Dagblaðið Vísir - DV - 19.03.2005, Blaðsíða 31
DV Helgarblað
LAUGARDAGUR 19. MARS 2005 31
þaggaðun niður
„Ég skildi aldrei hvers vegna svona h'tið var fjallað um þetta
alvarlega mál,“ segir Bjarnheiður Ragnarsddttir, sem nú er
öryrki. Bjarmar Smári Elíasson, sonur hennar, var sjö ára þeg-
ar hann drukknaði í Glerá. Fjórum árum áður hafði faðir hans
látist úr krabbameini. Bjamheiður segir sorgina hafa bugað sig
og fjölskyldu sína. Eldri sonur hennar náði aldrei að fóta sig
eftir þennan atburð, hvarf í hyldýpi fíkniefna og hefur h'tið til
hans spurst síðan hann öuttist til Danmerkur fyrir nokkrum
árum. Hún er nú reiðubúin að ræða þennan sorglega atburð
sem hún segir hafa verið þaggaðan niður á sínum tíma.
,Ætli það hafi ekki aðallega
verið til þess að hlífa fjölskyldu
drengsins sem gerði þetta og for-
eldrum hans. Mér hefur fundist
það vera á þann veginn frekar en
hinn," segir Bjarnheiður, sem
aldrei hefur náð að losa sig við
reiðina í garð drengsins sem ber
ábyrgð á dauða sonar hans. Hún
minnist þess að hafa verið að
koma úr kvikmyndahúsi í apríl
árið 1990 þegar hún frétti að annar
strákur hefði fallið í Glerána og
drukknað, tæpu ári eftir að sonur
hennar drukknaði í ánni. Hún
segist fljótlega hafa áttað sig á því
að sonur hennar hefði verið myrt-
ur þegar hún heyrði fréttir af því að
seinni drengurinn hefði verið í fé-
lagsskap sama stráks og var með
Bjarmari að leik við Glerá sumarið
áður.
„Þegar ég heyrði af þessu
kastaði ég upp. Mér brá svo mikið
og áttaði mig strax á því að hann
Bjarmar hafði verið drepinn," segir
Bjarnheiður.
I Bræðurnir
| Eldri bróðir Bjarmars tók dauða
I hans nærri sér og hefur móðir hans
I enga hugmynd um hvar hann er
1 niðurkominn í dag.
Sparkaði drengnum niður
af röri
Hún segir að sá dagur hafi varla
liðið þar sem hún hafi ekki hugsað
til dagsins þegar Bjarmar kom inn
og bað um að fá að hjóla niður að
Glerá með eldri félögum sínum.
Bjarnheiður samþykkti það þar
sem hún hélt hann vera í góðum
félagsskap eldri drengja sem
myndu hafa auga með honum.
„Þeir voru þrír saman að hjóla.
Eftir því sem mér er sagt mun
hann hafa fengið Bjarmar til þess
að klifra upp á rör sem lá yfir ána
og svo sparkaði hann honum af
rörinu og út í ána. Bjarmar var
með lítið hjarta og einfaldlega of
huglaus til þess að þora að klifra á
svona stað. Manni fannst þetta allt
saman voðalega skrítið þegar þetta
gerðist. Þetta var svo ólíkt honum,
eins rólegur og hann var,“ segir
Bjarnheiður þegar hún hugsar til
baka.
Hún segir að sér hafi runnið
kalt vatn milli skinns og hörunds
þegar lögreglan bankaði upp á hjá
henni og tilkynnti að Bjarmar
hefði horfið í ána sem er talsvert
djúp á þessum stað. Þegar hann
fannst svo seinna um kvöldið kom
prestur á heimilið og tilkynnti
henni að drengurinn hefði fundist
látinn. Presturinn fór með hana í
líkhúsið á Akureyri þar sem hún
fékk að sjá litla son sinn.
Þetta fór mjög illa
með okkar iíf, það
breytti í rauninni öllu
fyrir mig og mína fjöl-
skyldu að upplifa
þennan hrikalega at-
burð. Ég gat ekki átt
fleiri börn eftir þetta.
Viðurkenndi að bera
ábyrgð á dauða drengjanna
Margt þótti undarlegt við
drukknun Bjarmars, ekki síst
hegðun eldri félaga hans sem þótti
strax einkennileg þó að engan hafi
grunað annað en að þetta hefði
verið hræðilegt slys. Tæpu ári eftir
að Bjarmar féll í ána drukknaði
annar sjö ára drengur á svipuðum
slóðum í Glerá. Engin vitni voru að
atburðinum en fljótlega spurðist
út að litli drengurinn hefði
skömmu áður sést með sama strák
og hafði verið með Bjarmari þegar
hann drukknaði sumarið áður.
