Dagblaðið Vísir - DV - 03.06.2005, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 03.06.2005, Blaðsíða 32
32 FÖSTUDAGUR 3. JÚNÍ2005 Menning DV enmng> Umsjón: Jakob Bjarnar Grétarsson - jakob@dv.is Málverkasýning á Sólon Naglbíturinn Rokkstjarnan og sjónvarps- maðurinn Vilhelm Anton Jónsson alías Villi Naglbítur hefur söðlað um, í það minnsta í bili, og er nú orðinn myndlistarmaður í fullu starfi. Að undanförnu hefur hann hafst við á hanabjálka við Lauga- veginn og málað í gríð og erg fígúratív olíumálverk - nánast skrípó. Og hann er ekkert að gaufa í þessu nýja hlutverki sínu heldur opnar hann sýningu á verkum sínum á veitingahúsinu Sólon á morgun klukkan fimm. „Sú krafa sem samfélagið ger- Myndlistarmaðurinn Villi Naglbftur Á vinnustofu sinni, hanabjálkanum við Laugaveg, og er ekki að gaufa i hinu nýja hlutverki. Opnun sýningar á verkum hans er á morgun á Sólon. opnar málverkasýningu Fígúratív verk Villi erorðinn hundleiðuráþvf sem hann kallar rúnk í vldeóverkum og gerningahrlð. ir á hendur lista- mönnum er að búa til tilfinningar. Þeirri kröfu verða þeir að svara. Annað hvort skapa þeir eitthvað fallegt eða eitthvað ógeðslegt eftir atvikum. Ef fólki er sama er listin ekki tU,“ segir ViUi í samtali við DV. Þetta er fyrsta málverkasýning Villa sem fetar hefðbundnar slóðir í verkum sínum - olía á striga. Honum er gjörningahríðin sem svo áberandi hefur verið í mynd- listinni að undanförnu hreint ekki að skapi. Og hikar ekki við að senda þeim hinum sömu tóninn. „Ég er orðinn hundleiður á megn- inu af þessu rúnki sem hefur við- gengist að undanförnu í vídeó- verkum og slípirokkum," segir listamaðurinn sem er jafnvel að hugsa um að fá til liðs við sig nokkra bflasala til að annast sölu verka sinna meðan á sýningunni stendur. „Já, ef af verður munu þeir vera til taks á staðnum og selja verkin.“ Bjór og blússandi menning „Mestu listaverk sögunnar hafa gjarnan orðið til í kjallaraholum, krám og kvistherbergj- um," segir Freyr Eyj- ólfsson einn stjórn- enda Menningarhátíð- arinnará Grand Rokk- listabúllunni góðu. f dag klukkan 1230 - Málþlng um llsta- mann verður þráðurinn tekinn upp en þá er fjallað um verk Birnu Þórðardóttur. Þem- að í þessum dagskrárlið, málþing um lista- mann, er Ó-sómi (slands. Klukkan 1630 - Rauðvínskynnlng. „Já, rauðvínsmenning barasegir Freyr. „Er ekki rauðvín og bjór nátengd listasögunni sem og hverskyns veigar. Annað hvort Rimbaud eða Baudilaire sagði: „Ölvið ykk- ur.“ Það má ekki mismuna skynfærunum og hér eru það bragðlaukarnir sem fá sitt. Klukkan 1730 - Spumlngakeppnl. „List- ffæðingurinn og heimspekingurinn Jón Proppé varpar fram spurningum. Þetta er orðinn fastur liður í starfsemi Grand Rokks, pöbba-quiz," segir Freyr sem ósjaldan hefur unnið þá keppni sjálfur. Klukkan 22.00 - Singapore Sling. „Ótal hljómsveitir hita upp fyrir Singapore Sling sem fara svo utan þá um nóttina. Reynslu- boltarnir í Rassi og önnur grasrót lætur (sér heyra," segir Freyr en hann sér um tónlist- ina á hátíðinni. Palli ífríið Páll Baldvin Baldvinsson menningarritstjóri