Dagblaðið Vísir - DV - 29.03.2005, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 29.03.2005, Blaðsíða 8
8 ÞRIÐJUDAGUR 29. MARS 2005 Fréttir ÐV Reykingabörn heimsk Ný dönsk rannsókn þykir sanna það sem kon- ur sem reykja hafa alla tíð óttast. Reykingar á með- göngu draga úr greind barna þegar þau komast á fullorðinsár. Talið er að efni úr tóbaki I sem ber- ast til barna í móð- urkviði hafi þau áhrif á miðtaugakerfið að greind- in þróast síður. Áður hefur komið fram að börn reyk- ingakvenna eru minni en önnur en þessar niður- stöður gefa reykingaand- stæðingum, sem fer sífellt fjölgandi, byr undir báða vængi í baráttunni. Góðar fréttir fyrir krabba- meinssjúka Nú geta krabbameins- sjúklingar andað léttar því fundin hefur verið tenging milli kólesteróls í blóði og og krabba- meinsæxla í blöðruháls- kirtli. Vísindamenn við Barnaspítalann f Boston komust að þessu við rannsóknir sínar. Þeir komust einnig að því að lyf sem draga úr blóðfitu geta heft vöxt krabba- meins í blöðruhálskirtli. Tíðni blöðruhálskrabba er allt að 90% iægri í Kfna og Japan til að mynda en í vestrænum iöndum þar sem mun fitumeiri fæðu er neytt. Löggan löt um páska Maður sem brotist var inn hjá fyrir helgi, Björn Gudtafsholl, segir að lög- reglan neiti að upplýsa glæpinn. Björn segist vita hverjir hafi staðið að verki og hann hafi látið lögregl- unni í té allar upplýsingar en þeir hafi samt ekkert gert vegna páska. Árni Þór Sigmundsson, aðalvarð- stjóri hjá Lögreglunni í Reykjavík segir að það sé ekkert til sem heitir jól eða páskar hjá lögregl- unni. Allar vísbendingar sem berast séu ransakað- ar um leið og hægt sé. Héraðsdómur Reykjavíkur sýknaði fyrir helgi Guðjón Arnar Gestsson sem var ákærður fyrir að kynferðislega misnota stúlku undir lögaldri í bíl sínum á bifreiðastæði við Perluna. Við yfirheyrslur játaði maðurinn, sem er á fimmtugs- aldri, að þetta hefði gerst þegar stúlkan var þrettán ára gömul. Sýknaöur þrátt lyrir að játa misnotkun á 14 ara stúlkn „Hvað máli skipta nokkrar vikur til eða frá. Dóttir mín var bara barn,“ segir Berglind Þorvaldsdóttir, móður stúlkunnar sem er sextán ára í dag. Hún segir eitthvað vera að lagabókstafnum ef 45 ára gamall maður getur farið með ólögráða stúlku upp í Öskjuhlíð og misnotað í skjóli laganna. Guðjón Arnar játaði upphaflega fyrir lögreglu að hafa misnotað stúlkuna í öskjuhlíðinni í septem- ber eða október árið 2002 þegar stúlkan var aðeins þrettán ára göm- ul. í annarri lögregluskýrslu sagði Guðjón atburðinn hafa gerst um það bil hálfum mánuði síðar. En að síðustu breytti hann þó aftur fram- burði sínum og sagði lögreglu þetta hafa gerst í byrjun desember 2003. Þá var stúlkan orðin fjórtán ára gömul og þar af leiðandi kominn grundvöllur fyrir því að sýkna Guðjón. Misnotkun í Öskjuhlíð Guðjón bar því við að hann hafi ekki verið í góðu jafnvægi þegar hann gaf fýrstu skýrsluna. Fyrir dómnum sagðist hann átta sig á að hún hefði verið fjórtán ára því hún hefði átt afmæli stuttu áður „Þetta var bara indæll maður sem ég treysti." hann hefði gefið henni farsíma. Varðandi atburðinn í öskjuhlíðinni sagðist hann hafa ædað að skutía stúlkunni til vinkonu sinnar en komið við hjá Perlunni. Hann sagði stiílkuna hafa beðið hann um að nudda sig og síðan hafi „eitt leitt af öðru," eins og hann orðaði það. Ör á sálinni Berglind, móðir stúlkunnar, seg- ir atburðinn hafa skaðað dóttur sína heilmikið. „Eftir að þetta gerð- ist hefur hún farið í hverja meðferðina á fætur annarri. Hún hefur reynt að fyrirfara sér og er í dag í mikillri neyslu," segir Berglind