Dagblaðið Vísir - DV - 02.05.2005, Blaðsíða 19

Dagblaðið Vísir - DV - 02.05.2005, Blaðsíða 19
DV Sport MÁNUDAGUR 2. MAÍ2005 19 „Ég fékk rauða spjaldið og Kári var kýldur og missti nokkrar tennur. Þetta var mómentið sem varð tilþess að áhugi þeirra kviknaði." frá þeim Ásgeiri Sigurvinssyni og Loga Ólafssyni. „Ekki spuming. Ég bíð eftir símtalinu," segir Sölvi hvergi banginn. Siggi kom okkur út Báðir leikmennimir em sammála inn að Sigurður Jónsson, þjálfari Víkings, eigi stærstan þátt í að þeir séu þar sem þeir em í dag - atvinnu- menn hjá einu besta liði Svíþjóðar. „Ég get nefnt sem dæmi að þegar Víkingur var í fyrstu deild fyrir tveimur ámm átti ég ekkert sérstakt tímabil. En Siggi hafði óbilandi trú á mér, hélt alltaf áfram að spila mér og var duglegur að segja mér hvað ég gæti orðið. Þegar maður heyrir sl£k frá þjálfaranum sínum er ekki hægt annað en leggja sig allan fram við að bæta sig,“ segir Kári og Sölvi tekur undir. „Hann á langstærstan þátt því í að ég er hér í dag,“ segir Sölvi. Hann talar um Sigurð sem besta þjálfara sem leikmaður getur hugsað sér. „Hann er mikill húmoristi og það er einfaldlega skemmtilegt á æfingum hjá honum. En um leið nær hann að halda uppi aga og menn komast ekki upp með neitt múður hjá honum. Hann er frábær þjálfari," em þeir sammála um og bæta við að ef eitt- hvað er komist leikmenn upp með meira hjá atvinnumannaliðinu Djurgarden heldur en hjá áhuga- mannaliðinu Víkingi. vignir@dv.is „Ég ætla ekki að fest- ast í Svíþjóð. Ég sætti mig ekki við að vera hér allan ferilinn og ætla mér hærra." að æfa. Nú á ég að hvíla mig í nokkr- ar vikur og ég ætía að reyna það,“ segir Sölvi. Eins og einhverjir kannski muna hlaut Kári eldskím sína með ís- lenska landsliðinu í vináttuleiknum gegn Ítalíu í lok mars. Gleðin átti hins vegar eftír að reynast skamm- vinn fyrir Kára því hann fékk að líta rauða spjaldið eftir að hafa verið inn á í rúmar tvær mínútur. Kári hlær þegar hann rifjar atvikið upp en blaðamanni lék forvitni á að hvemig landshðsþjálfararnir bmgðust við atvikinu. „Þeir sögðu voða lítið en tóku þessu mjög létt. Þeir sögðu mér að ég væri reynsluh'till, sem er auðvitað rétt, og því væri ekki hægt að vera mjög pirraður út í mig. Hefði þetta verið leikreyndari maður hefðu þeir hins vegar líklega bmgðist harðara við," segirKári. Sölvi hefur enn sem komið er ekki verið vahnn í A-landshðið en er af flestum tahnn framtíðarmaður þar. Hann er lykhmaður hjá U-2I árs landshðinu og segist klár komi kalið Jóhann B. Guðmundsson er á sínu öðru ári með Örgryte fllltaf gaman að mæta ððrum íslendingum í Svíþjóð Jóhann B. Guðmundsson, leik- maður örgryte, var í eldlínunni með hði sínu gegn Djurgarden þeg- ar DV bar að garði í vikunni. Jó- hann var í byrjunarliðinu en átti ekki sinn besta dag og var tekinn af leikvelh fljótíega í síðari hálfleik. „Úff, hvað ég var lélegur í dag,“ sagði Jóhann í samtali við DV eftir leildnn, fullkomnlega meðvitaður um slaka frammistöðu sína. Jóhann hélt fyrst í atvinnu- mennsku árið 1998 og þá til Wat- ford í Englandi. Þar lék hann tíl loka tímabilsins ársins 2000 áður en hann gekk í raðir Lyn í Noregi. f fyrra færði Jóhann sig um set tíl Ör- gryte í Svíþjóð þar sem hann hefur spUað við góðan orstír, ýmist á hægri eða vinstri væng hðsins Sænski og norski boltinn eru svipaðir Spurður um muninn á knatt- spyrnunni í þessum löndum segir Jóhann að England sé tiltölulega frábrugðið Norðurlöndunum. „DeUdirnar í Noregi og Svíþjóð eru mjög líkar en í Englandi er tímabilið mUdu lengra og harkan og hraðinn mun meiri. ÖU um- gjörðin er miklu meiri og stærri og maður finnur fyrir miklu meiri áhuga almennings. Það er heldur meiri hraði í Noregi en í Svíþjóð en í Svíþjóð er reynt að spUa boltan- mn aðeins meira. Annars er þetta mjög lflct." Jóhann segir Örgryte vera eUítið á eftir aUra bestu liðum Svíþjóðar en að liðið eigi vel að geta „Tækling Kára gegn ítalíu gleymist seint." verið um miðja deild þegar tíma- bUinu lýkur í haust. „Við ertnn með tvo BrasUíu- menn í okkar liði sem eru algjörir lykUmenn og ef þeir eru í stuði get- um við unnið aha,“ segir hann. Jó- hann segir að það sé vissulega svo- htið skrítið að mæta löndum sínum á knattspyrnuveUinum í Svíþjóð, þó svo að hann og Kári hafi ekki náð að spUa samtímis á veUinum í þetta skiptið. „Það er aUtaf gaman þegar ís- lendingar eru í liði andstæðing- anna. Ég þekki Kára og Sölva reyndar lítið en það er aUtaf stemn- ing þegar ég hitti menn eins og Hjálmar Jónsson hjá Gautaborg og Pétur Marteinsson hjá .Hammar- by," segir Jóhann. „En ég sá náttúrlega tæklinguna hjá Kára á móti Ítalíu. Hún gleym- ist seint," sagði Jóhann og hló. Hann á tvö ár eftír af samningi sín- um hjá örgryte og býst við að sjá hann út. „Mér hður mjög vel hjá Örgryte en félagið er staðsett f út- hverfi Gautaborgar. Ég hef hug á að vera í atvfrinumennsku eins lengi og ég get og Svíþjóð er land sem mér líkar afar vel við.