blaðsins, sem haldið hefur utan um menningarumfjöllun blaðslns, er nú farinn i stutt sumarfrí. All sérstæð leiksýning verður sýnd á morgun en nokkrir þekktir fastagestir menn- ingarbúllunnar Grand Rokks hafa tekið sig saman og æft nýjan íslenskan leikþátt. Leikstjóri er Lísa Pálsdóttir sem segir leikarana frábæra nema utanbókarlærdómur textans hefur staðið í mörgum. „Þetta er leikhópurinn Peðið sem ætlar að verða jafn stór og Hrókurinn," segir Lísa Pálsdóttir, útvarpskona, leikkona og söngkona sposk í samtali við DV. Lísa hefur að tmdanfömu verið að bauka við að setja upp leikþátt sem frumsýndur verður á menningarbúll- unni Grand Rokk. Sýningin er sérstæð um margt og liður í mikilli menningar- hátíð sem kráin góða stendur fyrir ár- lega. Þekkt fyrir flest annað en leik Sýningin sætir nokkrum tíðindum því verkið er nýtt íslenskt - Lamb fyrir tvo - og er eftír Jón Benjamín, smið og mikinn áhugamann um leiklist. Leik- aramir em landskunnir en kannski þekktir fyrir flest annað en að standa á sviði. Kristján Þorvaldsson, Halldór Sigurðsson, Auður S. Birgisdóttir, Magnús R. Einarsson og Guðjón Sig- valdason skipa leikhópinn. ,Aflt Grandarar," segir D'sa. Kristján er þekktari fyrir að ritstýra Séð og heyrt og Magnús sem tónlistar- og útvarpsmaður á Rás 2. Eini atvinnu- maðurinn er Guðjón en hann hefur undanfarin ár fengist við að leikstýra áhugaleikhópum vítt og breitt um landið. Sjálf er Lísa leikaramenntuð en hefur ekki komið nálægt leiklistinni árum saman utan að fjalla um hana á Rás2. „É| hef droppað einstaka sinnum inn í Utvarpsleikhúsið en ætli það síð- asta hafi ekki verið í kvikmyndinni Mávahlátri. Meiri vinna en menn hugðu Lísa dregur aðspurð í land með yf- irlýsingu sfaa um að leikhópurinn verði eins stór á sínu sviði og skákklúbburinn Hrók- urinn, sem á einmitt upp- haf sitt að rekja til Grand Rokks. Hún segist hrein- lega ekki vita hvort þetta verði upphafið að ein- hverju mefru á sviði leik- listarinnar. „Enginn hafði gert sér grein fyrir því hversu mikil vinna þetta er. Við höfum verið að æfa þetta í mánuð og þéttar nú þennan undanfama hálfa mánuð. Æfum á Grand Rokki þegar því er við komið en þar er náttúrlega mik- ið við að vera. Svo er Guðjón með svo fína vinnustofu og þar höfum við einnig æft. Við höfum hist í frítíma á kvöldin og um helgar," segir Lísa sem harðneitar að gefa upp efni Iambs íyr- ir tvo nema smá vísbendingu. Lisa og leikhópurinn Peðið Leikstjórinn kynnir stoltur til sögunnar nýja leiknrn á swíftiA Handagangur í öskjunni Lögreglumenn handtaka Guðjón Sigvaldason, Kristján Þorvaldsson er truflaður við dagblaðslesturinn og Magnús Einarsson þjónn veit ekki hvaðan á sig stendur veðrið. Erfitt að læra textann utan- bókar ____________ Leikurinn gerist á veitingahúsinu Fiðraða svanin- um og verður töluvert uppistand milli tveggja gesta þannig að lögreglan þarf að skerast í leikinn. Meira fæst ekki uppúr leikstjóranum sem segir helsta vandamál leikhópsins hafa verið að læra textann sinn utanbókar. „Þetta er fólk sem síðast þurfti að læra eitthvað utanbókar í