Dagblaðið Vísir - DV - 15.04.2005, Page 6

Dagblaðið Vísir - DV - 15.04.2005, Page 6
6 FÖSTUDAGUR I 5. APRÍL 2005 Fréttir ÖV Dómur þyngdur Hæstiréttur þyngdi í gær fangelsisdóm yfir Andra Má Gunnarssyni. Andri var dæmdur sekur fyrir fjölmörg skjalafals-, auðgunar- og umferðar- lagabrot. Hann hlaut 12 mánaða fangelsisdóm i héraðsdómi í fyrra en Hæstiréttur þyngdi dóminn í 18 mánaða fangelsi. Barnaníð- ingurá Hraunið Sigurbjörn Sævar Grétarsson, sem var stuttu fyrir jól dæmdur í fjögurra ára fangelsi fyr- ir gróf kynferðisbrot gegn fimm drengjum í samtals nærri 70 skipti, hóf afþlánun sína á Litla-Hrauni í gær. Sam- kvæmt öruggum heim- ildum DV er mikil ólga á meðal fanga vegna komu Sigurbjarnar á Litla-Hraun, því fyrir utan að vera dæmdur barnaníðingur starfaði Sigurbjörn sem héraðs- lögreglumaður á Pat- reksfirði. Margt bendir því til að Sigurbjörn megi búast við erfiðri vist næstu árin. Ferðu í afmœlis- veislu Vigdísar í kvöld? Stjáni stuð, fyrrverandi útvarpsmaður og verð- andi sjónvarpsmaður. „Nei, ég held ekki. Ég hefekki áhuga á aö fara í afmælis- veislu nú'na. Ég er að reyna að passa mig. Ég er megrun. Ég er búinn að ná afmér 7,6 kílóum og ætla ekki aö eyðileggja það. Vigdfs var góður forseti og dóttir hennar er líka hugguleg." Hann segir / Hún segir „Já ég ætla að fara og hlakka mikið til. Ég ætla samt fyrst að hlusta á fyrirlesturinn hjá Mary Robinson sem er fyrr um daginn. Ég veit ekki hvort ég gefi henni einhverja gjöf. Þá ekki nema það að kaupa miða á hátíöina, annars sendi ég henni bara kveðju." Salóme Þorkelsdóttir, fyrrverandi forseti Alþingis. Aron Pálmi Ágústsson segist næstum hafa misst alla von um að íslenskum stjórn- völdum takist að losa hann úr prísundinni í Beaumont í Texas þegar hann sá í sjónvarpinu Bobby Fischer koma til íslands. Aron er enn í stofufangelsi og er nú að skrifa sögu sína og vill gefa hana út þegar hann kemst heim - heim til íslands. Frelsun Bohbys Fischer slökkti von Arons Pálmo Dagamir líða hægt við í húsinu við Alma-stræti í Beaumont þar sem Aron Pálmi dvelur í stofufangelsi. Móðir hans býr í talsverðri fjarlægð og heimsækir hann einu sinni í viku og faðir hans tvisvar í mánuði. Skilorðsfulltrúi og sálfræðingur brjóta þó upp annars fábreytt líf þessa unga manns sem upplifað hefur meira en flestir jafnaldrar hans á íslandi - landinu sem hann þráir að komast til. „Ég trúi því enn að íslensk stjórn- völd geti hjálpað mér að komast heim til íslands, þar á ég heima," sagði Aron Pálmi í samtali við DV í gær. Aron kveðst enn halda í vonina um að losna þrátt fyrir að Davíð Oddsson utanríkisráðherrra hafi lýst því yfir í DV að fullreynt væri með lausn Arons Pálma og að ekki hefði verið unnið í máli hans frá því Davíð tók við lyklavöldum í utanríkisráðu- neytinu. Rúm tvö ár eftir Aron á enn eftir að afþlána rúm tvö ár af tíu ára dómi sem hann hlaut fyrir læknisleik þegar hann var ellefu ára gamall. Hann vonast þó til að komast heim fyrir þann tíma. „Ég losna 27. ágúst 2007,“ svarar Aron snöggt aðspurður, enda dag- setningin greipt í huga