Dagblaðið Vísir - DV - 02.05.2005, Blaðsíða 6
6 MÁNUDAGUR 2. MAÍ2005
Fréttir DV
Dúndraði full-
Stefán Heimir Stefánsson, faðir fórnarlambs ljótrar líkamsárásar á Akureyri, átti
sjálfur þátt í að upplýsa árásina. Einn nemandi Verkmenntaskólans var handtek-
inn í skólanum í síðustu viku vegna aðildar sinnar að annarri líkamsárásinni sem
varð kveikjan að fjöldamótmælum bæjarbúa.
Hjalti Jón Sveins-
son Skólameistari
Verkmenntaskólans
segir ungt fólk á Ak-
ureyri að langstærst-
um hluta tilsóma
Davíð Ingi Eyþórsson
Bæði fórnarlamb og
gerandi I árásunum á
Akureyri.
uragam
Lögreglan í Hafnarfirði
stöðvaði tvo ökumenn
vegna gruns um ölvun-
arakstur. Á öðrum þeirra
fannst lítilræði af kannabis-
efnum sem ætlað er að hafi
verið til eigin neyslu. Hinn
lenti heldur betur illa í því
þegar ökuferðin endaði á
gámi niður í bæ. Ökumað-
urinn sem talið er að hafi
verið ölvaður átti erfitt með
að halda sig á veginum og
endaði með því að dúndra
á gáminn. Annars var nótt-
in róleg í Hafnarfirðinum.
Sýslumaðurinn lýsir þó eft-
ir hvítum Ford Escort með
númerinu OR 727.
Fischer á
Austurvelli
Stórmeistar-
inn Bobby
Fischer skellti
kappinn sér í
bæinn á degi
verkalýðsins í
gær. Mun hann
hafa setið á
bekk fýrir fram-
an styttuna af
sjálfum Jóni Sig-
urðssyni og virt íslensku
frelsishetjuna fyrir sér.
Skákmaðurinn geðþekki sat
á bekknum í drykklanga
stund og leit nokkuð vel út
að sögn viðstaddra. Hann
hélt á plastpoka en virtist
þó ekki vera að safna dós-
um líkt og margir sem
hanga á Austurvelli gera.
Er ofbeldi að
aukast?
Faoin lornaplambsins
rannsakaði sjálfur árás
Einn hinna grunuðu í öðru ofbeldismálinu sem varð kveikjan að
mótmælunum á föstudag var á dögunum vísað úr Verkmennta-
skóla Akureyrar. Hann var sóttur í dönskutíma af skólameistara
og svo handtekinn af lögreglu og fluttur í varðhald.
Nemandinn, Sindri Smárason,
var viðstaddur aðra ofbeldisárásina
þegar ungur maður var settur í skott
á bíl, barinn, af-
klæddur og
dreginn fá-
klæddur eftir
frosinni möl.
Sindri er
einnig grunað-
ur um aðild að
fikni-
efna-
máli
Vilhelm Jónsson
tónlistarmaður
Ég hefekki oröið var viö það
persónulega, ég treysti af-
brotafræðingum og lögreglu-
mönnum til að vita meira um
það. Auðvitað verður maður
var við einstaka slagsmál og
læti en ég vona bara að það sé
ekki að aukast neitt teljandi.
Hann segir / Hún segir
Nei, ég held að ofbeldi sé ekki
að aukast hér á landi nema
síður sé. Hins vegar er það orð-
ið sýnilegra en áður og þá sér-
staklega I fjölmiðlum. Það má
deila um ágæti þess. Kostirnir
eru líklega einhverjir en ég vil
síst að Islendingar endi eins
og Bandarlkjamenn sem þora
varla út úr húsi vegna viðvar-
andi hræðsluáróðurs i fjöl-
miðlum þar í landi.
sem
tfi rannsóknar hjá lögreglunni á Ak-
ureyri en höfuðpaurinn í því máli er
Steindór Veigarsson sem gegndi
viðamiklu hlutverki í fyrrnefndri l£k-
amsárás. Sindri mun þó ekki vera
einn þriggja höfuðpaura árásarinnar
sem DV hefur áður rætt við. Hann
viðurkennir að hafa verið með í för
þegar hin hrottalega árás var gerð en
segist enginn ofbeldismaður og hafi
ekki lagt hendur á nokkurn mann.
Hann neitar einnig sök í eiturlyfja-
málinu. Segist vera búin að snúa við
blaðinu og líti ekki við eiturlyfjum
lengur.
Langflestir til sóma
Hjalti Jón Sveinsson, skólameist-
ari Verkmenntaskólans á Akureyri,
segir að ungmenni á Akureyri sé að
langstærstum liluta efiiilegt fólk,
sem stundar sitt nám og sína vinnu.
Sinni félagslífi og sé að öllu leyti tíl
sóma. Hjalti skólameistari segir hins
vegar að svo virðist sem sprenging
hafi orðið í sölu kannabisefiia upp á
síðkastið og svo virðist sem miklð
magn eiturlyfja sé í umferð á lágu
verði. Því sé mikUvægt að vera á
varðbergi í skólanum.
