Dagblaðið Vísir - DV - 29.03.2005, Blaðsíða 37
Lífsnauðsvn fvrir aðdáendur
Útgáfa: B-Sides & Rarities
Hvað er í pakkanum: Þrír CD-diskar
sem innihalda 56 lög frá ferli Nicks
Cave með hljómsveitinni The Bad
Seeds. Þetta eru b-hliðalög af smá-
skífum, lög af safnplötum og kvik-
myndaplötum, lög sem ekki náðu
inn á plötumar og ýmsar fágætar
upptökur. The Bad Seeds eru með
Cave í öllum lögunum nema einu,
Time Jesum Transeuntum et Non
Riverentum, en í því nýtur Cave
aðstoðar hljómsveitarinnar The
Dirty Three sem spilaði með
honum á Broadway.
Nokkrir hápunktar: Rye Whiskey.
Lag sem fylgdi með tímaritinu
Reflex árið 1989
Running Scared/Black Betty. Frá-
bærar útgáfur af þessum lögum sem
allir þekkja. Vom á b-hliðinni á The
Singer-smáskífúnni árið 1986.
Deanna/The Mercy Seat/City Of
Refuge (órafmagnaðar útgáfur).
Mjög flottar útgáfur sem vom á
plöm sem fylgdi með fyrstu eintök-
unum af The Good Son árið 1990.
What A Wonderful World/Rainy
Night In Soho/Lucy. Af smáskífu
sem Nick Cave gerði með Shane
McGowan söngvara The Pogues
árið 1992. Tveir meistarar leiða
saman hesta sína.
O’Malley’s Bar (Parts 1,2,3 &
Reprise). 17 mínútna upptaka úr
þætti Marks Radcliffe á BBCl frá
árinu 1996.
Where The Wild Roses Grow.
Prufupptakan af laginu, en hér syng-
ur Blixa Bargeld hlutverkið sem Kylie
Minogue söng á plötunni.
Littíe Empty Boat/Right Now
I’m A-Roaming. Lög sem vom á b-
hlið Into My Arms-smáskífunnar
sem kom út 1997. Enn ein sönnun-
in á því að b-hliðar Nicks Cave em
betri en a-hliðarnar hjá flestum
öðrum.
Heildarpakkinn: Nick Cave hefur
ákveðna gæðaviðmiðun sem hann
fer næstum því aldrei niður fyrir.
Þessi 56 lög sanna það. Þetta em b-
hliðar og aukalög, en samt er varla
vont lag að finna hér. Lífsnauðsyn
fyrir Nick Cave aðdáendur.
r»v ufið
ÞRIÐJUDAGUR 29. MARS 2005 37
Nick Cave B-Sides & Rarities næryfir allan
feril Nick Cave & The Bad Seeds. Elsta lagid
er tekid upp 1984 og það nýjasta i fyrra.
Langþráður kassi með b-hliðum og fágætum upptökum frá ferli Nicks Cave með The
Bad Seeds er loksins kominn í verslanir. Trausti Júlíusson skoðaði þessa merku útgáfu.
B-hDðar Nteks Cave eni betri
eo A-hlibar flestra annarra
Nick Cave stofnaði The Bad Seeds
árið 1983 eftir að hljómsveitin The
Birthday Party lagði upp laupana
eftir mikið sukk og mikla keyrslu.
Hann fékk m.a. til liðs við sig Mick
Harvey sem hafði verið í Birthday
Party, Barry Adamson fýrrverandi
bassaleikara Manchester-sveitarinn-
ar Magazine og þýska gítarleikarann
Blixa Bargeld sem var leiðtogi
hávaða- og tilraunasveitarinnar
Einsturzende Neubauten.
Nýjar hæðir með fimmtu plötu
Fyrsta Bad Seeds-platan, From Her
To Etemity, kom út árið 1984 og vakti
nokkra athygli m.a. fyrir útgáfu sína á
Elvis Presley-laginu In The Ghetto.
Næsm plötur, The Firstbom Is Dead
(1985), Kicking Against The Pricks,
sem innihélt -eingöngu tökulög og.
Your Funeral My Trial (báðar 1986)
féllu í kramið hjá hörðum kjama Nick
Cave-aðdáenda sem höfðu fylgt
honum frá Birthday Party-árunum.
Þær vom frekar þungar og drungaleg-
ar. Það var helst að það rofaði til á
Kicking Against The Pricks. Þegar
Tender Prey kom út árið 1988 náði
tónlist Nicks Cave hins vegar nýjum
hæðum og hlustendunum fjölgaði.
