Dagblaðið Vísir - DV - 15.04.2005, Side 13
DV Fréttir
FÖSTUDACUR 15. APRÍL 2005 13
Vísindi og forsendur
Um daginn var fjallaö á Alþingi
um skýrslu Vffils Karlssonar dós-
ents í viðskiptadeild við Viðskipta-
háskólann á Bifröst sem ber heitið
„Um landfræðilegt misræmi á milli
fjármögnunar og umsvifa hins op-
inbera og afleiðingar þess fyrir
Iandhluta á fslandi" og vitnað í
Jón Einarsson
talar um bölsýni og
Kárahnjúka.
Lögfræðingurinn segir
tölur úr henni sem um staðreyndir
væri að ræða. Nánari athugun
leiddi hins vegar í ljós þann galla á
skýrslunni að skýrsluhöfundur
hafði notað tryggingargjald sem
hið opinbera greiðir vegna opin-
berra starfsmanna sem viðmið, en
ekki áttað sig á því að oft á tíðum er
um það að ræða að starfsmaður er
staðsettur úti á landi þótt trygging-
argjald vegna starfs hans sé greitt í
Reykjavík. Óheppileg mistök, sér-
staldega þar sem skýrslan virtist
vönduð að öðru leyti.
Þetta dæmi sýnir okkur hve vait
er að treysta vísindunum að óat-
huguðu máli. Þar gildir það að það
þarf að skoða, tékka og tvítékka,
draga í efa og athuga. Bæði for-
sendur og aðferðir, vinnubrögð og
kenningar.
Annað dæmi sem sýnir þetta er
álit/skýrsla Gríms Bjömssonar
jarðvísindamanns á Orkustofiiun
um jarðffæðilegar hættur við Kára-
hnjúkavirkjun. Þegar farið er að
rýna í skýrsluna vakna ýmsar
spumingar. Grímur gefúr sér að
þungi miðlunarinnar geti valdið
jarðsigi svo nemi e.t.v. metrum og
að þungi lónsins geti valdið til-
færslu á kviku og þar með haft áhrif
á eldvirkni nærri lóninu. Útreikn-
ingur á vamsmagni og þrýstingi
sem það veldur á vatnsbotninn og
jarðlög þar fyrir neðan leiðir hins
vegar í ijós að þunginn er langt frá
því að vera óeðlilegur miðað við
önnur miðlunarlón hér á landi.
Þrýstingurinn dreifist á stórt svæði
og sú þyngd sem lónið leggur á
jörðina undir því er lítil í saman-
burði við t.d. þá þyngd sem jöklar
landsins leggja á það. Eins liggur
fyrir að við hönnun stíflumann-
virkja var tekið tillit til mögulegrar
jarðskjálftahættu, enda er það svo
að stíflur af þeirri tegund sem Kára-
hnjúkastífla er þola jarðskjálfta
mjög vel. Skýrslan reynist því við
nánari skoðun ekki sá happafengur
sem virkjunarandstæðingar héldu
að þeir hefðu höndum tekið er
fyrstu fréttir bámst af henni.
Aukaverk sem gerð em nú til að
tryggja aukið öryggi lónsins og stífl-
unnar sýna vilja verkkaupa, Lands-
virkjunar, til að tryggja öryggi Kára-
hnjúkavirkjunar eins vel og kostur
er. Staðreyndin er sú að það er
venja í verksamningum í verki af
þessari stærðargráðu að samið sé
fyrirfram um kostnað vegna auka-
verka. Aukaverkin eru því engar
sérstakar fréttir. Og svartsýnisspár
sem virkjunarandstæðingar byggja
á þeim eru því ekki vísindi heldur
óskhyggja.
Ingibjörgu Sólrúnu
Gísladóttur til forystu
Elfa Ólafsdótúr skrifar.
