Dagblaðið Vísir - DV - 02.05.2005, Blaðsíða 37

Dagblaðið Vísir - DV - 02.05.2005, Blaðsíða 37
r DV MÁNUDAGUR 2. MAl2005 37 Það er alltaf viðburður þegar Bruce Springsteen sendir frá sér nýja plötu. Hans þrettánda plata, Devils And Dust, kom út í síðustu viku og, eins og Trausti Júlíusson komst að þegar hann kynnti sér hana, er karlinn síður en svo orðinn uppiskroppa með yrkisefhi. „Þetta er í grunninn lag um íraks- stríðið frá sjónarhorni hermanns, en það er hægt að túlka textann á fleiri vegu," segir Bruce Springsteen í ný- legu viðtali þegar hann er spurður um titillag plötunnar Devils And Dust sem kom út í síðustu viku. Hann samdi lagið fyrir rúmum tveimur árum þegar stríðið skall á. Textinn segir ffá hermanni sem efast um gjörðir sínar, þrátt fyrir að það hafi verið marg brýnt fýrir honum að hann sé í sama liði og Guð. Þetta er einmitt eitt af einkennum íraks- stríðsins eins og margra annarra stríða í mannkynssögunni. Stríðandi fylkingar telja sig báðar hafa Guð á sínu bandi. Devils and Dust-textinn er einn margra sterkra texta á nýju plötunni. Hún staðfestir það sem aðdáendur Bruce hafa lengi vitað, að hann er fyrst og ffemst góður sögumaður með hjartað á réttum stað. Sonur einkaritara og strætó- bílstjóra Bruce Springsteen fæddist í Free- hold í New Jersey 23. september 1949. Móðir hans var einkaritari, en faðirhans strætóbílstjóri. Bruce fékk snemma áhuga á tónlist og varð á unga aldri fyrir miklum áhrifum ffá Elvis Presley og Chuck Berry. Hann hóf ferilinn sem trommuleikari en gafst fljótlega upp á trommunum og keypti sér rafmagnsgítar. Hann hóf að semja lög og texta á unglingsár- unum og var meðlimur í ótal hljóm- sveitum á árunum 1965 - 1972. Engin þeirra náði þó að vekja ein- hverja athygli að ráði. Hann fékk hins vegar stóra tæki- færið þegar umboðsmaðurinn hans, Mike Appel, reddaði honum áheyrn- arprufu hjá John Hammond, útgáfu- stjóra Columbia-plötufyrirtækisins. Þann 3. maí 1972 söng Bruce tólf lög og spilaði undir á gítar og píanó. John Hammond kolféll fýrir honum og gerði við hann samning. Bruce hefur verið hjá Columbia síðan þá. Born To Run Fyrstu tvær plötur Bruce Spring- steen vöku litla athygli, en með þeirri þriðju, Born To Run sem kom út 6. september 1975, sló hann í gegn. Vinnsluaðferðimar og hljóm- urinn á plötunni vom undir áhrifum frá „hljóðvegg" Phils Spector. Hljóð- færunum var hlaðið inn þangað til hljómurinn var orðinn þykkur lfkt og um stórsveit væri að ræða. Bestu lögin á plötunni, lög eins og titillagið, Thunder Road, Backstreets og Jungleland vom epísk stórvirki, sannkölluð popp- snilldarverk. Plátan fékk frábæra dóma og seldist vel. Allt í einu var Bmce orðinn „framtíð rokksins" og „arftaki Bobs Dylan" og Time og Newsweek settu hann á forsíðu í sömu vikunni í október 1975. Fjögurra klukkustunda mara- þonkeyrsla Vinsældir Bmce Springsteen náðu hámarki með plötunni Born In The U.S.A. sem kom út árið 1984. Þetta er ein mest selda plata níunda áratugarins og á henni em sjö smá- skífulög sem öll náðu vinsældum: Dancing In The Dark, Cover Me, Bom In The U.SA, I’m On Fire, Glory Days, I’m Going Down og My Hometown. í kjölfar Bom In The U.SA. fór Bmce á mikið tónleikaferðalag með hljómsveitinni The E Street Band. Sú tónleikaferð er margrómuð fýrir þá ótrúlegu orku sem sveitin bjó yfir. Bandið spilaði í heila íjóra tfma og allan tímann var Bmce á fullu á svið- inu. Höfúndur þessarar greinar var á einum af þessum tónleikum, í Mont- pellier í Frakklandi vorið 1985 ásamt 60 þúsund tónleikagestum. Bmce náði þeim öllum á sitt band og hélt þeim heitum alla fjóra tímana. Einföld rokklög með kántrí- og þjóðlagaáhrifum Vinsældimar minnkuðu á tíunda áratugnum, en þær jukust aftur þeg- ar E Street Band var endurvakið árið 1999. Platan The Rising, sem kom út fyrir þremur ámm, var fyrsta plata Bmce með hljómsveitinni í 15 ár. Hún fékk fínar viðtökur. Það kemur því svolítið á óvart að hann skuli ekki nota sveitina á nýju plötunni. Bmce gerði Devils And Dust með Brendan O’Brien upptökustjóra og bassaleikara og Steve Jordan trommuleikara. Flest önnur hljóð- færi spilar Bmce sjálfur á. Kassagít- arinn er áberandi, en það er líka raf- magnsgítar í nokkmm laganna, og svo bregður fyrir orgeli, blásturs- hljóðfærum og strengjum. Það em