Dagblaðið Vísir - DV - 05.03.2005, Page 24

Dagblaðið Vísir - DV - 05.03.2005, Page 24
24 LAUGARDAGUR 5. MARS 2005 Helgarblað DV Sigga Beinteins á hund sem talar heil ósköp Frosti sækir blööin á mor „Ég á hann Frosta, yndislegan fimm ára golden retriver sem ég fékk ársgamlan,” segir Sigríður Beinteinsdóttir söngkona. Sigga segist hafa fengið Frosta hjá fólki sem ekki gat haft hann og þar var Frosti heppinn. „Já, líklega hefur hann verið heppinn því það er svo mikið dekrað við hann hjá mér. Hann kann líka vel að meta það," segir Sigga og hlær. Frosti hefur sinn einkagarð, en Sigga segir að hann láti vita ef honum finnst hann hafa verið of lengi í garðinum. „Hann talar við mig og þarf alltaf mikið að kjafta. Hann lætur mig heyra það ef ljósin eru „Efég get ekki tekið hann með fer hann i fýlu við mig ag vill ekki eini sinni kveðja mig" kveikt of snemma, en það líkar honum ekki. Hann er ógurlegur kúrari og finnst gott að lúra fram- eftir. En um leið og ég fer fram kemur hann líka og það fyrsta sem hann gerir er að fara út. Hann hefur lfka ofsalega gaman af því að vera í bíl og er æstur að fá að koma með mér í bílnum. Ef ég get ekki tekið hann með fer hann í fýlu við mig og vill ekki eini sinni kveðja mig,“ segir Sigga sem stundum dekrar við hann og gefur honum harðfisk og rækjur sem eru það besta sem hann fær. „Já og skata. Hann elskar skötu og borðar hana með mér einu sinni á ári,“ segir hún og bætir við að göngutúrar séu hans líf og yndi. Þegar veðrið sé orðið eins gott og nú gangi þau allt upp í klukku- stund á dag en hann er ekki mjög hrifinn af öðrum hundum. „Hann nennir ekki að tala við hvern sem að skila skattframtali ein- staklinga rennur út mánudaginn 21. mars Fresturinn er hinn sami fyrir launþega ng menn með sjálfstæðan atvinnurekstur lietframtalið hefur verið opnað Framtöl, veflyklar ug leiðbeiningar hafa verið bnrin út Leiðbeiningar er einnig að finna á rsk.is RIKiSSKATTSTJORI er en einstaka rakka þolir hann. Tíkurnar eru vin- sælli þrátt fyrir að hann sé geltur," segir Sigga alsæl með Frosta sem hún bætir við að sé mikill karakter sem sæki blöðin fyrir hana á hverjum morgni. Frosti sækir blöðin fyrir Siggu á morgnana Hún er mikill dýravinur og Frosti má teljast heppinn aO hafa komið til Siggu þegar fyrri eigendur gáfust upp á honum. Slgrúrt Eðvaldsdóttir á yndislegan cavalier a hverri nottu „Sigrún Eðvaldsdóttir fiðluleik- ari eignaðist hund í fyrsta sinn fyrir tveimur árum. Þá opnaðist henni nýr heimur sem hana grunaði ekki að væri til. „Hann er yndislegur og mér datt ekki í hug þegar ég fór að rannsaka hunda að þeir gætu verið svona blíðir, mannelskir, kátir og skemmtilegir eins hann," segir hún og rifjar upp hvemig það atvikaðist að hún valdi Lúlla en ekki einhvem annan hund. „Þegar við fórum að leita að hundi var okkur fljótlega bent á hvað cavalierinn væri góður á heimili. Við hringdum í Félag cavalier-eigenda og okkur var sagt að enga hvolpa væri hægt að fá en okkur bauðst að fara á biðlista. Þegar Lúlli fæddist vorum við látin vita og fengum að skoða hann hjá Hrefnu Hrólfsdóttur ræktanda og við steinféllum fyrir honum. Við þurftum að bíða eftir að hann yrði nógu stór og vorum ógurlega spennt," segir Sigrún sem ekki hefúr gleymt fyrsta deginum og nóttinni. Þeim var sagt að hafa hann í búri um nóttina en hann grét bara. „Ég gat alls ekki hlustað á það og tók hann upp í til mín og þar stein- þagn- aði hann sofnaði auðvitað. Síðan hefur hann verið á milli okkar hjóna," segir hún oghlær. Sigrún segist ekki hlusta á þá sem gagnrýna hana fyrir að hafa hundinn í rúminu hjá sér. Hún vilji hafa hann uppí hjá sér á nætumar, hlýjan og notalegan, og segir að það sé æðislegt að knúsahann. „Því ætti ég ekki að gera það, okkur finnst það báðum notalegt," segir hún og hlær enn meira. „Hann er algjört dekurdýr, er aldrei nema fjóra til fimm tíma í einu einn heima, svo förum við nokkrum sinnum á dag meö hann út og mér finnst fint að hann skuli drífa okkur út að labba. Lúlli er hluti af lífi okkar, rétt eins og bam. Þegar við þurfúm að fara eitt- hvað í burtu er hann hjá foreldrum mínum og þar er hann dekraöur enn meira. Við höfum einu sinni farið með hann á sýningu og þar fékk hann fína dóma,“ segir hún og bætir við að hún sé mamman en Halldór maður hennar sé húsbónd- inn. „Hann er ógurlega háður okkur, vill alltaf vera þar sem við erum og hann fær það. Eg hefði ekki trúað að það gæti verið svona æðislegt að eiga hund, hann hefúr sannarlega komið á óvart.” Sigrún með Lúlla sinn Hún sá hund af cavaiier-tegund hjá Kristín Helgu Gunnarsdóttur rithöfundi oc var ekki i vafa um að þannig hund vildi hún eða engan. Hún hefur ekk orðið fyrir vonbrigðum og Lúlli er þeim Halldóri Þorsteinssyni manni hennar mikill gleðigiafi “ -------------------

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.