Dagblaðið Vísir - DV - 19.03.2005, Side 21
F
LAUGARDAGUR 19. MARS 2005 21
DV Helgarblað
Strauk af stúlknaheimili og tók
þátt í vopnuðu ráni
Þrautaganga þeirra mæðgna ogfjöl-
skyldunnar hófst á þeirri stundu. Fjóla
var í einhvem tíma á Tindum en var
fljót að stijúka þaðan og á hana komst
sannarlega engin ró, nema síður væri.
Sveinbjörg segir að auðvitað hafi hún
kynnst sínum líkum á Tindum en hún
átti eigi að síður eftir að koma austur
aftur. „Ég sagði henni að hún færi ekki
lönd né strönd og skildi fara að vinna
en eftir mikla erfiðleika strauk hún í
burtu. Þegar ég fann hana sendi ég
hana á heimili fyrir stúlkur í Skagafirði
og þaðan strauk hún á stolnum bíl
ásamt fleiri stúlkum af heimilinu og
velti honum. Þar með vom þessir erfið-
leikar hafiúr fyrir alvöru og ég réði ekki
við eitt né neitt eftir það,“ segir hún.
Sveinbjörg rifjar upp að skömmu
síðar hafi Fjóla verið tekín við að brjót-
ast inn í verslunina Kveldúlf en við rán-
ið var notað vopn og var það litið afar
alvarlegum augum. Hún segist þó ekki
vita til þess að Fjóla hafi fengið dóm
eða þurft að sitja af sér fangelsisvist.
„Síðan hefur ganga hennar verið inn og
út af stofnunum sem ekkert geta gert
eða hafa ekki vilja til að gera neitt fyrir
hana," segir hún uppgefin eftir margra
ára baráttu við kerfið.
Sveinbjörg segir nokkuð langt síðan
hún talaði við ráðamenn, hún hafi ein-
faldlega gefist upp á að fara þá leið.
Talaði við þingmenn og
ráðherrra
„Ég talaði við heilbrigðisráherra
og ég hef rætt við þingmenn, allt hef-
ur það verið án árangurs. Það er ör-
þrifaráð hjá mér að ræða við blöð í
von um að eitthvað muni ganga í
þeirri baráttu að fá viðeigandi hjálp
fyrir dóttur mína,“ segir hún og það
leynir sér ekki þegar rætt er við Svein-
björgu hversu þreytt hún er orðin á
því að horfa á dóttur sína murka úr
sér lífið sér hægt og hægt. „Stundum
dettur mér í hug hvort skilaboðin frá
þessu kerfi til þeirra sem standa í
mínum spomm séu þau að við getum
bara farið með þessi börn okkar á
dýraspítalann og látið lóga þeim.
Þetta er kaldranalega sagt en það er
bara ekki gert neitt fyrir þennan hóp
sjúklinga sem getur ekki farið að
þeim reglum sem eru inni á stofnun-
um og eru svo sjúkir að það þarfa að
loka þá inni til að hægt sé að hjálpa
þeim,“ segir hún sorgmædd.
Fyrir síðustu helgi var Fjóla hjá
móður sinni og reyndi að halda sér í
lagi þar til hún kæmist inn á Hlaðgerð-
arkot. Þær vom erfiðar þessar þrjár vik-
ur sem þær mæðgur biðu eftir plássi.
„Þeir sögðust æda að taka hana ef hún
væri þokkalega edrú og ég gat fengið
hana til að bíða héma hjá mér. Ég var
að manni gengin þegar hún loks fékk
að fara inn og hjá mér vaknaði dálítil
von þegar ég horfði á eftir henni. Sólar-
hring síðar hringdu þeir og sögðust
ekki geta haft hana því hún væri í ann-
arlegu ástandi. Það var orðið sem þeir
notuðu. Ég veit ekki við hverju þeir hafa
búist að fá til sín sjúkling í afvötnun
sem ekki væri í annarlegu ástandi,"
segir hún og hlær kait.
Ekki viss um að hún lifi öllu
lengur
Fjóla var því send með lögreglubíl
á geðdeild Landspítala og þar var hún
í rúma viku. „Þegar hún var byrjuð að
fara um frjáls, stakk hún auðvitað af.