Þegar ég horfi yfir farinn veg nú-
verandi ríkisstjómar er mér efst í
huga sú skoðanakúgun sem hefur
tröllriðið íslensku samfélagi í stjóm-
am'ð hennar. Hver hefur ekki upplif-
að það að vera kallaður neikvæður
vegna þess eins að hafa aðra skoðun
en hinir? Það er með ólíkindum hvað
þessi sálfræðiklisja hefur náð að festa
sig í sessi undanfarin ár. Fólki hefur
beinh'nis verið innprentað að það að
hafa aðra skoðun sé neikvæðni og að
viðkomandi sé nú hollast að vera já-
kvæðari. Þetta hefur að mínu mati
orðið til þess að menn hafa hætt að
segja sína skoðun til þess að falla í
kramið og fá hinn eftirsótta já-
kvæðnistimpil. Ég er ansi hrædd um
að margir geri sér ekki grein fyrir því
hvað þetta er hættuleg þróun og
hvert við stefhum ef við förum ekki
að hugsa okkar gang, því ef einstak-.
lingar hætta að hafa skoðanir á
mönnum og málefnum verður til
stöðnun og kúgun í þjóðfélaginu sem
leiðir af sér, að fáeinir menn ráða lög-
um og lofum í samfélagi okkar og
Lesendur
aðrir þjóðfélagsþegnar verða bara
áhorfendur að valdastríði þeirra og
vaxandi rflddæmi.
Hinir rflcu verða sífellt ríkari og
hinir fátæku fátækari. Heiðarleiki,
skoðanafrelsi, náungakærleikur,
samviskusemi, umburðarlyndi, bar-
áttuandi og svo mætti lengi telja
hafa alls ekki átt upp á pallborðið £
samfélagi okkar heldur aðeins sú
hugsun að bæta eigin afkomu til að
fjárfesta í stærri og betri eignum,
eiga meiri og betri hluti en nágrann-
inn og láta sér fátt um finnast um þá
sem minna mega sín. Fyrirtækin
hafa lflca meira og minna efst á
stefnuskrá sinni að reyna að kreista
eins mikið og hægt er út úr starfs-
fólki sínu án þess að borga mann-
sæmandi laun og þau eru dugleg að
koma þeim skilaboðum til óá-
nægðra starfsmanna að nóg vinnu-
afl sé í landinu og að enginn sé
ómissandi. Það er nú bara þannig að
við eigum að láta okkur varða um
það hvort allir lifi mannsæmandi lffi
í þjóðfélagi okkar en ekki bara hluti
okkar eða kannski bara við sjálf.
Okkur koma aðrir við eða er það ekki
það sem við erum alltaf að reyna að
kenna börnunum? Mér finnst að við
séum að upplifa hnignunartímabil
sem við verðum að sporna við. Við
hljótum að vilja nýta okkur lýðræð-
islegan rétt og málfrelsi til þess að
hafa áhrif. Við viljum varla ferðast
hundruð ára afturábak til þess tíma
þegar menn voru fangelsaðir og
jafnvel drepnir fyrir þær sakir einar
að hafa aðra skoðun en meirihlut-
inn. Hver og einn verður að hugsa
sem svo að hann/hún hafi áhrif og
að skoðanir okkar allra skipta máli.
Hugsanir okkar eru engum til gagns
ef við leyfum ekki öðrum að hlusta á
þær og koma þannig af stað umræð-
um eða rökræðum sem geta haft
þau áhrif að einhverjum eða ein-
hverju verði breytt til betri vegar. Að
þessum hugsunum og pælingum
mínum loknum er niðurstaða mín
sú að Sjálfstæðis- og Framsóknar-
flokkur verði að fara frá völdum.
Það er hreinlega engum mönn-
um hollt að sitja of lengi að völdum
því þeir fara ósjálfrátt að telja sjálf-
um sér og öðrum trú um að án
þeirra séum við glötuð. En til þess að
þessi draumur minn geti orðið að
veruleika verðum við að hafa tals-
mann sem við trúum að geti breytt
þeirri þróun sem við höfum búið við
undanfarin ár. Slíkur talsmaður þarf
að vera góðum gáfum gæddur, hann
þarf að hafa óbilandi trú á sjálfum
sér, hann þarf að vera ákveðinn án
þess að vilja drottna yfir öðrum og
að síðustu þarf hann að búa yfir
miklum persónutöfrum og hæfiieika
til þess að ná til allra, því eins og við
sem höfúm fylgst með keppninni
Idol Sjörnuleit vitum er ekki nóg að
hafa mikla og góða hæfileika, þú
verður að hafa útgeislun og per-
sónutöfra sem ná að fanga fjöldann
til þess að vinna. Þessi talsmaður er
að mínu mati Ingibjörg Sólrún
Gísladóttir.
Lokadagur fyrstu ólympíuleika nútímans
Þann 15. aprfl árið 1896 var loka-
dagur fyrstu ólympíuleika nútímans
í Aþenu í Grikklandi. Íþróttahátíðin
hafið þá ekki verið haldin frá því árið
393 þegar rómverski keisarinn
Theodosius bannaði leikana. Fyrstu
ólympíuleikarnir til forna voru
haldnir árið 776 fyrir Krists burð.
