Dagblaðið Vísir - DV - 02.05.2005, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 02.05.2005, Blaðsíða 16
16 MÁNUDAGUR2. MAÍ2005 Heilsan DV Jane Fonda leikur fyrir peningana Jane Fonda, fyrrverandi líkamsræktargúru og óskarsverðlaunahafi, hefur viðurkennt að hafa eingöngu leikið í myndinni Monster-in law vegna peninganna, en Jennifer Lopez fer með eitt aðal- hlutverkanna. Fonda hefur ekki leikið í kvik- mynd í 15 ár en hún býr núna í Georgíu þar sem hún fæst við gógerðastarfsemi. „Verum bara hreinskilin. Ég bý í Gerogíu þar sem ég sinni góð- gerðastarfsemi. Ég er 67 ára og ég lifi ekki að ei- lífu," segir Jane sem kveðst ætla að nýta helm- ing launa sinna til góðgerðamála. „ Haföu vatn ávallt við höndina, oft rugiar maður þorsta við svengd. til að halda auka- kílóum í skefjum Taktu fram konfektid, smákakurnar og ostana þegar þú færð gesti eöa taktu gódgætid nieð i vinnuna og gefðu samstarfs- fólkinu. Fylltu isskápinn af ávöxtum, græn- meti, fitulausri jógúrt, undan- rennu og hnetum. Settu þéreitt eða tvö raunhæf markmid. Settu undanrennu eða léttmjóik útí kaff- iðogfarðuí göngutúr á hverj- um degi. ______ Vendu þig á að borða þegar þú finnur fyrir svengd en ekki hvenær sem þig iangar. H/mt t&i Lítill svefn orsakar sykursýki Nýjar rannsóknir bandarískra vísinda- manna gefa til kynna að lítill svefn sé einn þeirra þátt sem leitt geta til sykur- sýki, sérstaklega þegar eldra fólk á i hlut. Spurningar um svefnvenjur voru lagðar fyrir 1486 einstaklinga á aldrin- um 53-93 ára og voru svörþeirra greindmeð hliðsjón afkönnunum sem gerðar voru á sykurþoli þeirra. Þeir sem sváfu almennt íminna en I fimm klukkustundir í senn áttu I tvöfaltmeiri hættu á að fá sykursýki en þeir sem sváfu i sjö eða átta tíma. Aftur á móti kom einnig í Ijós að hættan á sjúk- dómnum jókst effólk svafoft í meira en níu klukkutlma. Talsmaður vísinda- mannanna segirað næsta skrefveröi að athuga hvort hægt sé að nota rétt- ar svefnvenjur til að lækna fólk af sykuróþoli. Komdu sæll Lýður Ég var að velta einu fyrir mér. Fóstureyðingar eru leyfðar samkvæmt ís- lenskum lögum, en fyrir hvaða tíma þarf að framkvæma fóst- ureyðingu og hvemig er hægt að skilgreina ná- kvæmlega hvenær líf hefst? Finnst þér kannski að banna ætti fóstureyðing- aralfarið? Kveðja og þakkir fyrir skemmtilega og fræðandi pistla Karólína Sælvertu Algengasta skilgreiningin á lífi er að það kvikni við samruna eggs og sæðis. Þá hefst ferli sem leiðir ótrufl- að til fullskapaðs einstaklings. Páfa- garður er ekki sammála þessu held- ur gerir ráð fyrir óheftum samskipt- um þessara lífskveikja, það er ekki má trufla eða hafa nein áhrif á það ferli sem leiðir til getnaðar eins og að nota verjur eða hormón. Þessi sýn felur í raun í sér einn maka og ekkert samlífi fram að því. Illa hefur sköpunarverkun- um gengið að feta þessa slóð. Eftir getnað er líf kviknað og frá siðferðilegu sjónarhorni harla erfitt að setja mörk hvenær skuli leyfilegt að eyða fóstri og hvenær ekki. Reglan er engu að síður sú að sé ákvörðun um fóstureyðingu á annað borð tekin skuli það gert sem fyrst og í síðasta lagi á þrettándu viku. Augljóslega er inngripið minna á fyrri stigum og mæðurnar jafna sig fyrr. Ég mæli þó eindregið gegn fóst- ureyðingum, nema að mjög vel at- huguðu máli, þetta er stór ákvörðun og