Eftirminnilegur dúett með Kylie
Tender Prey þótti mikið meistara-
verk og hafiiaði efst á listum margra
tónlistargagnrýnenda það árið. Á
henni vom m.a. lögin Mercy Seat og
Deanna sem náðu töluverðum vin-
sældum. Þegar The Good Son kom út
árið 1990 var ljóst að Nick Cave átti til
rólega og næstum því ljúfa hlið, ekki
bara hina dökku og æstu hlið sem
hafði einkennt tónlist hans fram að
þessu.
The Good Son var tekin upp í Bras-
ilíu þar sem hann bjó með þarlendri
eiginkonu sinni. Vinsældir Nicks Cave
jukust enn meira með plötunni
Murder Ballads sem kom út árið 1996.
Á henni var m.a. lagið Where The Wild
Roses Grow sem hann söng með
fyrrverandi Granna-leikkonunni og
poppverksmiðjustjömunni Kylie
Minogue. Þar rættist gamall draumur
hjá Nick Cave og Kylie hækkaði um
nokkur þrep í virðingarstiganum hjá
poppáhugamönnum.
Alltaf að þróa tónlistina
Síðan Murder Ballads kom út
hefur Nick Cave sent frá sér fjórar
plötur. Tónlistin hefur haldið áfram
að þróast frá æsingnum sem ein-
kenndi fyrstu plötumar og yfir í þetta
Ferill NicksCave
22. september 1957 Nicholas Edward
Cave fæðist í Warracknabeal í
Ástralíu.
Maí 1977 Stofnar hljómsveitina Boys
Next Door með skólafélögum í
listnámi í Caulfield-skólanum.
1978 Fyrsta smáskífa Boys Next
Door, útgáfa af Nancy Sinatra-lag-
inu Ihese Boots Are Made For
Walking kemur út.
1980 Boys Next Door breytist í
Birthday Party. Sveitin flytur til
London.
1981 Platan Prayers On Fire meö
Birthday Party kemur út.
1982 Junkyard með Birthday Party
kemur út.
1983 Birthday Party hættir.
21. maf 198« Nick Cave & The Bad
Seeds halda sína fyrstu tónleika í
Berlrn þar sem Nick býr.
1994 From Her To Etemity kemur út.
1985 Byijar að skrifa sína fyrstu
skáldsögu, And The Ass Saw The
Angel. Ihe Firstbom Is Dead kemur
út.
1986 Tökulagaplatan Kicking Against
The Pricks kemur út. Nick Cave &
The Bad Seeds halda tónleika í
Reykjavík. Your FtmeraI...My Trial
kemur út.
1988 Tender Pray og smáskífan The
MercySeatkomaút.
1989 Bad Seeds koma fram í Wim
Wenders-myndinni Wings Of Des-
ire. Nick flytur til Brasilíu til Viviane
Cameiro sem hann liitti þegar Bad
Seeds spiluðu þar.
1990 The Good Son sem var tekin
upp í Brasilíu kemur út.
1992 Henry’s Dream kemur út.
1995 Dúettinn með Kylie Minogue,
Where The Wild Roses Grow kemur
út.
1996 Murder Ballads kemur út og
nær mikluin vinsældum.
1997 The Boatman’s Call kemur út
1999 Byrjar að koma fram með The
Dirty Tliree.
2000 Johnny Cash gerir sína útgáfu af
The Mercy Seat.
2001 No More Shall We Part kemur
út.
Desember 2002 Nick Cave spilar í
Reykjavík.
2003 Nocturama kemur út. Biixa
Bargeld hættir í Bad Seeds.
20. september 2004 Abbatoir Blu-
es/The Lyre Of Orpheus kemur út.
28. mars 2005 B-Sides & Rarities kem-
urút.
melódíska og rólega píanópopp sem
hann er þekktur fyrir í dag. Platan
Nocturama sem kom út árið 2003 var
að vísu afturhvarf til hrárra og æstra
hluta. Síðasta Nick Cave-platan, hin
tvöfalda Abbatoir Blues/The Lyre Of
Orpheus kom út síðasta haust. Hún
er að margra matí ein af hans bestu
plötum og sýnir að þrátt fyrir margar
frábærar plömr þá er karlinn lang frá
því að vera búinn að klára kvótann.
NICK CAVE
(fc TME BAD SEEDS
B-SIDES &
RARITIES