Dagblaðið Vísir - DV - 19.03.2005, Síða 33
LAUGARDAGUR 19. MARS2005 33
Herdfs Egilsdóttir
Veröur ekki I gulum fötum á
páskunum.
DV Helgarblað
Páskar eru tími fyrir föndur
„Páskadeginum ætla ég að eyða með manninum mínum á Hótel
Örk,“ segir Herdís Egilsdóttir fyrrverandi kennari. Herdís fékk sólar-
hrings dekurpakka í sjötugsafmælisgjöf á síðasta ári frá nokkrum
systkinum mannsins hennar og hlakkar að sögn mikið til helgarinn-
ar. „Við ætlum áð fara á tónleika í kirkjunni í Hveragerði og svo
munum við hafa það notalegt fram eftir kvöldi," segir Herdís og
bætir við að páskunum hafi yfirleitt fylgt heilmiklar heimatilbúnar
hefðir á heimili hennar. „Hefðirnar hafa minnkað með árunum en
ég hef alltaf föndrað mikið um páskana og þá sérstaklega þegar ég
var kennari. Þá voru páskarnir önnur föndurbylgjan, fyrst voru jól-
in og svo páskarnir og þá var föndrað villt og galið svo húsið varð
gult.“ Herdís segist nota hvert tækifæri til að lífga upp á hversdags-
leikann sem sé þó skemmtilegur og lifandi.1' Hún segist þó aldrei
hafa gengið svo langt að klæðast sjálf gulum fötum á páskum. „Ég
hef látið nægja að búa til unga með börnunum, barnabörnunum
og nemendum mínum en hef látið vera að breyta sjálffi mér í •
fiðurfé."
Alltaf lambá páskum
„Ég hugsa að ég eyði páskunum í að ríða út ef
veðrið verður hagstætt," segir Flosi Ólafsson leikari
og rithöfundur. Flosi segist ekki hafa haft hestana
inni í vetur en nú verði þeir fjótlega settir inn og
gerðir klárir fyrir alvöru reið. „Ég vona að hún Lilja
mín gefi mér svo almennilega að éta yfir þessa
heilögu hátíð. Hún er hneigð að grasi og káli sem
fellur í grýttan jarðveg hjá mér enda þykir mér
þetta skepnufóður. Eg held samt að henni þyki
það vænt um mig að hún passi upp á að ég fái
eitthvað almennilegt og pakki niður ein-
hverju góðu í hnakktöskuna. Við höfum
alltaf lambakjöt á páskadag og ég
vona að það verði hryggur. Ég sé að
Lilja brosir núna út að eyrum svo
ég hef trú á að af því geti orðið,"
segir Flosi að lokum.
Fæ páskaegg frá mömmu
og pabba
„Ég ætla að eyða páskunum á ísafirði með vinum
mínum," segir Lára Rúnarsdóttir tónlistarmaður. Lára
ætlar bæði að skella sér á skíði og vera viðstödd tónlist-
arhátíðina Aldrei fór ég suður. „Ég var að spila á þessari
hátíð í fyrra og það var alveg geggjað. Nú ætla ég ekkert
að spila heldur bara skemmta mér með vinum
mínum. Ég get ekki sagt að ég sé mikil skíða-
manneskja en ég fór samt alltaf reglulega
þegar ég var yngri. Ef snjór leyfir þá eru
páskarnir samt góður tími til að fara á
skíði, svona þegar maður hefur tíma
vegna lærdóms," segir Lára, sem er á .
fyrsta ári í Kennaraháskóla íslands. ,
Hún segist hafa nóg að læra í þessu
páskafríi en ætlar að gefa sér tíma
til að kíkja vestur. „Það er nauð-
synlegt að taka sér frí frá lær-
dómnum. Ég hefði alveg viljað
hafa fjölskylduna mína með en
ætla að vera með vinunum
þessa fjóra daga," segir Lára
og viðurkennir að hún fá
páskaegg á hverju ári.
„Mamma og pabbi gefa
mér alltaf páskaegg. Ég
ætla að biðja þau um
lítið í ár, bara svona
til að fá að
smakka."
largrét Eir
~er páskaegg frá mömmu sinni og
rupirsér llka eitt sjálf.
Lára Rúnarsdóttír
^rffrtfráixráómnum
°g skelhr sér á skíði
Alvöru steikur og
mörg páskaegg
„Páskarnir munu snúast alfarið um
hesta eins og allir aðrir dagar," segir Fjöln-
ir Þorgeirsson hestamaður. Fjölnir ætíar
að skella sér á hlýðninámskeið þar sem
heimsmeistarinn í hlýðni hesta er staddur
hér á larídi auk þess sem hann ætíar að
mæta á hestasýningar og vinna eitthvað.
„Ég held að það verði eitthvað lítíð annað
sem ég geri. Nema náttúrulega að borða
einhvem góðan mat. Ef veðrið verður gott
þá grillar maður. Mig langar mest í ein-
hverja rosalega góða alvöru steik eins og til
dæmis lambakjöt í bernaise með einhverju
geggjuðu hráeftii. Allavega ekki eitthvað 10
-II kjöt. Auk þess ætía ég að borða páska-
egg og þá helst eins mörg og ég get,“ segir
Fjölnir að lokum og bætir við að hann sé
hættur að nota páskaveðrið til skíðaiðkun-
ar, nú eigi hestarnir allan hans hug.
Páskamessa og matar-
veislur
„Það er nóg að gera hjá mér um páskana enda fer ég
í þrjár fermingar og eins árs afmæli," segir Kristín Rós Há-
konardóttir sunddrottning. Kristín æltar að eyða páskun-
um með fjölskyldu sinni. Dagskráin byrjar á sunnudags-
morgun klukkan átta þegar þau mæta öll saman í
kirkju. „Við höfum farið í þessa morgunmessu síð-
an ég man eftir mér og ég gæti ekki hugsað
mér að sleppa henni. Þegar messan er
búin fáum við okkur kakó og einhvern
góðan morgunmat," segir Kristín Rós
og bætir við að hún líti á páskana sem
trúarlega hátíð. „Ég er trúuð og mæti
því í kirkju. Ég stend ekki í að mála
egg og skreyta heimilið með þeim
en set upp eitthvað lítið af skrautí
og klæði mig upp á í tilefrii dagsins.
Allavega geng ég ekki í íþróttaföt-
um þennan daginn." Hún segist
ætía að láta páskaeggið sitt nægja
sér út vikuna enda verður hún að
halda sér í góðu formi. „Ég kaupi
mér alltaf eitt páskaegg og það
verður að vera frá Nóa Sfríusi,
það má alls ekki klikka."
Fjölnir Þorgeirsson
Á leiðinni á hlýðninámskeið.