Dagblaðið Vísir - DV - 15.04.2005, Síða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 15.04.2005, Síða 32
32 FÖSTUDAGUR 15. APRÍL 2005 Menning DV Ragnheiður- Það eru ánægjuleg tíðindi sem bárust út í gær að Ragnheiður Gestsdóttir hiyti Norrænu barna- bókaverðlaunin þetta árið fyrir verk sín fyrir börn, en einkum þó Sverð- berann sem út kom fyrir síðustu jól. Verðlaunin eru heiðursverðlaun, því seint bera menn fé í barnabóka- höfunda, og hafa verið veitt í tutt- ugu ár. Það eru samtök skólasafn- kennara sem standa að þeim. Þetta er þriðja sinnið sem þau falla ís- lenskum höfundi í skaut, en Kristín Steinsdóttir fékk verðlaunin árið 2003 fyrir Engill f Vesturbænum og Guðrún Helgadóttir áriö 1992 fyrir til hamingju! Undan illgresinu. íslenski fúlltrú- inn í valnefndinni er Þóra Sjöfn Guðmundsdóttir, kennari í Lang- holtsskóla. Dómnefndin segir verk Ragn- heiðar fjölbreytt og tala til allra hópa grunnskólans. Hún hefur skrifað bækur og kennsluefni fyrir byrjendur í lestri, endursagt ævin- týri og skrifað skáldsögur fyTÍr eldri nemendur. Myndir hennar gefa verkunum aukið gildi og eru fjöl- breyttar og fallegar. Ragnheiður Gestsdóttir er fædd 1953. Hún hefur hlotið margvísleg- ar viðurkenningar fyrir ritstörf sín, og tvær aðrar bækur hennar hafa unnið til verðlauna; Leikur á borði hlaut íslensku barnabókaverðlaun- in árið 2000 og unglingasag- an 40 vikur hlaut verð- laun Fræðsluráðs 2001. örleikrit hennar, Aldur og ævi, var leikið á Listahátíð Reykja- víkur vorið 2002. Ragnheiður er kennari að mennt og stundaði einnig háskólanám f lista- sögu og bókmennta- fræði. Ragnheiður er sem stendur formaður Sítmg, samtaka íslenskra barna- og unglingabóka- höfunda. í ritdómi um Sverðberann sem birtist hér í DV í fyrra sagði Elísabet Brekkan gagnrýnandi: „Þegar yfir heildina er litið er eins og það sé einhver tískubóla barnabókahöfunda að þurfa að láta persón- umar þeytast milli margra heima. Hvort sem þetta er tískubóla eður ei þá er þetta stórgóð barátta gegn tóm- hyggjunni. Og það er víst að Ragn- heiður Gests- dóttir hefur hér skapað listaverk sem er fullt af lífi, spurningum og skírskotimum." Miðasölusími 568 8000 • midasala@borgarleikhus.is Miðasala á netinu www.borgarteikhus.is Miðasalan i Borgarleikhúsinu er opín: 10-18 mánudaga og þriðjudaga, 10-20 miðviku-, fimmtu- og föstudaga 12-20 taugardaga og sunnudaga í kvöld frumsýna Leikfélögin á Akureyri og í Reykjavík hvort um sig nýleg leikrit eftir unga karlmenn um hryðjuverk, áhrif þeirra á samfélagið, gerendur og þolendur, saklausa og þá seku. Spurt er hver er sekt þeirra og hver er sekt okkar, bæði í gamla Samkomuhúsinu í Brekkunni og Borgarleikhúsinu í Sogamýrinni. Höfundarnir koma frá Rússlandi og Bretlandi, ólíkum en fornum heimsveldum sem hafa um aldir barist gegn hryðjuverkamönnum hvers tíma. Mæta helstu talsmenn hryðjuverkaógnar heims- ins hér á íslandi á frumsýningar kvöldsins? mm _l J J lu D ■Jl (ji Di JJ hljóð annast Ólafur öm Thoroddsen, hár og förðun Guðrún Þorvarðardótt- ir, búninga gerir Stefanía Adolfsdóttir, hreyfimyndir sjá þeir Gideon Kiers og Börkur Jónsson um, en Börkur gerir