Dagblaðið Vísir - DV - 02.05.2005, Blaðsíða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 02.05.2005, Blaðsíða 17
DV Heilsan MÁNUDAGUR 2. MAÍ2005 17 Snúinn lestur Það getur verið snúið að lesa inni■ haldslýsingar Einfaldar innihalds- lingar 'Bandarísf^firvöld leita nú leiða til að gera inni- haldslýsingar á matvælum almenningi auðveldari aflestrar og óska eftir hugmyndum sem auðvelda talningu hitaeininga. Lagt er til að hætt verði að segja hversu margar hitaeiningar eru í einum skammti eins og oft er gert. Slíkar upplýsingar séu mjög misvlsandi og yfirleitt sé því þannig farið að þeir skammtar sem miðað er við séu aðeins um helmingur þess sem fólk borðar í raun og veru. Er ekki kallaður jógakarlinn íyrir ekki neitt Hvað gerir þú þértil heilsubótar „Ég stunda fýrst og fremst jóga enda er ég ekki kallaðurjógakarlinn fyrir ekki neitt,“segir jógakennarinn Guðjón Bergmann með glettni. „Ijóga gæti ég að fimm mikilvægum þáttum sem eru: 1 I .Líkamsæfingar fyrir alla hluta líkamans. 2. Öndunaræfingar. 3. Hvíld og slökun. 4. Mataræði. SJákvætt hugarfar og hugleiðsla. Ég gæti sagt mikiö um hvern og einn þessara þátta en í stuttu máli tel ég aðalatriðið vera að halda jafnvægi á milli þeirra." Smári Jósafatsson var feitur vélvirki þegar hann ákvað að hella sér út í líkams- rækt og taka mataræðið í gegn. Hann varð svo áhugasamur að hann ákvað að læra að verða einkaþjálfari og hefur á síðustu árum aukið við þekkingu sína og sérhæf- ingu. Smári kynntist Pilates-æfingum í London í fyrra og varð sérstaklega heillað- ur af gólfæfingum með bolta sem hann segir gríðarlega árangursríkar. Smári Jósafatsson Lærði einkaþjálfun og hefur nú sérhæft sig f Pilates-gólfæfingum með bolta. heyra skemmtilegar sögur frá þakklát- um skjólstæðingum sínum. „Margir sem hafa verið hjá mér fá viðbrögð frá fólki í kringum sig um hvað það er orðið reistara og beri sig betur," segir Smári að lokum. Forðastu hrukkur Það eru til ýmsar leiðir til að forð- ast hrukkur. Þá er ekki verið að tala um að drekkja húðinni íein- hverjum snyrtivörum heldur er þetta spurning um að breyta að- eins mataræðinu. Ekki þarfmikið til, þetta eru örfá atriði sem mað- ur mun varla taka eftir. Til dæmis er mjög gott að bæta rifnum gul- rótum út í pastasósuna, setja fersk spínatblöð i salatið og borða hræring úr vanillujógúrt og ávöxt- um á hverjum degi. Brokkolí með fitusnauðri ídýfu er lika iostæti sem allir geta borðað. Mikilvæg- ast er þó að borða nóg afávöxt- um og þá helst hitabeltisávexti. Papaja, mangó og aðrir exótískir ávextir eru ekki bara góðir fyrir þig, heldur eru þeir lika ferskir og góðir á bragðið. Prófaðu einnig að leita að ávaxtasafa sem er búinn til úr ávöxtum með hátt karótín- magn, ekki kaupa alltafgamla, góða eplasafann. Ganga er holl - Margir segja að besta ráðið til að koma í veg fyrir streitu og kvíða sé dagleg gönguferð. Það eina sem sé erfitt sé að gera göngurnar að fastri venju. Hreyfingunni fylgir svo margt jákvætt. Þú nærð að tæma hugann og kemur likaman- um / betra horfog slíkt bætir iðu- lega sjálfstraust fólks. Þetta þarf ekki að taka langan tíma, tiu mín- útna ganga í nágrenninu er sögð geta haft mikil og góð áhrif. Blóð- ið kemst á hreyfingu og spenna i vöðvum losnar. Þú hefur engu að tapa fyrir utan þessar tíu mínútur en heilmargt að vinna. með biltaælingum „Ég var kominn vel yfir hundrað kíló, var orðinn gjörsamlega akfeitur og gat varla hreyft mig," segir Smári en hann trúði því lengi vel að hann gæti haldið sérí formi eftir að hann hætti að stunda íþróttir. „Ég fitnaði og fitnaði og leið verr eftir því sem árin liðu. Að lokum var ég búinn að fá gjörsamlega nóg af sjálf- um mér og lífemi mínu,“ segir Smári sem á þessum tíma starfaði sem vél- virki og sölumaður. Hann ákvað að breyta um lífsstfl, byrjaði á því að bæta mataræðið og fór í