Dagblaðið Vísir - DV - 29.03.2005, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 29.03.2005, Blaðsíða 22
22 ÞRIÐJUDAGUR 29. MARS 2005 Sport DV Stemningsfögn Strákarnirí 1984-liöinu hafa lagtþaö I vana sinn aö fagna sigrinum á skemmtilegan hátt. Það hafa örugglega fáir gleymt dönsum þeirra eftir aö Evrópumeistaratitilinn var l höfn haustiö 2003. Hér á myndinni aö ofan fagna strák- arnir á sérstakan hátt I Laugardalshöllinni um helgina þegarsætiö á HMI Ungverja- landi I sumar var tryggt. DV-mynd Pjetur Þakkarvörn- inni fyrir „Þetta var fínt í dag og ég á þetta mest að þakka vamarleikn- um sem var hrikalega góður og við gerðmn eiginlega út um leik- inn með þessari vöm á fyrstu 20 mínútum leiksins," sagði Björgvin Páll Gústavsson besti maður íslenska unglingalands- liðsins í undanriðlinum sem fór fram í Laugardaishöll um páskana. „Þeir spUuðu mjög hægt, sem var þægUegt fyrir okkur. Það vom að koma 10 mínútna kallar í öU- unt leikjunum þar sem við vorum ekki að leika mjög vel, en við vor- um vaxandi og shpuðumst betur saman þegar leið á mótið. Leik- mennimir í liðinu fagna þeirri pressu sem verður á Iiðinu á HM í ágúst og við hlökkum úl að takast á við það. Það em frábærir ein- staklingar í þessu liöi og ég held að það geti gert góða hluti í fram- tíðinni," sagði Björgvin PáU Gústavsson, markvörður íslenska 21 árs liðsins og besti leikmaður undanriðUsins sem fram fór í Laugardals- höUinni um 4P páskana. j Björgvin PáU i spUar fimm af sex ? hálfleikjum íslenska liðsins og varði í þeirn 61 skot eða 20,3 skot að meðaltali og 49% w þeirra skota sem á hann komu. Björgvin PáU varði þar af 36 skot í sfðasta leiknum gegn Austurríki þar af / komu 22 þeirra í seinni hálfleik- * - — .evmoK'K num. U-21 árs landslið íslands í handbolta sigraði með yfirburðum í riðli sínum í forkeppni HM um helgina og kláraði verkefni sitt með sóma. Fyrir leiki helgarinnar þótti víst að íslendingar mættu til leiks með sterkasta liðið í riðlinum og þeir stóðu svo sannarlega und- ir væntingum þegar þeir kláruðu alla andstæðinga með glæsi- brag. Liðið vann alla þrjá leiki sína og er því á leið á HM í Ung- verjalandi í sumar. Eftir að hafa verið ryðgaðir í fyrsta leik mótsins gegn slökum Hol- lendingum, hrukku íslensku strák- amir í gang og eftir það var aldrei spurning hvort þeir næðu að tryggja sér farseðilinn til Ungverjalands. Þeir unnu öruggan sigur á liði Úkra- ínu í öðrum leiknum, en úkraínska liðið er nokkuð sterkt og hafnaði í öðru sæti riðilsins. Á páskadag gersigraði íslenska liðið svo Austurríkismenn með 12 marka mun og er til alls líklegt á HM í sumar, enda með valinn mann í hverju rúmi og það er ljóst að strákarnir ná vel saman og vinna sem vel slípuð vél. Markvarslan góð Viggó Sigurðsson kveðst ánægð- ur með útkomuna hjá liðinu um helgina. „Það var vitað fyrir mótið að við værum með sterkasta liðið í riðlin- um, en það verður auðvitað að klára þessa leiki og það heppnaðist alveg prýðilega og ég hlakka mikið til að fara með þá á HM í Ungverjalandi í ágúst, það verður mjög spennandi verkefni. Ég vissi ekki mikið um mótheija okkar, en var hræddastur við Úkraínumenn út af hefðinni og það kom á daginn að þeir voru með sterkasta hópinn af þessum liðum sem komu hérna. Hollendingarnir voru betri en ég átti von á og Austur- ríkismenn líka. Það er mikið lagt upp úr æfingum þar og þessir strákar hittast og æfa í viku í hverjum mán- uði til að reyna að vinna upp hand- boltann, þetta voru líka ágætlega þjálfuð lið sem komu og klárlega með flinka stráka. Hjá okkur er ég sérstaklega ánægður með mark- vörsluna, Björgvin var í miklu stuði og Bergsveinn