Dagblaðið Vísir - DV - 02.05.2005, Blaðsíða 33
DV Menning
MÁNUDAGUR 2. MAÍ2005 33
Rúri vinnur enn með fallvötn
Á laugardaginn opnaði Rúrí
nýja innsetningu, Heillaður, í sýn-
ingarrými Fugls í verslun Indriða
á Skólavörðustíg 10. Sýningar-
stjórn Fuglsins segir: Þegar menn
hafa farið offari, hvort sem hefur
verið í útlöndum eða hér á íslandi,
hefur Rúrí ætfð verið ötul við að
vekja máls á málstað manna sem
ekki sætta sig við hugsunarleysi
eða sinnuleysi gagnvart fólki,
menningu þess eða umhverfi .
Undanfarin ár hefur hún vakið
heimsathygli með verkum sínum
þar sem umhyggja fyrir stórbrot-
inni náttúru er lykilatriði; Rúrí
nær að fanga náttúruöflin í sinni
stórkostlegustu mynd í viðleitni
sinni til þess að fá fólk, almenning
sem og ráðamenn, til þess að um-
gangast hana með auðmýkt og af
tillitssemi. Verk hennar, Fyssa, var
fulltrúi íslands á tvíæringnum í
Feneyjum 2003 og þar reyndist
Rúrí verðugur fulltrúi landsins á
alþjóðavettvangi, ekki fulltrúi
stjórnvalda, heldur landsins sjálfs
sem undanfarið hefur mátt líða
áþján ráðandi afla.
í rýmisverki sínu í sýningar-
rými Fugls vinnur Rúrí enn með
fossinn; Hér birtist hann áhorf-
andanum á fínlegan hátt í sam-
spili við texta sem vekur mann til
umhugsunar um framtíð lands, og
þjóðar.
Úr verki Rúrí Fallvötn í útrýmingar-
hættu sem hún sýndi f vetur f Lista-
safni fslands.
Fljúgandi bíll er dýrasti leikmunur sem framleiddur hefur verið samkvæmt Heims-
metabókinni. Chitty chitty bang bang leggur undir sig Broadway.
Á fimmtudagskvöld
var söngleikurinn Chitty
Chitty Bang Bang frum-
sýndur á Broadway. Bret-
um flaug það í hug fýrir
nær tveimur árum að gera
söngleik upp úr þekktri
barnabók sem síðar var
gerð að barnamynd:
Chitty Chitty Bang Bang.
Gamlar barnamyndir
vinsælir söngleikir
Kvikmyndin var gerð
1968 og var ein af þessum
háværu og skrautlegu Dis-
ney-myndum. Bretar
gengu hreint til verka á sín-
um tíma í London: til leik-
stjórnar var valinn þekktur
breskur leikstjóri Adrian
Noble, hertur úr löngum
slag við að halda úti tveim-
ur leikflokkum Konunglega
Shakespeare Kompanfsins.
Noble er flinkur leikstjóri
og fylgdi nánast sjálfkrafa í spor
Trevors Nunn þegar hann hætti
hjá RSC: fór í söngleikina.
Höfundur James Bond
Sagan um bílinn sem flaug er
sprottin úr hugarfylgsnum Ian
Fleming þess sem skóp James
Bond. Handritið að kvikmyndinni
1968 samdi annar snjall barna-
bókahöfundur: Roald Dahl. Tónlist
við kvikmyndina skrifuðu
þeir Richard og Robert
Sherman sem höfðu samið
tónlistina við Mary Popp-
ins. Sú saga er reyndar líka
að gera það gott á sviðum
London undir stjórn annars
leikstjóra úr „hinu alvar-
lega og hámenntaða leik-
húsi“ Richard Eyre. Dansa
og hreyfingar við bílinn
gerir Gillian Lynne, sem er
þrautreyndur dansahöf-
undur.
