Dagblaðið Vísir - DV - 19.03.2005, Page 32
32 LAUGARDAGUR 19. MARS 2005
Helgarblað DV
hátíð matar.
Páskahelgin veitir flestum
kærkomið frí í nokkra
daga. Mörgum veitir ekkert
af því að slaka á enda var
jólafríið alltof stutt. DV
heyrði í nokkrum þjóð-
þekktum einstaklingum og
forvitnaðist um hvernig
þeir ætluðu að eyða páska-
fríinu sínu. Margir ætla á
skíði, aðrir á hestbak en all-
ir ætla að borða góðan mat.
nsm
Sjaldan tínir blindur
maður blóm
„Ég ætía að eyða páskunum á skíðum í Aust-
urríki," segir Valdimar Örn Flygenring leikari.
„Við höfum ekki lagt í vana okkar að fara út um
páska en það er vonandi að þetta breytist í hefð
enda löngu tímabært þar sem við erum mikið
skíðafólk," segir Valdimar og bætir við að hann
sé afar spenntur. Valdimar segist ekki ætía að
taka með sér íslensk páskaegg enda sé nóg af góðu
súkkulaði í Austurríki. Hann ætíar hins vegar að
taka með sér nokkra góða málshætti eða jafnvel búa
til nokkra fyrir ferðina. „Ég hef verið að leika mér í
þessu og það getur vel verið að ég snúi mér að páska-
eggjaframleiðslu ef ég hætti í leiklistinni. Eggin munu
þá heita Fjöregg og þeim mun fylgja mikill vísdómur,
segir Valdimar og bætir við að hann sé algjör súkkulaðifík
ill. „Efnin í súkkulaðinu virka á heilann eins og maður sé ást-
fanginn og ég vona að ég verði afar ástfanginn um páskana."
Hér er smábrot af málsháttaframieiðslu Valdimars: „Oft er
blóm í blautri lautu“ - „Sjaldan tínir blindur maður blóm“.
Skilyrði að borða góðan mat
„Ég ætía að gera mér einhvern dagamun yfir páskana," segir Margrét Eir Hjart
ardóttir söngkona. Margrét mun þó ekki vera í fríi yfir alla páskana þar sem hún
verður að leika í tveimur síðustu sýningunum af Óliver. Hún ætlar þó að fara
suður á páskasunnudegi og eyða kvöldinu með fjölskyldunni. „Ég er búin að
ræða um matínn við mömmu. Hjá okkur eru engar hefðir varðandi mat á
svona hátíðum en það er skilyrði að hann sé góður og ég vona og trúi að það
verði lambalæri. Mér finnast hefðir góðar og heimilislegar en maður þarf líka
að geta breytt til," segir Margrét og bætir við að hún líti á pásk-
ana sem trúarlega hátíð þótt hún sé ekki dugleg að
mæta í messur yfir þetta tímabil. „Margir halda að
þetta sé einhvers konar skíðahátíð en það væri
náttúrulega ekki ffí nema þar sem þetta er
trúarleg hátíð. Ég held þó alltaf í eina hefð í
kringum páskana og það eru páskaeggin.
Ég kaupi mér yfirleitt alltaf sjálf páskaegg
og svo hefur mamma verið dugleg að
lauma að mér eggi.“ Margrét segist munu
klæða sig upp í tilefni dagsiiis þó að hún
gangi ekki svo langt að kaupa sér sér-
stök páskaföt. „Ætli ég fari ekki í fi'nu
peysuna. Ég held ekki jafh mikið upp
á þessa hátíð og jólin þó að þetta
snúist allt meira og minna um sama
mannmn.