“ Vængmennirnir heilsast Jóhann B. Guðmundsson tekur í höndina á ibrahim Ba fyrir leik Djurgarden og örgryte. Fyrrverandi heimsmeistarinn og leikmaður AC Milan, Ibrahim Ba, spilar nú með Djurgarden Þeir eru algjör martröð á æfingasvæðinu Frægasti leikmaður sænsku úrvalsdeildarinnar og sá sem fær óumdeilanlega mesta athygli í sænskum blöðum er Ibrahim Ba, samherji Kára og Sölva hjá Djurgarden. Margir muna líklega eftir Ba í herbúðum AC Milan þar sem hann dvaldi í ein sex ár eftir að hann sló í gegn með Bordeoux í Frakklandi. Ba varð meðal ann- ars heimsmeistari með franska landsliðinu árið 1998 og var um tíma talinn einhver besti vængmaður heims. En fallvölt getur gæfan orðið eins og ferill Ba sannar. „Undir eðlilegum kringumstæðum væri hann löngu dottinn út úr liðinu. En hann erstjarna og þeir borga honum fullt afpeningum." „Mér líkar mjög vel við Kára og Sölva. Þeir em frábærir strákar," sagði Ibrahim Ba, í samtali við DV, eða „Ibou“ eins og hann er jafnan kallað- ur meðal liðsfélaga sinna. „Ég var mjög ánægður fyrir hönd Kára þegar hann var valinn í landslið- ið og síðan er Sölvi auðvitað lykilmað- „Þeir éru ungir og það sést stundum í leik þeirra. Kári vill helst vera út um allan völl og getur verið svolítið bráður." ur í ungmennaliðinu. Ég tel mjög mikilvægt að atvinnumenn fái tæki- færi með landsliðum sínum," segir hann. „Ibou“ hefur htið spilað með Sölva Geir vegna meiðsla hans en hann hefur spilað við hlið Kára í öll- um leikjum Djurgarden það sem af er leiktíðinni. Hann segir Kára eiga framtí'ðina fyrir sér. „Þeir em ungir og það sést stund- um í leik þeirra. Kári vill helst vera út um allan völl og getur verið svolítið bráður. Hann verður að muna að leikurinn er 90 mínútna langur en ekld bara 45 og það má ekki sprengja sig strax á upphafsmínútunum. En það er eitthvað sem lagast með tím- anum,“ segir „Ibou“. Hann segir þá félaga vera martröð á æfingasvæðinu. „Þeir gefa alltaf allt sem þeir eiga og ég held að íslendingar viti ná- kvæmlega hvernig þeir spila. Þeir spila mjög hart en mér finnst þeir ekki grófir." Spurður um hvað í ósköpunum Ba, fyrrverandi heimsmeistari með Frakklandi og leikmaður með ítalska stórveldinu AC Milan, væri að gera með Djurgarden í Svfþjóð sagði hann ástæðuna vera ævintýraþrá. „Mig langaði að komast í nýtt umhverfi og skoða heiminn. Sviþjóð er mjög gott land og Stokkhólmur er frábær borg þannig að þegar Djurgarden hafði samband varð ég strax mjög áhuga- samur. Ég held að ég geti miðlað reynslu minni til hinna fjölmörgu ungu leikmanna Mðsins og hjálpað þeim að taka næsta skref,“ sagði „Ibou“. Hleypur eins og Siggi Jóns Kári og Sölvi kippa sér ekki upp við að spila með heimsffægum knatt- spymumanni og sögðu hann einfald- lega vera einn af strákunum. „Hann er með mestu lætin í hópnum ef eitt- hvað er og er algjör grínisti. Það eru engir stjörnustælar í honum hann er mjög almennilegur við okkur," sagði Kári. Fjöfrniðlar í Svíþjóð hafa ekki farið fögrum orðum um frammistöðu Bas í fyrstu leikjum sænsku úrvalsdeildar- innar og em þeir flestir sammála um að hann hafi engan veginn staðið undir þeim gríðarlegu væntingum sem gerðar vom til hans. Undirritað- ur getur tekið undir það; Ba hefur misst mikinn hraða og og í leiknum gegn Örgryte var hann líklega lélegasti leikmaður vailarsins. „Undir eðlilegum kringumstæð- um væri hann löngu dottinn út úr lið- inu. En hann er stjarna og þeir borga honum fullt af peningum. Þeir verða að spila honurn," segir Kári. „Þú sérð bara hvemig hann hleypur. Það minnti mig hlaupastílinn hans Sigga Jóns í dag, hann haltrar nánast," segir Sölvi og þeir félagar skella upp úr.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.