hans. „Ég trúi því samt að með hjálp og þrýstingi frá íslandi verði hægt að koma mér heim fyrr, ég neita að trúa öðru,“ segir Aron, sem nýlega horfði á beina útsendingu í sjónvarpi frá því þegar Bobby Fischer var leystur úr prísund sinni í Japan af íslenskum stjómvöldum. Hann segir hug sinn til þess blandinn: „Ég hugsaði annars vegar með mér að nú væri öll nótt úti enda stjómvöld í Washington ekki sátt við ákvörðun íslendinga. Hins vegar gladdist ég fyrir hönd Bobbys - ég óska engum þess að vera sviptur frelsinu eins og ég hef reynt." Ekki bofs frá stjórnvöldum Aron er viss í sinni sök þegar hann er spurður um hvað honum finnist um þá ákvörðun íslenskra stjórnvalda að veita Bobby ríkisborg- ararétt hér á landi og þar með frelsa hann úr fangelsi í Japan, en þetta em sömu stjómvöld og gáfust upp á að fá sinn eigin ríkisborgara lausan í Texas. „Ég er ekki frægur," segir Aron. „Það er auðvitað ástæðan. Ég kem ekki auga á neitt annað," bætir hann við. Aron tekur sem dæmi af sínu máli að þrátt fyrir þann tíma sem hann hafi setið í stofúfangelsi ytra hafi ekki einn einasti ráðamaður á íslandi §ett sig í samband við hann persónulega. Bragi Guðbrandsson, forstjóri Bama- vemdarstofu, hafi þó gert sitt til að aðstoða hann og fyrir það þakkar Aron: „Mér finnst erfitt að sætta mig við að þeir sem ráða á íslandi skuli gefast upp á máli mínu, nógu mikil hafa vonbrigðin nú verið samt." Fangelsi Aron Pdlmi býr íþessu húsi við Aima-stræti I bænum Beaumont ÍTexas Héðan fer hann ekki nema í búð og þvottahús, annars verður hann snariega senduri rammgirt fangeisi Texas-fylkis. Skrifar sögu sína Aron er með staðsetningartæki fest við ökkla sinn og fylgst er með öllum ferðum hans. Hann má aðeins yfirgefa hús sitt til að fara í búð og þvottahús, annað ekki. Virði Aron þetta ekki bíður hans fangelsi að nýju. „Ég fer því ekki langt og er mest j Ekki nógu frægur j Aron segir vonina um I að komast heim til fs- lands óneitanlega hafa minnkað þegar hann sá Bobby Fischerkoma til ! landsins ! óþökk Banda- rikjamanna.„Þeir vildu ekki stíga á tærnar á þeim fyrir mig en gerðu þaðfyrir Bobby," segir Aron Pálmi. „Mér finnst erfitt að sætta mig við að þeir sem ráða á íslandi skuli gefast upp á máli mínu." heima við að lesa," segir þessi tvítugi íslendingur sem þessa dagana les ævisögu Bills Clinton, sem hann kveðst telja góðan mann og merki- legan. Hann lætur þó ekki þar við sitja heldur vinnur nú að eigin ævi- sögu: „Ég notaði skriftirnar fyrst til að koma frá mér hugsunum þegar mér leið sem verst en ákvað svo að segja sögu mína og ætla að reyna að fá hana gefna út á íslandi þegar ég kemst heim.