Breytingin í höndum unga
fólksins
Mótmælin á föstudag gefa tUefni
til bjartsýni, segir Daníel Guðjónson
hjá lögreglunni á Akureyri. Hann
segir að stöðug aukning hafi ver-
ið á neyslu eiturlyfja á meðal
ungmenna á Akureyri en
vonar um leið að hugarfars-
breyting sé væntanleg.
„Sá hópur sem stundar
hér dreifingu og sölu á
fíkniefnum er ákaflega lítUl,
segir Daníel Guðjónsson.
„Neysla ungmenna á eiturlyfjum
skapar hins vegar grundvöll fyrir
þessa eiturlyfjasala tU að vinna sín
verk áfram og það er því að mörgu
leyti í höndum unga fólksins að
snúa þessu við.
MilcUl hugur er nú í Akureyring-
um eftir vel heppnuð fjöldamót-
Danfel Guðjónsson Yfirlögregluþjónn á
Akureyri segir það íhöndum unga fólksins
að spyrna gegn eiturlyfjum og ofbeldi
mæli þar síðastliðinn föstudag. Ungt
fólk í bænum gaf þar sterk skUaboð
um að nú nóg væri komið. Fréttir af
tveimur hrottalegum líkamsárásum
þar nyðra voru að sögn skipuleggj-
enda kveikjan að mótmælunum.
Pabbinn rannsakaði málið
sjálfur
„Daginn eftir fór ég á
staðinn þar sem þetta gerð-
ist og fann kúbein sem
notað var tíl að ógna syni
mínum," segir Stefán
Heimir Stefánsson faðir
fórnarlambsins í fyrr-
nefndri árás. Stefán segir
lögregluna þó hafa staðið
sig vel en þeir séu undir-
mannaðir og því geti ver-
ið erfitt að rannsaka mál
eins og þetta. „Ég rann-
sakaði þetta í samstarfi við
lögregluna og bauðst bara
tU þess að keyra um og sjá
hvort ég gæti hjálpað," segir
Stefán og bætir við: „Ég er mjög
ósáttur með að þessir vitleysing-
ar fái að vaða uppi og sverta
mannorð einhvers
sem hefur aldrei
komið nálægt eitur-
lyflum.“
Stefán hefur
ekki fengið neinar
hótanir frá obeldis-
„Neysla ungmenna á
eiturlyfjum skapar
hins vegar grundvöll
fyrirþessa eiturlyfja-
sala til að vinna sín
verk áfram og það er
því að mörgu leiti í
höndum unga fólksins
að snúa þessu við."
mönnunum og segist treysta syni
sínum fullkomlega í þessu máli.
„Hann er ekki í slagtogi við neina
svona menn. Þetta er drengur sem
er heima hjá sér í tölvunni og hegð-
unarmynstur hans myndi lUdega
breytast eitthvað ef hann væri í ein-
hverjum efnum," segir Stefán sem
vonar að málið gangi hratt fyrir sig
og ofbeldismennimir verði dæmdh.
andri@dv.is
breki@dv.is
Brasilíumaður fannst látinn á skeri við Stokkseyri
Léttir að óvissunni um afdrif Ricardos hafi verið eytt
Slgrún Ósk Kristjánsdóttir
markaðs- og atvinnufulltrúi
Seinni partinn á laugardaginn
fékk lögreglan á Selfossi tilkynn-
ingu um að maður sæist liggja á
skeri rétt fyrir utan Stokkseyri.
Lögreglan fór á staðinn og kom
fljótlega í ljós að um lík var að
ræða. „Það er talið að þetta sé
Ricardo Correia Dantas sem sakn-
að hefur verið í tæpan mánuð,“
sagði lögreglan á Selfossi aðspurð
um málið. Ricardo fór af heimili
sínu á Stokkseyri þann 2. apríl og
hófst mjög umfangsmikil leit að
honum fljótlega eftir það. „Við
verðum að trúa því að Guð sjái um
sköpunarverk sitt,“ sagði Anna
Kjartansdóttir eftir að leit að
Ricardo hætti en hann bjó hjá fjöl-
skyldu Önnu á Stokkseyri. Lögregl-
an gat ekki gefið upp hvort líkið
væri illa farið en það var karlmaður
sem var af erlendu bergi brotinn.
„Einskis annars er saknað og við
teljum að þetta sé hann þangað til
annað kemur í ljós,“ sagði Lögregl-
an á Selfossi um líkfundinn í gær.
Anna segir nú að það sé mikill
léttir að óvissunni um afdrif
Ricardso skuli vera eytt. „Vissulega
höfum við haft veika von um að
hann fyndist á lífi.“ Að sögn Önnu
er allt útlit fyrir að l£k Ricardo hafi
ekki legið í sjó allan þann tíma sem
hans hefur verið saknað. „Lík hans
var ekki þannig útlits og engir
áverkar fundust á líkinu.“
Anna segir að þannig hagi til í
fjörunni á Stokkseyri þar sem lfk
Ricardo fannst, að mikið sé af
tjörnum og hrauni en lík hans
fannst í einni þeirra. Hún segir það
með ólíkindum að hann skuli ekki
hafa fundist fyrr þar sem menn
hafi marg oft leitað þar sem líkið
fannst.
Ricardo Correia Dantas Llk fannst á skeri
skammt utan við Stokkseyri.