sé móðir á móti slíku í hjarta sínu á hún að hlusta á sína innri rödd þótt það kosti basl og brambolt. Ég hef heyrt þó nokkrar konur gráta yfir Ég hefheyrt þó nokkr- ar konur gráta yfir svona ákvörðun, jafn- vel löngu síðar, en á hinn bóginn man ég bara eftir einni sem sá eftir að fæða. svona ákvörðun, jafnvel löngu síðar, en á hinn bóginn man ég bara eftir einni sem sá eftir að fæða. Framköllun fæðingar á sfðari stigum meðgöngu er aldrei viðhöfð nema líf móðurinnar liggi við, litn- ingagalli komi í ljós eða meiriháttar vansköpun. í öllum þessum tilvik- um tel ég slfkt rétdætanlegt og jafn- vel eina kostinn í stöðunni. Að heimsækja barnið sitt í kirkjugarð- inn þarf ekki alltaf að vera versti kosturinn, höfum það hugfast. Sem betur fer lenda fæstir í svona þreng- ingum en þegar það gerist fagna ég sérstaklega okkar góðu löggjöf. Algjört bann við fóstureyðingum hentar illa þjóðfélögum nútímans sem gera mikið út á samlíf og maka- skipti. Þó tel ég fóstureyðingar vera ofnotaðar. Sumum virðist ekki finnast þetta neitt tiltökumál og bera við léttvægum ástæðum í hug- um margra. A hinn bóginn má kannski líka segja að sé áhugi á kom- andi h'fi ekki meiri en svo þá sé fóst- ureyðing kannski farsælust. Um þetta má endalaust deila en rétttrúnaður í þessum efrium er enginn, sumir vita kannski af eigin vömmum en þau forrréttindi eru ekki allra. Því segi ég: Sértu alfarið á móti fóstureyðingum gakktu þá með þín börn en láttu hina um sín og guð síðan um allan pakkann. Lýðrn Eygló Þorgeirsdóttir snyrti- og fótaaðgerðafræðingur og eigandi snyrtistofunnar Eygló gengur með okkur inn i sumarið. Leyfðu fótunum að njóta sín Hvað þarf að hafa í huga þegar keyptir eru nýjir skór Þegar keyptir eru sandalar þarf að gæta þess að fætur nemi aldrei við brúnir sandalana. Tær og hælar eiga að liggja að minnsta kosti að liggja einn sm fyrir innan brún þegar þú stígur fast í fótinn. Algengt er að samskeyti séu í botni sandalanna sem eru um það bil hálfan sm frá ystu brúnum þeirra og liggja allan hringinn. í þessum tilvikum eiga tær og hælar að vera hálfan sm fyrir innan samskeytin þegar stigið er fast í fótinn. Séu hærri kantar á brúnum sandalanna þarf fólkyfirleitt að fá sér skó sem eru einu númeri stærri en vanalega. Hafið hugfast að skónúmer geta verið mjög breytileg og engin ætti að kaupa skó eftir þeim heldur því sem passar. Hvað getur gerst Mundu að óeðlilegur núningur fótanna í skóm mynda harða húð og við sífelldan núning £ langan tíma fer harða húðin að þrýsta sér niður í neðri lög húðarinnar það sem taugar liggja. Þetta er kallað líkþom og sárs- aukanum sem þeim fylgir líkja marg- ir við tannpfnu. Ef þú ert viðkvæmur fyrir slíkum núningi er nauðsynlegt að þú forðist skó sem hafá sauma eða samskeyfi. Ef þú þjáist ef likþomum skaltu fara í til fótaaðgerðafræðings og fá ráðgjöf oghjáp. Hafðu hugfast fótaaðgerðafræð- ingur og fótsnyrtir em tvær ólíkar sr- arfsgreinar. Hvað er upplagt Fallegir sandalar og fallegar tær em augnayndi. Farðu til snyrtifræð- ings og fáðu „ffench manicure á neglumar”. Það er ótrúrúlega gaman að geta dáðst að tánum sínum og ganga berfættur og sætur inn í sum- arið. Eygló Heilbrigöir fætur Mikilvægt er aö veija skóbúnaö afkostgæfni og hafa þægindin ifyrirrúmi.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.