Hug-
myndin
um end-
I daq
Árið 1452 fæddist
listamaðurinn,
uppfinninga-
maðurinn og
heimspelting-
urinn Leonardo
daVinci
urreisn
ólympíu-
leikanna
á alþjóð-
legum
vettvangi
kom frá
frönskum barón að nafiii Pierre de
Coubertin. Hann setti hugmyndina
fram á fundi í París árið 1894. Þar
voru komnir saman leiðandi
íþróttafiömuðir frá níu þjóðlönd-
um. Fundarmenn lofuðu hugmynd-
ina í hástert og hafist var handa
við undirbúning leikanna
nánast samdægurs. Á fund-
inum voru meðal annarra
fulltrúar Bandarflcjanna
og Rússlands.
Tveimur árum síðar
voru fyrstu ólympíuleikar
nútímans settir í Aþenu. Er
talið að 245 fþróttamenn, sem
allir voru karlkyns, frá 14
þjóðum hafi tekið þátt.
Leikarnir fóru fram í hinum
forna leikvangi Panathenaic sem
var fullur af áhorfendum upp á
hvem dag.
Strax á þessum fyrstu leikum
létu Bandaríkjamenn mikið að
sér kveða í frjálsum íþróttum
og sigruðu í níu af þeim tólf
greinum sem keppt var í.
Grikkir hlutu hins vegar flest
verðlaun eða 47.
Frægasti keppandinn í
þessum leikum var sigur-
vegarinn í nýrri grein
sem gekk út á að hlaupa
sömu leiðina og gríska
hetjan Pheidippides
hljóp eftir omstuna um
Maraþon árið 490 fyrir
Krist. Sigurvegari þessa
fyrsta maraþonhlaups var
Grilddnn Spiridon Louis.
Spiridon Louis Sigurvegarinn
f maraþoni á fystu nútíma-
ólympiuleikunum.
• •• að vera víttur?
„Forseta þingsins virðist ein-
hvern veginn hafa tekist með
hátterni sínu að gera það þannig
að h'til virðing er fyrir honum bor-
in, sökum geðþóttaákvarðana og
ósanngirni sem hann sýnir í sam-
skiptum við þing-
menn. Þetta virð-
ist fara eftir því
hvort þingmenn
em úr stjórn eða
stjórnarand-
stöðu. Mín per-
sónulega skoðun
er sú að forsetinn
sé meira forseti
ráðherranna og
meirihlutans, en
ekki alls þingsins.
Afturhalds-
kommatittir
í ljósi þessa
finnst mér voðalega erfitt að taka
vítur forseta alvarlega. í sam-
hengi þessu geta menn velt fyrir
sér hvort kalla megi menn „aftur-
haldskommatitti" eða nefna við
forseta að maður sjálfur hafi orð-
ið þegar talað er. Svona dæmi
draga fram hvers konar bjána-
skapur þetta getur orðið hjá for-
seta þingsins. Svona háttalag
gjaldfellir vítin.
Líður ágætlega
Ég skal samt segja þér það að
þetta náði óskaplega htið til mín,
hafði nánast engin áhrif og mér
líður ágætlega.
Ég hef einungis kynnst tveim-
ur forsetum Al-
þingis; Halldóri
og Ólafi G. Ein-
arssyni, sem naut
mikillar virðingar
í þinginu hjá
bæði stjórn og
stjórnarand-
stöðu. Hann
reyndi ávallt að
ná ásættanlegri
niðurstöðu milh
deiluaðila á með-
an Halldór virðist
aðeins ganga er-
inda fárra útval-
inna og einkum
ráðherra. Háttvirtur forseú geng-
isfelhr vítur sem einhvers konar
áminningu og það slæma við
þetta allt saman er að þetta tekur
fókusinn einungis frá kjarna
málsins. Svo fannst mér fyrirsögn
í blaðinu í gær, um að Halldór
Ásgrímsson hefði verið beggja
megin borðsins þegar Búnaðar-
bankinn var seldur, sýna dæmið
vel."
Háttvirtur forseti
gengisfellir vítur
sem einhvers kon-
aráminningu og
það slæma við
þetta allt saman
er að þetta tekur
fókusinn einungis
frá kjarna málsins.
5vík hefur áður verið víttur og einnig Ögmundur Jónasson, V .