“ „Joan hjálpar mér ekki" Fyrir stuttu síðan virtist sem nýj- ar dyr í átt til frelsis væru að opnast fyrir Aroni Pálma. Frænka hans náði þá tali af sjónvarpsstjömunni amerísku Joan Rivers, sem mun hafa boðist til að skoða máhð. Aron hefur litla trú á því að hún eða fylgdarmenn hennar úr sjónvarps- þætti Opruh Winfrey geti hjálpað honum. „Fólk heima verður að skilja að hér í Ameríku gerir fólk ekki greinar- mun á börnum og fullorðnum, hér vilja menn að eitt gangi yfir alla og menn séu lokaðir inni og lyklunum hent,“ segir Aron, sem heldur þó í vonina um að íslensk stjómvöld gef- ist ekki upp, annað megi þau hrein- lega ekki. heigi@dv.is Nánar verður fjallað um málefni Arons Pálma i Helgarblaði DV á morgun. Gaf Félagi framhaldsskólakennara vikufrest Ólína hefur enn ekki kært Nýjar slóðir fyrir Strætó bs. í sigtinu Strætóferðir á Akranes Ólína Þorvarðardóttir, skóla- meistari Menntaskólans á ísafirði, hefur enn ekki kært Félag framhalds- skólakennara fyrir að lýsa ástandinu í skólanum fyrir menntamálaráðu- neytinu. Félagið greindi ráðuneytinu frá ógnarstjóm sem ríkti innan skól- ans og fjölda tilkynninga um ástand- ið frá kennurum í von um lausnir. Ólína sagði lýsingu félagsins æm- meiðandi og vildi kæra það á grund- velli hegningarlaga. Greint var frá því í Ríkisútvarpinu 22. mars að hún gæfi félaginu vikufrest til að biðjast afsök- unar og draga ásakanimar til baka, eOegar færi menntaskólinn í mál við félagið. Enn bólar ekki á lögsókninni. „Hún hefur ekki kært mér vitanlega," segir Elna Katrín Jónsdóttir, sem tel- ur yfirlýsingar í fjölmiðlum ekki bind- andi. Björn Jóhannesson, lögmaður menntaskólans, segist heldur ekki Ólfna Þorvarðardóttir Skóiameistarinn gafframhaldsskólakennurum vikufrest til að biðjast afsökunar. kannast við slíka lögsókn. Steingrímur Sigurgeirsson, að- stoðarmaður Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur menntamálaráð- herra, hefur ekki svarað skilaboðum vegna málsins. Bréf féjagsins var sent til ráðuneytisins 15. febrúar og ítrek- að 22. mars. Enn hafa engin viðbrögð borist frá ráðherra eða ráðuneytinu vegna bréfanna frá Félagi framhalds- skólakennara. Á fundi atvinnu- málanefndar Akra- ness á miðvikudag- inn var rædd tillaga um að bæta Akra- nesi inn í leiðarkerfi Strætó bs. Guðni Tryggvason, for- maður nefndarinn- ar segir þessa til- lögu vera jákvæða fyrir Akurnesinga. „Þetta væri fyrst og ffernst sparnað- ur fyrir allan þann fjölda sem býr hér en þarf að sækja skóla eða vinnu til Reykjavíkur. Ætla má að um 7% af vinnufærum ein- staklingum héma sæki vinnu í bæ- inn fyrir utan alla sem sækja skóla þangað," segir Guðni. Hann segir þetta ekki bara vera gott fyrir Akur- nesinga heldur líka þá sem búa í Reykjavík en vinni á Skaganum. „Leiðin hefur verið tímamæld og frá Akra- nesi í Háskóla íslands er tæpur klukkutími sem er svipaður tími og tekur marga sem búa á höfuðborgar- svæðinu að komast til vinnu sinnar. Með bættum samgöngum má síðan búast við að þessi tími styttist," segir Guðni. Atvinnu- málanefnd mun leggja tillöguna fyrir bæjarráð í dag. Gert er ráð fyrir að samgöngur- nar hefjist frá og með næsta hausti og verður leiðin til reynslu í ákveð- inn tíma. Ef vel reynist mun hún síð- an bætast við leiðarkerfið til fram- búðar. Farþegar milli Akraness og Reykjavíkur munu njóta sömu kjara og aðrir farþegar. Strætó Akurnesingar komast með strætó tii Reykjavikur á innanbæjar- fargjaldi.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.