Dagblaðið Vísir - DV - 29.03.2005, Blaðsíða 38

Dagblaðið Vísir - DV - 29.03.2005, Blaðsíða 38
38 ÞRIÐJUDAGUR 29. MARS 2005 Síðast en ekki síst DV Rétta myndin „Mérfannst Heiða nú betri en Hildur Vala f Idolinu..." Talstöðin sakar Ævar Örn um afdrifarík mistök Talstöðvarmenn eru gramir út í Ævar Örn Jósepsson, spyril og dóm- ara í Spurningakeppni fjölmiðlanna sem Rás 2 gengst fyrir árlega um páska. Þeir vilja meina að stórkost- leg mistök Ævars hafi orðið til þess að þeir Illugi Jökulsson og Oddur Ástráðsson töpuðu fyrir Fréttastofu Sjónvarps, þeim G. Pétri Matthí- assyni og Ara Sigvaldasyni. Ævar Örn hafnar því alfarið að hafa verið að hygla félögum sínum á i [ ■ij RÚV og segist hafa gert '' ” mistök. Hann spurði: „Tröllaskagi skilur að flóa og fjörð. Hvaða?" Fréttastofa Sjónvarpsins svaraði því til að þar væri um að ræða Húnaflóa og Eyjafjörð og fengu rétt fyrir. Talstöðvarmenn segja hins vegar að rétt svar sé Eyjafjörður og Skagafjörður. „Ég var að reyna að útskýra að það væri ekki Skipaskagi og álpaðist til að segja Tröllaskagi, fannst ein- hvern veginn að Skagi væri stytting á því sem er náttúrlega della. Þeir sjónvarpsmenn skildu vitíeysuna í mér rétt. Þetta voru einu mistökin í 240 spurningum," segirÆvar Örn. Sigurvegarar keppninnar urðu svo þeir á Bæjarins besta, sem mættu í fyrsta sinn, sáu og sigruðu Fréttablaðið í úrslitaleik. Ævar Örn Jósepsson Spyrill og dómari í Spurningakeppni fjölmiölanna.. Hvað veist þú um Megas 1. Hvað heitir Megas réttu nafni? 2. Hvaða plötu gerði hann með Spilverki þjóðanna? 3. Hvað heitir bamaplata hans? 4. Hvaða ár fæddist Megas? 5. Hvaðan lauk hann stúd- entsprófi? Svör neöst á síðunni Hvað segir mamma? „Mamma segir aöþaöséutvær hliöaráöllum málum,“segir RagneiðurB. Jóhannsdóttir, móöir Guörúnar Guömannsdótt- ur, sem er þekkt sem ofbeldis- systirin á Isa- firöi.„Ég get ekki betur séö en aö fjölskylda mín sé lögö f einelti hér á Isafiröi aflögregl- unni og iæknum. Lögreglumenn hér á Isa- firöi eru upp til hópa aumingjar þó þaö leynist nokkrir ágætir inn á milli. Sföan var einhver stelpudrusla sem erað klára læknisfræðina aö ausa yfir dóttur mfna svlviröingum á meðan hún var aö geraað sárum hennar. Læknar eiga að mfnu viti ekki að hafa skoðanir á sjúkling- umsfnum.“ Njósnari á ísafirði Bandarískur um- boðsmaður var á tónlistarhátíðinni Aldrei fór ég suður á ísafirði um helgina. Einn af skipu- leggjendum hátíð- arinnar, tónlistmað- urinn Örn Elías Guðmundsson, eða Mugison, segir umboðsmanninn hafa látið vel af hljómsveitunum sem spiluðu á hátíðinni. Hann hafi jafnvel talað um að fá tvær Jtíjóm- sveitir til að spila í New York. Þessi sami umboðsmaður er ekki ókúnn- ugur íslenskum hljómsveitum en hann fékk Trabant og Apparat til að spila í Central Park fyrir nokkru. FRÁBÆRT kombakk hjá Hemma ■ Gunn Iþættinum Það var lagið á Stöö 2. Hemmi sameinar fjölskyld- una fyrir framan skjáinn og börnin syngja með. Geri aörir betur. Svör viö spumingum: 1. Magnús Þór Jónsson. 