valdi, en aha jafna njóti þau þess að sinna börnunum saman. Ágústa segir hennar börn taka Guðlaugi vel, það séu ekki neinir árekstrar sem heitið geti á milh þeirra og allt renni þetta , ljúflega. „Ég er mjög ánægð og það hefur aldrei verið neitt mál að vera með tví- bura sem em af sitt hvom kyni. Þau vom strax mjög vær og góð, sváfu meira eða minna allar nætur. Eftir að þau stækkuðu hefur þeim komið mjög vel saman, leika sér mikið þannig að segja má að ég hafi fengið allt það skemmtilega við að eiga tví- bura,“ segirÁgústa glaðlega. Heilsubitinn góður Heilsubitinn hennarÁgústu John- son hefur fengið góðar viðtökur. „Minna mál Ágústu Johnson" heita bitamir sem em afar ljúffengir og hægt er að fá í nokkmm bragðteg- undum. Myllan flytur þá inn en til- koma Ágústu að þeim var fyrir tilstilli þeirra. „Þeir töluðu við mig og báðu mig að smakka og ég gerði það. Mér lfkaði vel þessar htíu heilsukökur sem framleiddar em úr hoUum og góðum hráefnum. Fannst tími til komin að framleitt væri eitthvað til mótvægis við aUt snakkið sem unglingar úða í sig og er fuUt af salti og aukaefnum. Ég samþykkti því að leggja mitt nafii við heilsubitana og get sannarlega mælt með þeim,“ segir hún og bætir við að hún hafi aUtaf lagt sig fr am við að borða hoUan og góðan mat. Það fylgi því að rækta hkamann en það hefur Ágústa gert alveg síðan hún var krakki. Var í fimleikum, djassbaUet og áður en líkamsræktaræðið gekk yfir hér á landi var hún farin að byggja upp lflcama sinn. Svo kom Jane Fonda og síðan hefur Ágústa verið í góðu formi. Hún er ekki í vafa um að orka hennar sé næg, fyrst og fremst vegna þessa. „Ég hef eini sinni dottið dáh'tið niður í þjálfun og mæh aUs ekki með því. Mér h'ður best þegar ég er að æfa og heima bórð- um við hoUan mat. Ég er óspör á að halda honum að börnunum mínum ^ og þau kaUa „Minna mál", mömmukex. Gulh var h'tið fyrir grænmeti þegar við kynntust og bað vanalega um samloku með öUu nema þessu græna," segir hún og ^ skeUihlær. Nú hef- ur hann lært að borða græn- meti og þykir það gott en Ágústa segir að aUt sé Það vakti mikla athygli þegar Ágústa fór að vera með Guð- laugi Þór Þórðarsyni alþingismanni og borgarfulltrúa. Mikið var talað og allir höfðu skoðanir á sambandi þeirra. þetta háð vana og vera opin fyrir því að smakka. „Manni líður svo miklu betur þegar maður veltir fyrir sér hvað fer ofan í rnann," segir hún og bætir við að það þýði heldur ekki að vera með ofstæki eða öfgar. AUt er gott í hófi! Stutt stopp í pólitík Póhtískt líf Ágústu var ekki langt. Hún var kjörin varaborgarfuUtrúi Sjálfstæðisflokksins í borgarstjómar- kosningum 1998 og sat í nefndum á kjörtímabiUnu. „Nei, ég fór aldrei inn í borgarstjóm en mér bauðst það oftar en einu sinni. Gat bara aUs ekki setið svona langa fundi. Borgar- stjórnarfundir em langt ffarn á nótt og fyrir konu með böm er það ofsa- lega erfitt," segir hún og útskýrir að hún hafi aðeins verið með eitt kjör- tímabU. Nú fylgist Ágústa með manni sín- um í póhtfldnni og er ánægð með hans störf. Hún játar að Guðlaugur hafi mUdð að gera en aUt gangi þetta upp. „Við tökum okkur þann tíma saman sem við getum. Oft reyni ég að fara með GuUa í ferðir sem hann þarf að fara í vegna vinnunnar og hann kemur með mér. Þess utan reynum við að taka okkur daga í kringum helgar og skreppa út tU að slappa af. Bæði erum við mUdð fyrir að vera heima með fjölskyldunni og hvergi h'ður okkur betur en þar. Ég held að lífið sé eins gott og það getur verið og hvemig er líka hægt að biðja um meira. Vera í starfi sem mér lflcar og menntaði mig tfl að sinna, eiga góð- an mann, böm sem em að vaxa úr grasi og litla tvíbura sem em eins og hugur minn," segir Ágústa sátt og ánægð. bergljot@dv.is Hrafn og Ágústa fyrir nokkrum árum “Hrafn er í námi i Bandaríkjunum og gengur vel. Hann er hinn mætasti maður og á milli okkar er gott samband enda eigum við yndisleg börn saman.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.