leikmyndina. Leikarahópurinn er samsettur af helstu kröftum LR um þessar mundir: Bergur Þór Ingólfs- son, Edda Björg Eyjólfsdóttir, Ellert Ingimundarson, Gunnar Hansson, Hanna María Karlsdóttir, Harpa Am- ardóttir, Ilmur Kristjánsdóttir, Kada Margrét Þorgeirsdóttir, Margrét Helga Jóhannsdóttir, Ólafur Egill Eg- ilsson sem leikur nú f fyrsta sinn hjá LR, Sveinn Geirsson og Þór Tulinius. Smærra snið Fyrir norðan er verkið sett í hið hefðbundna rúm farsans, íbúðina með sínum útgöngum og herbergj- um og skápum. Það em aðeins fjórir leikarar sem bera atburðarásina þar uppi: Víkingur Kristjánsson, Jón Páll Eyjólfsson, Hildigunnur Þráinsdóttir og Guðjón Davíð Karlsson. Leikstjóri er Agnar Jón Egilsson, leikmynd og búninga hannar Siguijón Jóhanns- son, ljósahönnuður er Bjöm Berg- steinn Guðmundsson og þýðing og frumsamin tónlist er í höndum Úlfs Eldjáms. Báðar sýningamar koma upp á þeim tíma sem er nokkuð brigða- samur í aðsókn. Það hefur löngum verið rík tilhneiging í íslensku leik- hússamfélagi að vorverkin sem ná Töfraflauta í Kópavogi I Ellert A. Ingimundarson og Katla Margrét Þorgeirsdóttir I hlutverkum sinum I Terrorisma hinna rússnesku bræðra. í gærkvöldi frumfluttu nemend- ur Tónlistarskóla Kópavogs Töfra- flautu Mozarts í Salnum í Kópa- vogi. Verður önnur sýning á þess- ari styttu útgáfu á meistaraverki Wolfgangs í kvöld í Salnum og er aðgangur ókeypis. Það er Anna Júlíana Sveinsdótt- ir söngkona sem leiðir krakkana inn í villiskóg meistarans en hér takast ungar raddir á við tónlist sem er sögð af guðlegum toga: Tamino syngur Unnar Geir Unn- arsson en Paminu syngur Lára Rúnarsdóttir. Hjónakornin Papa- genu og Papagenó syngja Sigríður Kristín Helgadóttir og Ragnar Ólafsson, hið háa vald góðs og ills, næturdrottninguna, flytur Eyrún Ósk Ingólfsdóttir, en Sarestro Sig- urður Agúst Einarsson og var hann fenginn að láni fyrir uppfærsluna úr verkfræðinni þar sem hann stundar nám. Þá koma fram sautján aðrir krakkar í ýmsum einhverri aðsókn eru létt og hressileg. Verð- ur gaman að sjá hvort sú blanda sem boðið verður upp á sunnan og norðan heiða nú í vetrarlok nær að draga áhorfendur í leikhús, en aðsókn hefur víst verið nokk- uð dræm síðustu vik- ur, enda ekki að furða í því offramboði sem leiklistarstarfsemi í landinu býður al- menningi uppá um þessar mundir. Kristján Vfkingsson og Jón Páll Eyjólfsson f Pakkinu. hlutverkum en Krystyna Cortes leikur undir. Óperan er sungin í þýðingu Þrándctr Thoroddsen, Böðvars Guðmundssonar og Þorsteins Gylfasonar. Óbundið mál þýddi Gunnsteinn Ólafsson en leikstjóri stytti verkið og breytti. Mozart samdi Töffaflautuna skömmu áður en hann lést árið 1791. Hann var þá helsjúkur og ótt- aðist dauða. Textinn er eftir vin Mozarts, Emmanuel Schickaneder, sem var í leikhúsrekstri og setti saman texta fyrir vinsældasýning- ar. Sprengjuhótun á flugvelli kemur af stað keðjuverkun og við fylgjumst með fólki sem verður fyrir barðinu á afleiðingunum. Hermdarverkið líður um daglega hegðan og læðist inn í líf almennings, inn á vinnustaði, leik- velli og heimili. Og hin óþekkta ógn afhjúpar veilur í samfélagsgerðinni í smáu og