Breskinnrás
Reyndar er allt lið að-
standenda breskt: hljóð-
stjóri er sá reyndi maður
Andrew Bruce sem löng-
um sendi sína menn hing-
að til að hanna hljóð fyrir
söngleiki í Þjóðleikhúsi og
víðar.
Gagnrýnendur vestan-
hafs voru ekkert í skýjunum með
sýninguna á Broadway. Hitt voru
þeirra alveg vissir um: sýningin á
eftir að ganga og ganga
Frumflutningur á Fordæmingu Fásts á fummtufag tókst miðlungi vel, en Sinfóní-
an fær mikið hrós fyrir flutninginn
Fordæming Fásts
Fordæming Fásts eftir
Berlioz.
Einsöngvararar: Donald
Kaasch, Kristinn Sigmundsson,
Beatrice Uria-Monzon, Ólafur
Kjartan Sigurðarson. Óperukór-
inn í Reykjavík, Karlakórinn
Fóstbræður, Unglingakór Söng-
skólans í Reykjavík. Söngstjór-
ar: Garðar Cortez og Árni Harð-
arson. Einsöngvari úr kór: Elma
Atladóttir. Stjórnandi: Rumon
Gamba. Háskólabíó 28. april.
Sinfónía
Fordæming Fásts er ekki með
best heppnuðu verkum Berlioz og
stenst í heild ekki samanburð við
Sálumessu hans, Rómeó og Júlíu,
Te Deum og Bernsku Krists, að
ekki sé minnst á hina mögnuðu
óperu Trójukonurnar. Fordæm-
ingin er nokkuð sundurlaust og
langdregið verk. Auðvitað nýtur
frumleg hljóðfæranotkun Berlioz
sín þó oft í verkinu. Nokkur atriði f
fyrstu tveimur þáttunum eru sterk
og grípandi en það er ekki fyrr en í
lokaþættinum sem tónlistin nær
sér almennilega á strik. Kaflinn
hefst reyndar á einhverju
fegursta lagi tónbók-
menntanna, þegar Mar-
grét syngur Diamour liar-
dente flamme. Helreiðin í
þessum kafla er feiknar-
lega áhrifamikil og sömu-
leiðis niðurlagið þar sem
skrautleg rómantík
Berlioz kemur fram í öllu
sínu sérkennilega veldi.
Donald Kaasch var
nokkum tíma að komast
inn í hlutverkið sem Fást
en þegar á leið söng hann
af miklu öryggi en var
hins vegar nokkuð kaldur
í túlkun sinni. Kristinn
Sigmundsson var fjandi
góður sem skrattinn sjálf-
ur og lagði til þann
myndugleika, lævísi og
háska sem hæfir þessum
ljóta og vonda karli. En
það var þó söngur
Beatrice Uria-Monzon
sem var áhrifamestur í
þessari uppfærslu. Hann
var innilega blíður og
sársaukafullur. Söngkon-
an fór líka með hinar
mjúku en dálítið óvenju-
legu og stundum sér-
viskulegu laglínur Berlioz af mik-
illi nærfæmi og skilningi. Ólafur
Beatrice Uria-Monzon
Söngkonan fórlíka með hin-
ar mjúku, dálítið óvenjulegu
og stundum sérviskulegu
laglínur Bertioz afmikilli nær-
fpprni nn cIfilnins*:
Kjartan var groddalegur og blind-
fullur þegar hann söng um rott-
una. Kórarnir voru
vel stemmdir og
sungu af mikilli
prýði, sætlega mjög
og himnasælulega í
lokasenunni.
Hljómsveitin lék
frábærlega vel. Jafn-
vægið var pottþétt
og hljómblærinn
einstaklega fagur og
í anda Berlioz. Óbó-
leikurinn var t.d.
með því besta sem
heyrst hefur á sin-
fóníutónleikum. í
heild var flutningur-
inn hæfllega róman-
tískur og hinir lang-
dregnari kaflar vom
rösklega áfram
drifnir og urðu því
ekki leiðinlegir. Til-
fmningaseminni,
sem sums staðar ber
nokkuð á, var mjög í
skefjum haldið. Það
var bæði lærdóms-
ríkt og skemmtilegt
að heyra þetta verk í
heild sinni í svona
ágætum flutníngi.