órafmögnuð lög á Devils And Dust þar sem Bmce næstum því hvíslar, en það em líka einföld rokklög sem em undir áhrifúm frá kántrí- og þjóðlagatónlist. Mörg laganna á plötunni samdi Bmce á tónleikaferðinni sem hann fór á í kjölfar The Ghost Of Tom Joad árið 1996. Önnur em nýrri, t.d. titil- lagið. Upphaflega tók Bmce bæði upp reiða rokkútgáfu og kassagítars- útgáfu af laginu, en var ekki nógu ánægður. Þá kom Brendan upp- tökustjóri með hugmynd sem var eiginlega mitt á milli. Þetta á við um fleiri lög á plötunni. Söguraf fólki Textalega séð er Bmce í miklu stuði á Devils And Dust. Þetta em sögur af fólki og örlögum þess eins og oft áður. Matamoros Banks fjallar um ólöglegan innflytjenda sem kemst ekki lifandi yfir Rio Grande, The Hitter em endurminningar fyrrverandi boxara og Reno íjallar um mann sem fer á fund gleðikonu. í þeim texta er talað um endaþarms- mök, nokkuð sem varð til þess að platan er merkt með sérstökum við- vörunarmiða í Bandaríkjunum. Fyrsta upplaginu af Devils And Dust fýlgir DVD-diskur. Á honum em tónleikaupptökur af nokkrum laganna ásamt 5,1 hljóðblöndun af öllum lögunum. Devils And Dust hefur fengið fína dóma. Rolling Sto- ne gefur henni t.d. fjórar og hálfa stjörnu af fimm mögulegum. Helstu plötur Springsteen Stúdíóplötur Greetings From Ashbury Park N.J. (1973) The Wild The Innocent and the E Street Shuffle (1973) BornTo Run (1975) Darkness On The Edge Of Town (1978) The River (1980) Nebraska (1982) Born In The U.S.A. (1984) Tunnel Of Love (1987) HumanTouch (1992) LuckyTown (1992) The Ghost Of Tom Joad (1996) The Rising (2002) Devils And Dust (2005) Og líka: Live/1975-1985 (1986) Kassi með tónleikaefni Tracks (1998) Kassi með b-hlið- um og áður óútgefnu efni Live In New York City (2001) Ferill Bruce Springsteen 23. sept. 1949 Bruce Springsteen fæðist (Freehold (New Jersey 1965 Bruce kaupir sinnfyrsta gftar hjá veðmangara eftir að hann gafst upp á þv( að vera trommuleikari. 1965 -1972 Bruce er meðlimur ( hljómsveitunum The Rouges, The Castiles, Earth, Child, Steel Mill, Dr. Zoom &The Sonic Boom og Bruce Springsteen Band sem vekja litla athygli. 3. mal 1972 Bruce spilar tólf lög fyrir John Hammond hjá Columbia fyrirtækinu sem heillast og gerir samning við hann. 1973 Fyrsta platan, Greetings From Ashbury Park, NJ., kemur út. 1973 The Wild The Innocent and the E Street Shuffle kemur út. x 22. ma( 1974 Eftir tónleika Bruce ( Cambridge skrifar blaðamaðurinn Jon Landau í Rolling Stone: „Ég hef séð framtíö rokksins. Hún heitir Bruce Springsteen." Jon gerist skömmu s(ðar umboðsmaður Bruce. 1975 BornTo Run kemur út og fær frábæra dóma. 27. okt. 1975 Bruce prýðir forsíður tímaritanna Time og Newsweek 1976 -1977 Vegna málaferla við fyrrverandi umboðsmann sinn, Mike Apple, getur Bruce ekki tekið upp nýtt efni til að fylgja eftir Born To Run. Á meðan semur hann lög fyrir aðra, m.a. BecauseThe Nightfyrir Patti Smith og Fever fyrir Southside Johnny. 23. ma( 1978 Bruce fer (fyrstu stór- tónleikaferðina með hljómsveitinni The E Street Band. 1978 Darkness On The Edge Of Town kemur út. 1980 Tvöfalda platan The River kemur út. 1982 Hin rólega og persónulega plata Nebraska kemur út. 1984 Born InThe U.S.A. kemur út. Hún slær (gegn, selst 115 milljón eintökum og sjö lög komast inn á topp tíu í Bandaríkjunum. Henni er fylgt eftir með 15 mánaða fþrótta- leikvangatónleikaferð. Á henni spila Bruce og E Street Band sln frægu fjögurra t(ma maraþonsett. 1986 Hið fimmfalda plötubox Live/1975-1985 kemur út og selst ( þremur milljónum eintaka. 1987 Tunnel Of Love kemur út. 1989 Bruce segir skilið við E Street * Band. 9. júní 1991 Bruce giftist Patti Sd- alfa sem hefur verið (E Street Band síðan 1984. 1992 Tvær lélegustu plötur Bruce, HumanTouch og LuckyTown, koma útsamadag. á 1994 Lagið Streets Of Philadelphia, sem hljómar í kvikmyndinni Phila- delphia, slær í gegn og fær fjögur Grammy-verðlaun og einn Óskar. 1996 The Ghost Of Tom Joad kem- ur út. 1999 Bruce er tekinn inn í Rock N'Roll Hall Of Fame. E Street Band endurvakið. 2002 The Rising kemur út. 2004 Bruce er áberandi (Vote For Change-samtökunum sem styðja John Kerry baráttu sinni um forsetaembætti (Bandarlkjunum. 25. apr. 2005 Devils and Dust kem- t ur út.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.