Þetta þótti undarleg tilviljun og
var því drengurinn, sem var fjór-
um árum eldri en fórnarlömb
hans, kallaður til yfirheyrslu.
Tilhugsunin um að þessi 11 ára
drengur hefði orðið valdur að
dauða tveggja 7 ára drengja á inn-
an við einu ári var flestum sem að
málinu komu erfið. Þegar þessi
grunur spurðist út, rifjuðust upp
sögur um að drengurinn hefði
gortað af því að hafa hrint strák í
ána án þess að mikið mark hefði
verið tekið á því. Við yfirheyrslur
hjá Lögreglunni á Akureyri viður-
kenndi drengurinn að lokum að
hafa vísvitandi verið valdur að
dauða drengjanna.
Ég held að ég sé ekki
persónulega hrædd
við hann þó svo að ég
trui honum til alls. Ég
veit ekki hvað ég
myndigera efég
mætti honum.
Hörmulegt að missa barnið
sitt með þessum hætti
„Hann var nú eitthvað yfir-
heyrður þegar Bjarmar dó en
barnaverndarnefnd lét stöðva það
þar sem hann átti mjög erfitt, þessi
strákur. Þeir höfðu verið þrír, ann-
ar níu ára gutti með þeim, en hann
þorði ekki að segja neitt," segir
Bjarnheiður, sem er ósátt við
hvernig að málum var staðið á sín-
um tíma.
Fram undan voru myrkir tímar
hjá Bjarnheiði. Hún hafði fjórum
árum áður misst eiginmann sinn,
föður Bjarmars, úr krabbameini.
Bjarnheiður var nú ein eftir ásamt
eldri bróður Bjarmars, sem tók
dauða hans mjög nærri sér.
„Ætli það hafi ekki aðallega ver-
ið til þess að hlífa fjölskyldu
drengsins sem gerði þetta og for-
eldrum hans. Mér hefur fundist
það vera á þann veginn frekar en
hinn,“ segir Bjarnheiður sem
aldrei hefur náð að losa sig við
reiðina í garð drengsins sem ber
ábyrgð á dauða sonar hans. Hún
minnist þess að hafa verið að
koma úr kvikmyndahúsi í aprfl
árið 1990 þegar hún frétti að annar
strákur hefði fallið í Glerána og
drukknað, tæpu ári eftir að sonur
hennar drukknaði í ánni.
Bjarnheiður segist fljótlega hafa
áttað sig á því að sonur hennar
hefði verið myrtur þegar hún
heyrði fréttir af því að seinni
drengurinn hefði verið í félagsskap
sama stráks og var með Bjarmari
að leik við Glerá sumarið áður.
„Þegar ég heyrði af þessu
kastaði ég upp. Mér brá svo mikið
og áttaði mig strax á því að hann
Bjarmar hafði verið drepinn," segir
Bjarnheiður.
Hugsar daglega um drenginn sinn
[ Bjarmar hefði orðið 23 ára nú fmars.
Hefur náð andlegum bata
Strákurinn sem varð valdur að
drukknun drengjanna var aðeins
ellefu ára gamall þegar hann
framdi ódæðið. Hann átti erfiða og
rótlausa æsku þar sem hann ólst
upp hjá móður sinni og ömmu til
skiptis. Flest börn sem fremja
svona hræðilegán glæp eiga að
baki hræðilega fortíð. Ymist hafa
þau verið vanrækt, jafnvel verið
misþyrmt eða þau hafa verið
misnotuð.
-Drengurinn var allt of ungur til
þess að hljóta fangelsisrefsingu
fyrir glæp sinn. Málið fór aldrei
fýrir dóm heldur var það í höndum
heilbrigðis- og félagsmálayfirvalda
að finna úrlausnir á þessum ömur-
lega vanda.
Drengurinn dvaldi lengi á með-
ferðarheimili í nágrenni Húsavíkur
þar sem hann gekkst undir sál-
fræðimeðferð. Hann þótti ná góð-
um árangri þrátt fyrir að hafa
framið þetta voðaverk aðeins 11
ára gamall. Hann er nú 26 ára og
hefur ekki brotið af sér svo vitað sé
síðan hann hélt út í lífið að nýju.