bamaskóla, Fyrr var oft í koti kátt... Að öðm leyti hef- ur þetta gengið mjög vel. Það leynist leikari í hverjum og ein- um." Þessi leiksýning er sem sagt sérstæð um margt og til dæmis verður hún aðeins sýnd einu sinni. Og það er klukkan 15 á Grand Rokki og líklega gott að mæta tímanlega vilji menn sjá þennan ein- stæða viðburð. „Og það kostar ekkert inn á menningarhátíð Grand Rokks," segir Lísa. BORGARLEIKHÚSIÐ Leikfélag Reykjavíkur« Listabraut 3,103 Reykjavík STÓRA SVIÐ 99% UNKNOWN - Sirkussýnini CIRKUS CIRKÖR frá SVlÞJÓÐ Þri 14/6 kl 20, Mi 15/6 kl 20, E 16/6 kl 20, Fö 17/6 kl 20 Aðeins þessar sýningar Dansleikhús/samkeppni LR og Idi samstaríi KALLI A ÞAKINU e. Astrid Lindgren I samstarfí við Á þakinu Lau 4/6 kl 14 UPPS, Su 5/6 kl 14 - UPPS, Su 12/6 kl 14 UPPS, Su 12/6 kl 17, Lau 18/6 kl 14, Su 19/6 kl 14-UPPS, Su 26/6 kl 14 NÝJA SVIÐ/LÍTLA SVIÐ/ÞRIÐJA HÆÐIN við SPRON. E 9/6 kl 20 - 2.500,- Einstakur viðburður Frá Sólheimaleikhúsinu íkvöldkl 20 -1.000,- Miðasölusími 568 8000 midasala@borgarleikhus.is Miðasala á netinu wvvvv.borgarleikhus.isMiðasaian i Borgarleíkhúsinu « upin: 10-18 mánudaga og þriðjudaga, 10-20 miðviku-, fimmtu- og föstudaga 12-20 laugatdaga og sunnudag ALVEG BRILLJANT SKILNAÐUR Einleikur Eddu Björgvinsdóttur. í kvöld kl 20, Lau 4/6 kl 20, Su 5/6 kl 20, E 9/6 kl 20, Fö 10/6 - UPPS, kl 20, Lau 11/6 kl 20, Þri 14/6 kl 20, E 16/6 kl 20 Aðeins 2 sýníngarhelgar eftir Börn 12 ára og yngri fá frítt í Borgarleikhúsið i fylgd fullorðinna - gildir ekki á barnasýningar Nýr höfundur, sonur Þórunnar Valdimarsdóttur, Grímur Theodór Eggertsson, sigrar smásagnasamkeppnina. Hryllingurinn kemur sterkur inn með nýrri kynslóð Menningarhátíð Grand Rokks var sett með pompi og prakt í gær- kvöldi og skaut þá óvænt upp koll- inum reggie-hljómsveitin Hjálmar frá Keflavík. Fáni var dreginn að húni undir lúðrablæstri nokkurra félaga úr Lúðrasveit ''"-'calýðsins og opn- uð var myndlist- „glæpaforingi" utan um smása samkeppni sem Kristinn Kristjánsson Sá um smásagnakeppn- ina og segir tiðindum sæta hversu margar sögur bárust! keppnina eða 71 talsins. hryflingur var þemaö. „71 saga barst sem hlýtur að teljast merki- legt. Hryflingurinn er að koma sterkur inn eins og þeir segja í fót- boltanum," segir Kristinn en verð- launin voru 200 þúsund krónur fyr- ir 1. sæti, 100 fyrir 2. og 50 þúsund fyrir þriðja sætið. Gunnar Theodór Eggertsson 23 ára sigraði og las móðir hans, Þórunn Valdimars- dóttir rithöfundur, hluta úr sögu hans. Lýður Árnason læknir var í öðru sæti og sá í þriðja heitir Þor- steinn Mar Gunnlaugsson en hann er aðeins 27 ára gamall. Lýður er vitanlega þeirra þekktastur en kannski fyrir allt annað en smá- sagnagerð. Því má segja að ný kynslóð sé kom- in fram með þessari smásagna- samkeppni og að hryllingurinn sæki nú að glæpasögunum sem hafa átt sviðið tmdanfarin ár. Svo verður djassað fram kvöldi við Þórunn Valdi- marsdóttir Las úr verðlauna- sögunni I fjar- veru sonarsíns og sigurvegar- ans Gunnars Theodórs Egg- ertssonar.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.