Dagblaðið Vísir - DV - 19.03.2005, Page 20

Dagblaðið Vísir - DV - 19.03.2005, Page 20
20 LAUGARDAGUR 19. MARS 2005 Helgarblað DV Var líflegt og fjörugt barn Sveinbjörg á þrjú önnur böm sem öll em uppkomin. Kalli Bjami Idolstjama frá því í fyrra, er meðal þeirra. Öll spjara þau sig vel í lífinu, fyrir utan Fjólu sem er þeirra yngst. „Ég bjó hér í Reykjavík með bömin þegar þau vom lítil. Hún gekk í Breiðholtsskóla, rétt eins og Kalli Bjami og þá þegar fór aö bera á vandræðum með Fjólu," útskýrir Sveinbjörg og rifjar upp minningar um Útla skemmtilega stelpu sem kom öllum til að brosa. Hún segir að Fjóla hafi alla tíð verið erfið en ákaflega lífleg og fjörug. „Mig minn- ir aö hún hafi verið í sjö ára bekk þegar ég var fyrst kölluð í skólann vegna þess að Fjóla hafði verið brúka munn við kennarana. Fi þetta væri nú á dögum hefði hún vafalaust verið send f greiningu og hún hefur að öllum lflcindum verið greind ofvirk. Á þessum tíma var bara ekki rætt neitt um slflcL Þau böm vom bara óþæg og ekkert gert í því nema reynt að beita þau aga. Það gekk bara ekki með Fjólu frekar en önnur ofvirk böm, efdr því sem þeim er fyst nú orðið," segir Svein- björg og bætir við að lfldega væri líf Fjölu í dag öðmvísi ef hún hefði fengið viðeigandi hjálp á sínum tíma. Nokkm síðar flutti Sveinbjörg á brott úr „Ég bíð í angist á hverjum degi eftir að fá hringingu um að dóttir mín sé öll. Annað- hvort hafi hún dópið gengið frá henni, ein- hver annar eða hún sjálf," segir Sveinbjörg. Dóttir hennar, Fjóla hefúr nú verið á göt- unni meira eða minna í átta ár og er mjög langt leidd af fflcniefhaneyslu. Fjóla er auk þess illa farin á geði, hvort sem um er að kenna neyslu eða einhverju öðm. Svein- björg segir þaö ekki skipta máli hver ástæðan er. Staðreyndin sé að hún er fársjúk og þurfi hjálp. Hana er hvergi aö fá í þessu þjóðfélagi allsnægta á fslandi. „Það er engin stofhun til sem getur tekið við henni og veitt henni' viðeigandi hjálp. Hvarvetna er henni vísað í burtu eða hún strýkur við fyrsta tækifær. Aftur á götuna. Þannig hefur þetta gengið frá því hún var sextán ára gömul, ung stúika á Vopnafirði. Nú er ég flutt til Reykjavflcur til að freista þess að reyna að hjálpa henni. Ég hélst ekki við af áhyggjum fyrir austan, vitandi af henni á götunni, vitandi að hún eigi í ekkert hús að venda. En það er takmarkað sem ég get gert þrátt fyrir það,“ segir hún bihtr og í augum hennar má lesa algjört vonleysi. Vonleysi og ótta sem hefur svo lengi fýlgt henni. bænum til Vopnafjarðar. Fjóla hélt áfram að vera mikil fyrir sér en var ekki til beinna vandræða. En fljót- * lega fór að bera á vandræðum. „Fjóla byrjaði að drekka 14 ára gömul og vínið fór mjög illa í hana. Hún hlýddi engu sem við hana var sagt og var öfug- snúin og erfið. Hún var í kringum sextán ára þegar ég gafst upp og sendi hana á Tinda. Ég vildi koma í veg fyrir að hún myndi missa tökin á lífinu og taldi mig vera að gera rétt með því að taka á vanda hennar með festu. Ég veit ékld hvort hlut- imir hefðu æxlast öðmvísi ef ég hefði tekið á annan hátt á vandanum en sannarlega gerði ég það sem ég taldi best á þeirri stundu," segir Sveinbjörg og hristir höfuðið í uppgjöf. Fjóla hefur mikið breyst Þetta erslðasta myndin sem móðir hennar á afFjólu en þarna er hún fjórtán ára. Myndir • hafa ekki verið teknar slðan. Móðir hennar segir að hún sé óþekkjanleg frá þvíþessi mynd var tekin. Sveinbjörg Karlsdóttir, móðir Idolstjörnmm ar frá því 1 fyrra, hrekkur við í hvert siirn sem sírainn hringir. Á meðan er dóttir hennar í einhverjn dópbælinu og fær ekki hjálp. Hún er iila farin af dóp- neyslu og geðveiki og enginn virðist geta hjálpað henni.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.