Bergsveinsson er bú- inn að vinna frábært starf með þessa stráka hjá okkur. Eins var mikill stíg- andi í vörninni og því er ég mjög sáttur við útkomuna hjá okkur," sagði Viggó Góðir möguleikar á HM Amór Atlason, sem valinn var í úrvalslið mótsins um helgina, var afar sáttur við sigurinn í riðlinum og vill meina að liðið eigi ágæta mögu- leika á að ná langt. „Við ætluðum okkur að klára þetta dæmi og það tókst. Sigurinn gegn Austurríkismönnum var kannski auðveldari en við héldum, því þetta lið varð í sjöunda sæti á EM í sumar á meðan við lentum í þrett- ánda. Við vorum búnir undir hörku- leik, en þetta var allt auðveldara en við héldum. Við stefnum hátt og ef við verðum allir heilir og æfum vel í sumar eigum við að geta gert fína hluti með þetta lið. Menn þekkjast vel og hópurinn er orðinn þéttur svo ég held að við eigum fína möguleika. Vörnin hjá okkur var ágæt í þessum leikjum núna, markvarslan frábær og liði var mjög sannfærandi. Við náðum fljótlega góðu forskoti í öll- um leikjunum og náðum að byggja á því og klára þetta með stæl" sagði Arnór. Björgvin bestur ísland átti fjóra af sjö leikmönn- um í úrvalsliði mótsins, en þeir Arn- ór Atlason, Kári Kristjánsson, Ámi Bjöm Þórarinsson og Björgvin Gúst- avsson vom allir valdir í liðið, auk þess sem Björgvin var valinn maður mótsins. Björgvin fór hreinlega hamförum í sigrinum á Austurríki í síðasta leik mótsins og varði þar 31 skot. Markahæsti leikmaður móts- ins var hornamaðurinn Robert Weber í Austurríska liðinu með 28 mörk í leikjunum þremur. baldur@dv.is „Ég er sérstaklega ánægður með mark- vörsluna, Björgvin var í miklu stuði og Berg- sveinn Bergsveinsson er búinn að vinna frá- bært starfmeð þessa stráka hjá okkur" Unglingaflokkur kvenna hjá Haukum í 2. sæti á Scania Cup um páskahelgina Helena fyrsta íslenska Scania-drottningin Helena Sverrisdóttir, 17 ára körfuknattsleikskona úr Haukum, varð um páskana fyrst íslenskra körfuknatdeikskvenna til að vera valin Scania-drottning, það er besti leikmaður síns árgangs í óopinberu Norðurlandamóti félagsliða, Scania Cup. Það dugði þó ekki Haukum sem töpuðu úrslitaleiknum fyrir heima- mönnum í SBBK, 55-62, en árangur liðsins markar einnig U'mamót enda eru Haukastelpurnar fyrstar ís- lenskra kvennaiiða sem komast i undanúrslitin á þessu sterka mófi. Mikill heiður Þetta er mikiU heiður fyrir Hel- enu sem hefur einnig átt frábært tímabil með bikarmeisturum Hauka sem eru reyndar dottnar út úr úrslitakeppninni um fslandsmeist- aratitilinn. Haukakonur náðu bestum árangri íslenskra liða á mótinu þeg- ar þær komust í úrslitaleikinn í ung- lingaflokki kvenna en 9. flokkur KR komst einnig í undanúrslitin í sínum flokki og endaði að lokum í 3.sæti. 8. flokkur Fjölnis var einnig á meðal sex efstu en liðið endaði í fimmta sæti annað árið í röð. íslensku liðin standa sig vel íslensku liðin hafa verið að standa sig mjög vel á þessu móti en 10. flokkur Njarðvíkur sem hefur unnið Norðurlandameistaratitilinn tvö síðustu árin fór ekki til Svíþjóðar að þessu sinni. Helena er 13. íslendingurinn sem hlýtur þessa viðurkenningu en fyrstu tólf bestu leikmenn Scania Cup voru allt sttákar þar af hafa þeir Herbert Arnarson, Jón Arnar Ingvarsson og Jón Arnór Stefánsson allir verið valdir tvisvar. Herbert var sá fyrsti til að hljóta þessa viðurkenningu en ísland hefur nú átt Scania-kóng eða Scania-drottningu þrjú mót í röð. ooj@dv.is Hróður Helenu berst víða Helena Sverris- dóttir, 17árakörfu- knattleikskona úr Haukum þótti standa sig best allra íslnum aldursflokki á Scania Cup um páskana. DV-mynd Vilhelm

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.