stóru. Þannig má lýsa að- komu þeirra frægu Presnyakov- bræðra í Terrorisma, leikriti sem hefur notið mikillar hylli bæði í heimalandi sínu og víða um megin- land Evrópu. Verkið var frumsýnt í Moskvu 2002. Og fyrir norðan... Lífið er með þægilegasta móti hjá Nigel þótt 11. september sé liðinn hjá. Hún hefur það huggulget heima yflr sjónvarpinu og leikjatölvunni, reykir og droppar þegar svo stendur á, lifir á örorkubótunum í sátt og samlyndi við vin sinn Marco og lætur naggið í nágönnum sinum í blokkinni sem vind um eyrun þjóta. Þá bankar brjál- aður lögreglumaður uppá og heimur- inn fer á hvolf. Pakkið á móti, farsi Henry Adams var frumsýndur á Edin- borgarhátíðinni í fyrra og er nú á hraðferð um löndin, enda fátítt að katastrófur heimsins séu notaðar til að skapa skemmtiverk. Frekari samanburður Þetta eru að öðru leyti ólík verk: Rússastykkið skartar stórum leikara- hóp, tólf leikarar fara með hlutverkin í því undir stjóm Stefáns Jónssonar sem tekst nú öðm sinni á við víðáttu Stóra sviðsins, en Héri Hérason sem fjallar að hluta líka um hermdarverk er kominn aftur í gang eftir stutt en snörp veikindi Hönnu Maríu Karls- dóttur sem er nú komin heil til starfa á ný og leikur í þessari sýningu. Tón- list semur Helgi Hauksson, lýsingu hannar Halldór öm Óskarsson, BORGARLEIKHUSIÐ Leikfélag Reykjavíkur • Listabraut 3, 103 Reykjavík STÓRA SVIÐ DRAUMLEIKUR e. Strindberg. Samstarf: Leikiistardeild LHl. Su 24/4 kl 20, R 28/4 kl 20 - UPPSEU, Slðustu sýnmgar leikgerð Bjarna Jónssonar eftir vesturforasögum Böðvars Cuðmundssonar Lau 16/4 kl 20, Su 17/4 kl 20, fi 21/4 kl 20, Fö 22/4 kl 20, Lau 30/4 Id 20, Su 8/5 kl 20, Fö 13/5 kl 20 - Fáar sýningar eftir HERI HERASON e. Coline Serreau Lau 23/4 kl 20, Fö 29/4 kl 20, Lau 7/5 kl 20 KALLI A ÞAKINU e. Astrid Lindgren I samstarfi við Á þakinu Aðalæfing Mi 20/4 kl 18 - UPPSEU. Frumsýning Fi 21/4 kl 14 - UPPSELT, Lau 23/4 kl 14, Su 24/4 kl 14, Su 1/5 kl 14 Su 1/5 kl 17 SEGÐU MER ALLT Bðrn 12 ára og yngri fá fritt i Borgarleikhúsið i fylgd fullorðinna - gildir ekki á barnasýningar NÝJA SVIÐ/LITLA SVIB/ÞRIDJA HÆDIN TERRORISMI e. Presnyakov bræður Fmmsýning f kvöld kl 20 - UPPSEIT, Mi 20/4 Id 20, Fí 28/4 kl 20, Fí 5/5 kl 20 e. Krístínu Ómarsdóttur Su 17/4 kl. 20, Lau 23/4 Síðustu sýningar AUSA eftir Lee Hall / samstarfí við LA. Fi 21/4 kl 20 - Siðasta sýning - Ath: Miðaverð kr. 1.500 ALVEG BRILLJANT SKILNAÐUR Einleikur Eddu Björgvinsdóttur. I kvöld kl 20 - UPPS, Lau 16/4 kl 20, - UPPS. Su 17/4 kl 20, - UPPS. Mi 20/4 kl. 20 - UPPS. R 21/4 kl 20 - UPPS. Fö 22/4 kl 20 - UPPS. Lau 23/4 kl 20 - UPPS. Su 24/4 kl 20 -UPPS. Lau 29/4 kl 20 - UPPS. Lau 30/4 kl 20 - UPPS. Su 1/5 kl 20 - UPPS. Fi 5/5 kl 20 eftir Haroid Pinter Samstarf: A SENUNNI.SÖCN ehf. og LA Su 24/4 kl 20, Fi 28/4 kl 20 - Aukasýningar RIÐIÐ INN I SOLARLAGIÐ e. önnu Reynolds. í samstarfi við leikhópinn KLÁUS. í kvöld kl 20, Lau 16/4 kl 20 Fö 22/4 kl 20, Lau 23/4 kl 20 AUGNABLIKIÐ FANGAÐ DANSLEIKHUSIÐ fjögur tímabundin dansverk Ft 21/4 kl 19:09 Rrumsýnkig Su 24/4 kl 19:09, Su 1/5 kl 19:09 Aðeins þessar 3 sýningar

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.