Freyr

Árgangur

Freyr - 01.10.1945, Blaðsíða 17

Freyr - 01.10.1945, Blaðsíða 17
PREYR 151 Nýtt efni til eyðingar skordýrum í haust verða hrútasýningar haldnar á betra meðal til að ráða niðurlögum skor- dýra en áður hefir þekkzt. Efni þetta mun fyrst hafa verið búið til í Sviss, og var þar selt undir nafninu „Gáserol.“ Skortur mun þó hafa verið á þeim tveim efnum sem Gáserol var búið til úr, svo aldrei varð að ræða um verulegan útflutning þaðan.. Framleiðsla efnisins var þá tekin upp í öðrum löndum, t. d. Danmörku þar sem þetta efni, sem á efnafræðimáli heitir „pentachlordiphenylætan“ gekk undir nafninu „pentised D.A.K..“ í Danmörku hefir efnið verið notað allmikið seinustu árin til að útrýma lús alls konar, bæði hjá kúm, hestum, kindum, hundum o. s. frv. og hefir það gefið ágæta raun. Einnig hefir það verið notað gegn maurum hjá hestum '(Chorioptes equi) með sæmilegum árangri. Meðal þetta er sérstaklega ágætt til að eyða flugum úr fjósum, kakkalökkum Aðalkostir þessa meðals eru þeir, að það er lyktarlaust og algerlega óskaðlegt fyrir húð og ull. Meðal þetta hefir þegar náð mikilli útbreiðslu í þeim löndum Evrópu sem það hefir verið búið til í, og hvarvetna gefið hina beztu raun. Á stríðsárunum hefir þetta meðal líka verið búið til í stórum stíl i Ameríku, og notað mikið í þágu hersins, enda þrásinnis getið í blöðum og útvarpi. í Ameríku mun meðalið hafa verið endur- bætt og vera til muna áhrifameira en í því formi sem það þekkist i Evrópu. Enn hefir eigi fengist neitt af meðali þessu hingað til lands, enda hafa Amerík- anar vafalaust haft þess nóg not til þessa. En nú, þegar styrjöldinni er lokið, mun efa- laust verða hægt, að minnsta kosti mjög fljótlega, að kaupa meðal þetta, og er þess að vænta að lyfjaverzlun ríkisins sjái um að svo verði gert. Væri þá hyggilegt að reyna meða,lið undir d(ýralækniseftirliti, áður en innflutningur þess og sala er haf- in í stærri stíl. Má þá með vissu fá úr því skorið, hvort hér sé ekki komið meðal við kláða, alls konar lús o. fl. en eftir erlendri reynslu virðist mega ætla að svo sé. P. Hrútasýningar íhaust verða hrútasýningar haldnar á Vesturlandi. Haustið 1944 voru engar hrúta- sýningar haldnar sökum þess að sauðfjár- ræktarráðunauturinn var þá erlendis, en þá átti að halda sýningu á Vesturlandi. Nú- í haust átti því að halda sýningu á Norðaustur- og Austurlandi en þær færast aftur um eitt ár. Hjörtur Eldjárn landbúnaðarkandidat frá Edinborgarháskóla í Skotlandi dæmir á hrútasýningunni á Vestfjarðakjálkanum frá Bjarnarfirði á Ströndum að Berufirði, en Halldór Pálsson dæmir á sýningunum í Dalasýslu og Snæfellsnessýslu, en þeir munu báðir mæta á sýningunum í Stranda- sýslu sunnan Árneshrepps. Sýningarsvæðið er svo stórt og illt yfirferðar að einn mað- ur getur ekki mætt á öllum sýningunum. Útbreiðið FREY

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.