Dagblaðið Vísir - DV - 19.03.2005, Side 17
1
DV Helgarblað
LAUGARDAGUR 19. MARS 2005 17
rausnarlegur og færir þeim stundum
óvæntar dýrar gjaflr. Hann hefur
gaman af tækjum og tólum og hefur
frá því að hann fékk bflpróf ekið um
á flottum bflum sem hafa borið þess
glöggt merki hversu mikill fagurkeri
hann er. Vinir hans segja að það
gusti af honum og að hann sé afar
óútreiknanlegur og erfitt að vita
hvar hann verður nema mesta lagi
klukkutíma fram í tímann. Hann er
gríðarlega metnaðarfuilur og hættir
ekki fyrr en hann hefur náð mark-
miðum sínum. Hann hefur sterka
nærveru og er mikill húmoristi sem
einkennist aðallega af hnyttnum til-
svörum og kaldhæðnum húmor. Jó-
hannes faðir hans fifllyrðir að hann
sé heiðarlegur, harðduglegur, já-
kvæður og framsýnn. Hann er fljótur
að sjá tækifæri sem hann grípur
gjarnan án þess að hugsa sig um.
Lítt gefinn fyrir þá sem
honum líkar ekki við
Jón Ásgeir hefur haft orð á sér
fyrir að véra mannafæla og blandast
iila í hópi. Jóhannes faðir hans segir
það kannski ekki alveg sannleikan-
um samkvæmt. Frekar mætti orða
það svo að hann sé lítt gefinn fyrir
þá sem honum lflcar ekki við en er
því kátari og skemmtilegri í samvist-
um við vini og fjölskyldu. „Hann á
fáa en góða vini og þannig hefur það
alltaf verið. Vinir frá barnæsku eru
enn í hópi hans bestu vina. Ég viður-
kenni þó að við þá sem eru
honum ekki að skapi
blandar hann síð- ú SSSIsí
ur geði ef hann ,
ekki þarf þess,“
segir hann.
Jóhannes
bendir einnig
á í því sam-
bandi að Jón
Ásgeir hafi
alltaf verið
feiminn og
einhverjir kunni að mistúlka feimn-
ina sem einhvers konar hroka. Hann
hafi eigi að síður mjög unnið á henni
og feimnin rjátlast af honum með
tímanum.
Börnin og fyrrverandi kona
búa líka í London
Jón Ásgeir er mjög bamgóður og
hann er afar tryggur í eðli sínu. Til
marks um það má nefna að börn
hans og Iinda, konan hans fyrrver-
andi, búa úti í London. Jóhannes
segir Jón Ásgeir vera með börnum
sínum eins og hann geti og reynist
hann þeim góður faðir. „Hann er að
mestu fluttur utan og á þar sitt ann-
að heimili. Þar er hann lfldega meira
en hér heima núorðið."
Jón Ásgeir var ekki gamail þegar
hann tók stefnuna á það sem síðar
varð. Faðir hans segir það aldrei
hafa leynt sér að hann hafi peninga-
vit og hann gerði sér snemma grein
fyrir hvað þyrfti til að afla peninga.
„Jón Ásgeir var aldrei til vandræða
sem krakki eða unglingur. Við for-
eldramir þurftum aldrei að hafa
áhyggjur af honum og vissum alltaf
að hann myndi spjara sig,“ segir
Jóhannes.
//■
Jón Ásgéir var aldrei
til vandræða sem
krakki eða unglingur.
Við foreldrarnir þurft-
um atdrei að hafa ■
áhyggjur afhonum
ogvissum alltafað
hann myndi spjara
sig"
Lætur verkin tala
Ása, móðir Jóns Ásgeirs, tekur
undir orð föður hans og bætir við að
hann hafi verið henni yndislegur
sonur. „Jón Ásgeir hefur góða nær-
vem, er hlýr en fámáll og rólegur,
lætur verkin frekar tala. Hann hefur
gott skap, lætur fátt hagga sér og
hefur mikið jafnaðargeð. Það er svo
langt síðan ég hef séð hann reið-
ast að ég man hreint ekki
hvernig hann er reiður en
ég veit að þegar honum
er misboðið tekur
hann því ekki þegj-
andi,“ segir Ása.
Ása tekur
undir þau orð
annarra að
JónÁsgeirhafi
snemma byrj-
að að spá og
spekúlera.
„Hann var líka sí-
spyrjandi, vildi fá
að vita skil á
öllu.