Hótaði
honum
öllu illu
Bjarn-
heiður seg-
ist alltaf
óttast
manninn
og hafa
orðið mjög
reið þegar hún sá greinar
um sveitarstjórnarmál í Morgun-
blaðinu fyrir nokkrum árum síðan
sem hann hafði skrifað.
„Þetta voru erfiðir tímar hjá
mér og ég missti alveg stjórn á mér
þegar ég sá mynd af honum í blað-
inu.“
Bjarnheiður klippti myndina út
og geymir hana enn.
„Ég var að drekka og hafði sam-
band við hann og hótaði honum
öllu illu. Hann kærði mig í kjölfar-
ið til lögreglunnar. Svo bringdi
hann í mig viku seinna og öskraði
á mig í símann að ég skyldi láta
hann í friði. Ég held að ég sé ekki
persónulega hrædd við hann þó
svo að ég trúi honum til alls. Ég
veit ekki hvað ég myndi gera ef ég
mætti honum," segir Bjarnheiður,
sem óttast enn að hann eigi eftir
að gera eitthvað skelfilegt þrátt
fyrir að sálfræðingar hafi metið
það svo að hann hefði komist yfir
andlega erfiðleika æsku sinnar.
Drengurinn mætti í Djúpu
laugina
„Alltaf þegar eitthvað kemur
upp þar sem börn eiga í hlut hugsa
ég til hans. Þegar ég heyrði fréttir
af því að níu ára stelpa hefði verið
brottnumin í Kópavogi nú
skömmu fyrir jól, þá var ég alveg
viss um að það hefði verið hann,“
segir Bjarnheiður.
„Síðast þegar ég sá hann var ég
að horfa á Djúpu laugina á Skjá
einum. Hann var þar einn af
þáttakendum. Það fer alltaf hrylli-
lega fyrir brjóstið á mér þegar
hann birtist svona í fjölmiölum og
vekur upp reiði mína," segir hún
bitur.
Þó að Bjarnheiður hafi lítið orð-
ið vör við manninn síðustu ár er
hún enn á varðbergi enda hefur
hann komist í óþægilega nálægð
við eldri son hennar án þess að
þau væru meðvituð um það.
„Sonur
minn fór á námskeið í fallhlífar-
stökki hér á Akureyri fyrir
nokkrum árum. Við komumst svo
seinna að því að þessi maður væri
á kafi í þessu sporti og hefði unnið
á námskeiðinu við að undirbúa
fallhlífarnar fyrir þá sem voru á
námskeiðinu. Fyrir mér er þessi
drengur tímasprengja."
Ég var að drekka og
hafði samband við
hann og hótaði hon-
um ölluillu.
Fluttur til Flórída
Sólveig Bragadóttir, móðir hins
drengsins sem drukknaði, vildi lítið
tjá sig um þetta mál. Hún hefur
komist yfir reiði sína og gleðst yfir
því að drengurinn hafi náð andleg-
um bata. Hún þekkti mál hans vel
og sagði hann hafa búið við erfiðar
aðstæður sem hefðu valdið honum
andlegum erfiðleikum sem barn.
Sólveig segir það fyrir öllu að hann
hafi náð andlegum bata og náð að
fóta sig í lífuna að nýju eftir hræði-
lega æsku sína. Hún segir fleiri
dauðsföll í fjölskyldu hennar á
þessum tíma hafa meðal annars
orðið til þess að þau óskuðu eftir
því að máhð yrði ekki blásið upp í
fjölmiðlum. Ekki náðist í manninn
sem bar ábyrgð á dauða drengj-
anna tveggja fyrir 15 árum síðan.
Móður hans sem enn býráAkureyri
hefur ekkert heyrt í honum í lang-
ann tíma en hún segir hann hafa
flutt til Bandaríkjanna fyrir um
þremur árum síðan þar sem hún
heldur hann búa í Flórída. Hún
segist ekki hafa verið í neinu
sambandi við hann en hann er enn
með lögheimili á heimili hennar á
Akureyri.
freyr@dv.is
wsr*r
Vf '
tr
■ ■
Glerá
Bjarmar skreið útá rörið
þaðan sem honum var
sparkað út f ána, sem
getur verið djúp og
straumhörð á þessum
stað. Á rörinu eru nú
hindranir tilþess að
koma I veg fyrir að hægt
sé aðfarayfirþað.