ræktina. Heiljaðist af boltaæfingum „Ég léttist hægt og rólega viku eftir viku og léttist samtals um 17 kfló,“ segir hann. Smári varð smám saman gagntekinn af lflcamsrækt og ákvað fljótlega að læra að verða einkaþjálfari og hóf slflct nám árið 2001. Á síðustu árum hefur Smári aukið við þekkingu sína á lflcama og sál, auk þess sem hann veitir almenna ráðgjöf um mataræði. Á síðast ári fór hann á nám- skeið og lærði allt um Pilates-æfingar og heillaðist sérstaklega af þeirri aðferð að nota bolta með Pilates-æf- ingum. Fólk lengist við æfingarnar „Ég stundaði slflcar æfingar sjálfur og náði gnðarlegum styrk sem ég hafði ekki uppgötvað áður,“ segir Smári. Pilates-gólfæfingar ganga út á það að vinna með líkama og sál sem gerir það að verkum að maður verður meðvitaðri um það sem á sér stað í lflc- amanum. Hann segir árangurinn vera ótrúlegan, fólk lengist og öðlast meiri reisn eftir að hafa stundað Pilams- boltaæfingar. „Þetta em teygjuæfing- ar sem strekkja á vöðvum í kringum hrygginn. Þetta gerir það að verkum að hryggjarliðimir em ekki alveg Skemmtilegar æfingar Mjög styrkjandi æfingar sem móta flottar línur líkamans. klemmdir hvom við annan heldur myndast bil á rnilli þeirra þannig að fólk hækkar,“ segir Smári. Gott fyrir bakveika Smári kynntist Pilates-boltaæfing- unum fyrst í London síðasta sumar og hefur síðan þá þróað æfingamar, enda vildu þeir sem mættu á fyrstu námskeiðin endflega halda áfram. „Það em aðallega konur sem mæta til mín. Þetta er þó jafn gott fyrir karla og konur. Konurem einfaldlega fjótari að taka við sér þegar nýjungar í Iflcams- rækt er annars vegar," segir Smári og hvetur karla til þess að kynna sér þessa snjöllu gólfæfingar. „Karlar fá jafn mikið út úr þessu og konur. Ég hef verið með fólk sem hefur farið í alls- konar aðgerðir út af bakverkjum og brjósklosi. Þetta fólk á oft erfitt meö að æfa í tækjum lflcamsræktarstöðvanna og boltinn er mun þægilegra æfinga- tæki fyrir það,“ segir Smári. Virkar brennsluæfingar Þegar Smári er spurður um áhrif æfinganna í tengslum við fitu- brennslu segir hann boltaæfingamar reyna mfldð á lflcamann og auki vöðvamassann. „Vöðvarnir verða mjög virkir við þetta. Æfingamar valda aukinni brennslu sem varir í langan tíma eftir að æfingum lflcur. Ég myndi segja að helmingur þess fólks sem kemur til mín geri þetta til að grennast og árangurinn er mjög góð- ur. Fólk verður ekki kubbslegt við þessar æfingar, heldur myndast fal- legir og sléttir vöðvar og teygjumar verða til þess að auka reisn einstak- lingsins," segir Smári sem oft fær að Mikilvægt er að hugsa vel um alla vöðva líkamans, líka grindarbotnsvöðvana Þjálfaðu grindarbotninn Byrjaðu á því að finna réttu vöðvana. Reyndu að stöðva bununa við þvaglát, en það er auðveldast í lokin. Þegar þú finnur að þú hefur náð tök- um á þessu, getur þú fundið hversu mfldð þú átt að taka á með því að reyna að hætta í miðri bunu. Þú skalt standa með fætur í sundur og styðja grindarbotns- vöðana með annarri hendi. Ef þú spennir vöðvana rétt átt þú að finna grindarbotninn lyftast frá hendinni en síga niður þegar þú slakar á. Mikilvægt er að slaka á milli vöðvasamdrátta. Þú átt ekki að þrýsta vöðvunum niður heldur slaka á þeim. Þegar þú hefur náð að beita vöðv- unum rétt, spennir þú þá eins og þú getur án þess að nota aðra vöðva og fjölgar samdráttum smám saman upp í 8-12 í hvert sinn sem þú æfir. Reyndu smám saman að halda hverjum vöðvasamdrætti í um 6-8 sekúndur. Þegar þú hefur náð góðu valdi á vöðvasamdrætti getur þú reynt að spenna vöðvana enn betur 3-4 sinn- um með hraðri spennu upp á við áður en þú slakar á. Grindarbotnsæfingar á að gera þrisvar sinnum á dag 8-12 sinnum fækka æfingunum tfl að viðhalda Byggt á grein á femin.is. hverju sinni til styrktar. Síðan má vöðvastyrknum

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.