Oft
átti
„Honum þykir óend-
anlega vænt um börn-
in sin og vildi gjarnan
vera meira með þeim.
En Jón Ásgeir er fyrst
og fremst„one to
one"-maður en það
ferhonum bestað
vinna þannig."
ég í mesta vanda með að útskýra og
svara spurningum hans," segir Ása
og tekur fram að hún sé mjög ánægð
með gengi sonarins. Hann sé trygg-
ur sonur og í góðu sambandi við
móður sína.
Átti alltaf fulla sparibauka
Arna Schram blaðamaður og Jón
Ásgeir em systrabörn og léku sér
mikið saman sem böm. Arna segir
það snemma hafa orðið Ijóst að
áherslur þeirra og leiðir út í h'fið yrðu
ólíkar. „Ég held að hann hafi ekki
verið eldri en fjögurra eða fimm ára
þegar hann lýsti því yfir að hann ætl-
aði að verða ríkasti maður á íslandi
þegar hann yrði stór. Enda átti hann
alltaf fulla sparibauka en mínir vom
ævinlega tómir," segir Arna og er
sammála föður hans um að Jón Ás-
geir hafi verið að eðlisfari feiminn og
hlédrægur krakki. Hún segir þau
ekki húttast oft nú orðið nema í fjöl-
skylduboðum og þá reyni ekki á
hvort þeir eðlisþættir hafi horfið
með auknum þroska.
Ber ekki tilfinningar
sínar á torg
Ingibjörg Pálmadóttir, sambýhs-
kona Jóns, ber honum vel söguna.
Hún segir gott að búa með honum
og hann sé bæði hlýr og bh'ður. „Jón
Ásgeir er afar fylginn sér og hefur
ótrúlega orku til að komast þangað
sem hann ætlar sér. Markmið hans
em skýr og hann hefur þann kost að
geta séð lengra en aðeins til morg-
undagsins. Hann gín ekki yfir öllu
eða veður yfir
menn, held-
ur stefnir
hann
ahtaf
að
því
Ingíbjörg Pálmadóttir
Sambýliskona Jóns segir
hann hlýjan og bllöan
Johannes Jónsson Segir
Jón Ásgeir alltafhafa verið
til fyrirmyndar.
mann
að vinna þannig að ahir verði sáttir
og fái einnig sinn skerf af kökunni.
Annars hefði hann aldrei komist aUa
þessa leið," segir Ingibjörg.
Eins og fram hefur komið ber
Jón ekki tilfinningar sínar á torg og
er dulur. Ingibjörg telur því að
margir kunni að misskilja hann og
telji framkomu hans hrokafulla.
Það sé hins vegar fjarri honum.
Hún er líka sammála Jóhannesi og
Ásu um að Jón Ásgeir sé tryggur
sínum og góður við sitt fólk. „Ég
held að hann beri keim af fólkinu
sínu sem er heilsteypt fólk og heið-
arlegt. Honum þykir óendanlega
vænt um börnin sín og vildi gjarn-
an vera meira með þeim. En Jón
Ásgeir er fyrst og fremst „one to
one“-maður en það fer honum best
að vinna þannig. Hann er jafnan
glaður og kátur í sínum litla vina-
hópi en er alls ekki fyrir fjölmenn-
ið. Þeir sem hann hefur átt í við-
skiptum við treysta honum full-
komlega og hann á virðingu
þeirra," segir Ingibjörg.
Hefur fyrir hlutunum
Jón Asgeir Jóhannesson er ekki
einn þeirra sem fæddust með silfur-
skeið í munninum. Hann, ásamt
föður sínum, hefur þurft að hafa fýr-
ir því veldi sem orðið er til frá því að
fyrsta Bónusverslunin opnaði. Hann
er forstjóri fýrirtækis sem veltir upp-
hæðum sem flestum meðaljónum
þykir óraunverulegt að ímynda sér.
Ef Jón Ásgeir heldur áffam að söðla
um eins og hann hefur gert undan-
farin ár er erfitt að sjá fyrir hvernig
veldið mun þróast.
Laugavegi 53
Sími 552 3737
Opið mán - fös 10-18
opið lau 10 - 16
Strákur
bolur kr 1695
vesti frá kr 1450
buxur frá kr 2195
bolur kr 1490
buxur kr 2995
0-14 ára
Allir geta bókaö sig í Bændaferöir - sími 570 2790
1