Sigurður Þór Guðjóns-
Son
Augusto Roa Bastos 1917-2005
Höfuðskáld
Paragvæ látið
Látinn er í hárri elli paragvæski
rithöfúndurinn Augusto Roa
Bastos sem var eitt höfuðskálda
Suður Ameríku og helsti hróður
þess landlukta og undarlega ríkis
Paragvæ. Saga þess og örlög urðu
honum
helsta
yrkis-
efnið.
Hann
þurfti
ekki að
leita
iangt
eftir
söguefnum: frá upphafi ritaðra
heimilda er saga þessa ríkis lituð
miklum átökum og furðum. Þar í
landi er talað tveimur tungumál-
um, en guaraní-mállýskan sem er
þróað atbrigði þeirra mála sem
frumbyggja landsins töluðu er
annað höfuðmál landsins auk
spænsku. Hann var alinn upp í
spænskum menningarheimi en
sleit aldrei rætur sínar við hehn al-
þýðu landsins sem talaði guaraní.
Chaco-stríðið svokallaða þar sem
Paragvæ barðist við fornan fjanda,
Bólivíu, kostaði meirihluta karl-
manna í landinu lífið og setú það
mark sitt á skáldið og þjóðina.
Bastos starfaði sem blaðamaður
en gaf út sína fyrstu ljóðabók 1942.
Hann var í hópi þeirra sem stóðu
að byltingarúlraun 1947 sem kom
einvaldinum alræmda Alfred
Stroessner til valda en hann ríkti í
fjóra áratugi. Roa setúst þá að í
Buenos Aires og seinna í Frakk-
landi.
Skáldsagan Hijo De Hombre
kom út 1959 og aflaði honum virö-
ingar en helsta verk hans er talið
Yo E1 Supremo - Ég alvaldur - sem
byggir á ævi Gaspar Rodríguez de
Francia sem var einvaldur í Parag-
væ á mtjándu öld. Verkið skipaði
Roa á bekk með Borges, Sabato,
Marques og Vargas Llhosa sem
einu helsta skáldi álfúnnar. Hann
var sæmdur Cervantes-verðlaun-
unum 1989. Eftir að Paragvæ losn-
aði undan völdum einræðis tók
hann að ferðast þangað sem leiddi
til nýrra sagna: Vigilia Del Al-
mirante sem er eintal um ferðir
Columbusar (1992), E1 Fiscal ári
síðar og loks Madame Sui (1996)
þar sem hann leitaði aftur í hið
fjölbreytilega líf þjóðar siimar á
nítjándu öld.
Arthur Miller
Enginn
Shakespeare
Vetrarverkefni Konunglega
Shakespeare-flokksins sem hefur
aðsetur í Stradford eru óvenjuleg
í ár: engin verk eftir skáldið frá
bænum verða á dagskránni. Þess
í stað verð-
ur boðið
uppá leik-
gerðir af
Kantara-
borgarsög-
um
Chaucers í
tveggja
kvölda
sviðsetn-
sem er eitt
þriggja sviða leikflokksins í
Stradford og verður sú sýning
síðan flutt í Kennedy Center í
Washington. Verða allar sögurn-
ar tuttugu og þrjár leikgerðar.
Annað höfuðverk enskra bók-
mennta Glæstar vonir eftir Dic-
kens verður sett á svið af þeim
Declan Donellan og Nick Ormer-
od sem hafa löngum náð frábær-
um árangri í vinnslu epískra
texta fyrir svið. Þá verður Cruci-
ble eftir Arthur Miller á sviðinu
og leikur eftir einn samtíma-
manna Williams Shakespeare,
Thomas Middleton: Konur varist
konur.