sem heyrði af misnotkuninni í gegnum vinkonu dóttur sinnar og lagði sjálf fram kæru. „Vinkonur hennar sögðu mér að Guðjón hefði farið með hana í Öskjuhltðini og gefið henni að drekka og reykja. Hann hafi síðan haft mök við hana í bflnum," segir Berglind. Erfitt dómsmál Dóttir Berghndar bar ekki vitni í réttarhöldunum en gaf skýrslu fýrir dómi þann 14 september 2004. Hún sagðist hafa drukkið bjór og reykt hass sem Guðjón hafi gefið Ihenni og verið undir miklum iáhrifum þegar hann byrjaði að „strjúka" henni. Hún sagðist Ihafa frosið og orðið hrædd en lekkert getað gert. ft Dóttirin gat reyndar ekki ■ gefið upp nákvæma tíma- ■ setningu á atburðinum. BBerglind segir slæmu and- ■ legu ástandi hennar um að Hkenna. Guðjón Arnar Gestsson Játaöi aö hafa átt viö stúlkuna í Öskjuhlíö en sleppur. Sýknaður Guðjón Arnar, sem héraðsdóm- ur sýknaði, var fjölskylduvinur stúlkunnar sem hann var ákærður fyrir að misnota. Samkvæmt Berg- lindi hafði hann margsinnis gist á heimiiinu og hjálpað til við uppeldi dóttur hennar. „Þetta var bara in- dæll maður sem ég treysti," segir Berglind. í niðurstöðu dómsins segir að Guðjón hafi játað það sem hann var ákærður fyrir en þar sem dóttir Berglindar „var orðin fjórtán ára er þetta gerðist ber að sýkna ákærða". simon@dv.is Hagfræðingur hjá Baugi Group og milljarðamæringssonur réðst á tónleikagest Hagfræðingur trylltist á Stuðmannatónleikum Starfsmaður Baugs Group, Ólafur BjarkiÁgústs- son, veittist að tónleikagesti fýrir utan Royai Albert Hall eftir tónleika Stuðmanna síðastliðið fimmtudags- kvöld. Átökin enduðu með því að tónleikagesturinn féll í götuna og linnti Ólafur Bjarki Ágústsson - að sögn vitna - ekki látum fýrr en hann hafði skemmt myndavél sem gestur- inn hélt á. Að sögn tónleika- Ólafur Bjarki Réðstáog sló margsinnis til tónleikagests áöur en hann náði taki á myndavél hans og skemmdi hana. Hvað liggur á? gestsins hafði hann notið þess að hlusta á Stuðmenn og var að taka myndir fýrir utan Royal Álbert Hall þegar einn gestanna, Amar Hrafh Jóhannsson, son- ur Jóhanns Óla Guð- mundssonar fyrr- verandi eiganda Secur- itas, byrjaði að hafa í hótunum við hann. Gesturinn segir Amar meðal annars hafa hótað því að hópur manna myndi iemja hann ef hann léti ekki vélina af hendi. Því næst hafi Ólafur Bjarki ráðist á hann, hent honum í götuna og slegið ítrekað í öxlina áður en honum tókst að ná taki á myndavélinni og skemma hana. Vitni vom að árásinni og sagði eitt þeirra í samtali við DV að Ólafur Bjarki, sem er hagfræðingur að mennt og hefur starfað bæði hjá fjármála- ráðuneytinu og Kaupás auk Baugs, hafi verið mjög æstur, hann hafi hreinlega gengið berserksgang. Hvorki náðist í Amar Hrafri né Ólaf Bjarka í gær, þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. helgi@dv.is „Það liggur á að jafna sig á eftir þessi rosalegheit á Isafirði, Aldrei fór ég suður-dagskrána, sem tókst algerlega frábærlega, “ segir Ragnar Kjartansson fjöllistamaður.„Svo liggur á að taka Trabant-plötuna upp úr kössunum. Og verkið mitt undir Eyjafjöllum, þar þarfað styrkja svið samkomuhússins Dagsbrúnar þar sem ég verð með verk yfirstandi i mánuð i maí. Svo er ég að undirbúa Leikhús listamanna sem verður í Kling og Bank 8. apríl. Þetta er geðveiki." Upphaf árásarinnar Þessi Ijósmynd varö tilefni þess að tónleikagesti var hótað og á hann ráðist fyrir utan viö Royal Albert Hall. Ólafur Bjarki er lengst til hægri á myndinni, sá meö gleraugun. Arnar Hrafn Jóhannsson er til vinstri á myndinni i brúnum jakka.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.