2 Á bleikum náttkjólum. 3. Nú er ég klæddur og kominn á ról. 4.1944.5. Frá Mennta- skólanum IReykjavík, 1965. plympíuverölaunahafi ástfanginn á Islandi Ætlar að gifta sig í sumar Andrea Marise Wilhams, fyrrverandi hlaupadrotming og bronshafi á ólympíuleikum, dvaldi hér á landi um páskana. Hún heim- sótti íslenskan kærasta sinn en þau kynntust hjá Bechtel í Kanada „Já, lfldega hefur það verið ást við fyrstu sýn þegar við Davíð sáumst fýrst," segir Marise hlæjandi og á þá við íslenskan kærasta sinn, Davíð Dav- íðsson, starfsmann Bechtel á Reyðar- firði. Marise hefur verið hér á landi síð- an fyrir páska en hún kom í heim- sókn eftir að þau kynntust í Kanada í byrjun árs. Bæði störfuðu þau hjá fyr- irtælcinu en Davíð var sendur til Montreal á vegum Bechtel á nám- skeið hjá höfuðstöðvum þeirrar deildar sem sér um framkvæmdina fyrir Fjarðarás hér á landi. Eftir tíu daga samveru í Montreal vildu þau hittast aftur og um páskana kom hún hingað til lands og hitti Davíð. Marise segir margt hafa komið sér á óvart hér á landi en hún áttí síst af öllu von á að verða vör við kynþáttar- fordóma hér. „Ég taldi þessa þjóð vera mjög vel menntaða. Það kom mér því mjög á óvart hvað fólk starði mikið á mig og mér þótti það beinlín- is óþægilegt. Það var eins og menn hefðu aldrei séð svarta manneskju fyrr," segir hún og leynir því ekki hvað hún var hissa. Marise byrjaði að æfa hlaup níu ára gömul og tvítug keppti hún í fyrsta sinn á ólympíuleikum. Hennar besti árangur er 10,26 sekúndur í hundrað metra hlaupinu. „í Los Ang- eles komst ég á verðlaunapall þegar ég náði þriðja sæti en ég hljóp einnig með boðhlaupssveit Kanada í fjórum sinnum hundrað metrum. f Barce- lona og Seul í Kóreu náði ég ekld í verðlaunasætí en gekk ágætíega eigi að síður. Nú hef ég hins vegar lagt allt hlaup á hilluna og hef snúið mér að öðrum áhugamálum," segir hlaupa- drotmingin fyrrverandi sem stefnir á að giftast íslenska draumaprinsinum í sumar. Ástfangin uppfyrir hausÞou kynnt- ust I byrjun árs og stefna á að gifta sig í sumarfrlinu hvort sem það verður hér á landi eöa í Kanada. Krossgátan Lárétt: 1 þungi, 4 ánægð, 7 vanþrif,8 sáldra, lOkraftur, 13 blekking, 13 plat, 14 brúsa, 15 svei, 16 högg, 18 kvenfugl,21 niði, 22 gálaus,23 beitu. Lóörétt: 1 andlit, 2 hægur,3 sárbænir,4 róman, 5 stefna, 6 kven- dýr, 9 kjaft, 11 kven- mannsnafn, 16 barði, 17 eira, 19 lækkun,20 gremja. Lausn á krossgátu •imeo^'öisei'eunuj/i '9|s 91 'sauöy 11 'iuejj 6 '>IJJ 9 'W? 5 'e6espiy>|s y 'jng!qi?j6 £ 'J9J Z 's?J L =»«691 !u6e £Z 'Jba? ZZ '|66nu iz 'esse 81 'enis 9 L 'ss! s L 'Munp y l 'qqe6 £ 1 '|9i j l '>|ei? 01 '?Jls 8 '14*J9 L 'U?s y '6jej 1 Veðrið ** +5 Nokkur vindur +g Gola U+VNokkur' *i -> r; vindur *i f6 Nokkur vindur .J&K +7 Nokkur vindur Nokkur vindur +6 ^,0 Nokkur vindur Gola +8 ■w„> Gola : 'I=ár. ► Gola ** Nokkur vindur

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.