Það er það sem hún alltaf gerir og ég
Ég var að manni gengin
þegar hún loks fékk að
fara inn og hjá mér
vaknaði dálítil von þeg-
ar ég horfði á eftir henni
þangað inn. Sólarhring
síðar hringdu þeir og
sögðust ekki geta haft
hana því hún væri í ann-
arlegu ástandi. Það var
orðið sem þeir notuð.
hef margsagt þeim það. Hún var þar
ekki í fyrsta sinn. Nú er hún í ein-
hverju dópbælinu í Reykjavík, þau em
hennar heimili og guð einn veit hvað
hún lætur ofan í sig. Ég veit bara það
að ekki er það hollt því hún er svo hor-
uð og illa haldin að ég er ekki viss um
að hún lifi mikið lengur," segir Svein-
björg harðmælt og lætur þess getið að
hún sé orðin alldofin fyrir ástandinu á
Fjólu, litlu stúlkunni sem eitt sinn
brosti á móti veröldinni og gerði öll-
um glatt í geði sem umgengust hana,
þó hún hafi reynt á þokif þeirra. „Já,
ég get ekki til þess hugsað og læt helst
ekki hugann reika til baka. Það er enn
erfiðara," segir hún og horfir lengi í
gaupnir sér.
Eftir nokkra þögn segist hún vera
löngu hætt að gera nokkuð fyrir sjálfa
sig. Lífið snúist um Fjólu. Hún stendur
meira eða minna ein í baráttu sinni en
segir að synirnir veiti henni stuðning.
Faðir Fjólu veltir þessum málum ekki
mikið fyrir sér og tekur alls eklá neina
ábyrgð. „Ég velkist bara einhvem veg-
inn áfram og er ails ekki nógu dugleg að
leita mér hjálpar. Ég á vinkonur sem
styðja við mig en ég veit að ef ég geri
eklá eitthvað fyrir sjálfa mig er ég ekki
fær um hjálpa henni. Fjóla er fullorðin
manneskja en það er bara ekki hægt að
snúa baki við dóttur sinni, hvað mikið
sem maður vildi. Hún er fársjúk," segir
Sveinbjörg.
Hætt að gera nokkuð fyrir sjálfa sig Llf
Sveinbjargar snýst fyrst og fremst um dóttur-
ina sem hún segir aö lifi ekki mikiö lengur
meö þessu áframhaldi.
Veit ekki hvort hún er geðveik
Hún er ekki í minnsta vafa um að
hægt væri að hjálpa Fjólu, bara ef
henni væri haldið inni nógu lengi.
Aldrei sé farið að rofa almennilega til
í höfðinu á henni en það taki einfald-
lega tíma. „Mín skoðun er sú að það
þurfi að vera til deild sem lokar fólk
inni á meðan því er hjálpað. Það er
eina vonin. Þetta fólk gæti sjálft
gengist undir einhvers konar skuld-
bindingu um að vera í ákveðinn tíma
í meðferð," bendir Sveinbjörg á. Hún
segir að Fjóla hafi einu sinni farið í
greiningu en þá hafi hún verið svo
kolrugluð að hún er aiis ekki viss um
að sú greining sé marktæk. „Ég veit
satt að segja ekki hvort hún sé búin
að skemma sig svona á fyijum, hvort
ofvirknin og athyglisbresturinn hefur
þessi áhrif ef ekkert er að gert eða
hvort hún er geðveik. Hún var hins
vegar greind með geðsjúkdóm.
Fór í drifskaft á strætó
Sveinbjörg er ekki úrkula vonar
um að Fjóla eigi eftir að ná sér en eft-
ir því sem tíminn líði þá minnki sú
von. „Fjóla er ekki annað en hrak,
tennur hennar eru meira eða minna
ónýtar, hægt er að telja í henni rifin
og eins og rétt er hægt að ímynda sér
þá hirðir hún sig ekki. Það er skelfi-
legt að sjá hana og það er mjög erfitt
að vita af henni svona," segir hún og
það má heyra hvað henni þykir erfitt
að lýsa dóttur sinni á þennan hátt.
Sveinbjörg er sjálf mikill sjúkling-
ur en þegar hún gekk með Kalla
Bjarna og skammt var liðið á
meðgönguna, féll hún þar sem hún
var að hlaupa á eftir strætisvagni.
Sveinbjörg lenti undir vagninum, fór
í drifskaftið og dróst áfram þar til
hann loks stöðvaðist. „Ég slasaðist
mjög illa og hef þurft að fara í margar
aðgerðir vegna þessa síðan. Þegar
Kalli Bjami var í Idolinu £ fyrra, sat ég
alltaf í hjólastól úti í sal og bað um að
engar myndir yrðu birtar af mér. Ég
er nýkomin úr aðgerð og það sér ekki
fyrir endann á þessu enn. Ég á aldrei
eftir að verða söm og hef verið öryrki
síðan slysið átti sér stað,“ segir Svein-
björg og það er ekki á hana bætandi
að vera með stöðugar áhyggjur af
dóttur sinni.
Flutttil Reykjavíkur
Hún er nú að leita sér að húsnæði í
bænum. Hefúr hug á að fá sér íbúð hjá
Búseta og bíður þeirrar réttu. „Það get-
ur teláð einhvem tíma og á meðan er
ég hjá góðri vinkonu minni, með allt
mitt dót í kössum," segir hún afsakandi
en lífið hefúr verið þessari konu sem
svo margt hefur reynt afar erfitt.
Sveinbjörg endurtekur að það sé
ekki hennar stfll að hlaupa í fjölmiðla
en nú geti hún ekki meira og freisti
þess að eitthvað gerist í málefnum
dóttur hennar í framhaldi þessa við-
tals. „Hún er við dauðans dyr, hún er
sjúklingur sem kann ekki fótum sfn-
um forráð. Það er blettur á þessu
samfélagi að eiga ekki úrræði fyrir
fársjúkt fólk. Hvað gefur okkur rétt til
að forgangsraða sjúkdómum, segja
þessi á að lifa en ekki hinn? Það er
verið að gera með því að útiloka hóp
geðsjúkra frá því að fá lfkn," segir
Sveinbjörg sem veit að einn daginn
mun síminn hringja með fréttir sem
hún veit að eru óumflýjanlegar - ef
ekkert verður að gert. Þangað til er
ekki annað en að bíða.
bergljot@dv.is
soLon r“it_s
Y R J I 8 T O F A
Vertu glæsileg yfir páskana
20% afsláttur til 23. mars
Fake Bake airbmsh brOnkumeðferöir. Fallegri, dýpri, dekkri og
endingabetri litur.Uturinn sem Madonna, Britney Spears og FLo nota.
sciLon rit_æ laugavegi es 15522460
■pake B<4
Korthafar VISA athugið!
Þið eigið kost á bílaleigubíl
frá AVIS á frábæru verði!
fejfc-
Það borgar sig að panta bilinn
áður en iagt er af stað!
Sérkjör á dag erlendis* Elglr þú von á vlnum eða öðrum gestum að utan,
skaltu benda þeim á að hafa samband vlð Avls
Bretiand 2.700 Kr..m.v. B tiokk á (slandl og kynna sér þau tilboð sem í boði eru
Danmörk 3.100 kr.a«m> á bdalelgubflum. AVlS-speclal eða AVlS-sérverð
er allt sem nefna þarf við sölumann okkar og þú
Florida 2.300 kr. m.v.xtiokk eða gestir þínlr fálð okkar hagstæðustu kjör.
Frakkland 2.500 kr. mv.Afiokk fsland kr. 3.500,' m.v.Aflokk,lágm.7dagaleiga.
ftalfa 2.300 kr.mv.Bflokk Hlmabll: 1/03-14/06 & 26/08 - 31/12.2005)
Kanarý 1.800 kr. m.v.ABokk S?ÍSte'vA“'tósm7da9a^
Spánn 2.100 kr. m.v.Atiokk Elnnig tllboð ástærrl bílum.
Innifalið í verði erlendis:
Ótakmarkaður akstur, skattur, kaskótrygging, þjófatrygging og
afgreiðslugjald á flugvelli. Ekkert bókunargjald.
7% afsláttur veittur af öðrum flokkum I öllum löndum.
*M.v. 7 daga lágmarksleigu. Verð háð breytlngum á gengi. Glldir til 31/03 2006.
www.avls.ls
V/SA
AVIS
Við gerum betur
AVIS Knarrarvogi 2 • 104 Reykjavík • Sími: 591 4000
Fax: 591 4040 • Netfang: avis@avis.is
m
Express þýskunámskeið
»Ja, lch komme!
komme schnell
Já ég kem! Ég kem í snarhasti!!!