Dagblaðið Vísir - DV - 27.06.2005, Síða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 27.06.2005, Síða 6
6 MÁNUDAGUR 27. JÚNÍ2005 Fréttir JSV Reyndu að frelsafélaga Fjöldi manna reyndi á laugardagskvöld að frelsa félaga sinn úr haldi lögregl- unnar á Selfossi. Að sögn varðstjórans á Selfossi voru tildrög atburðanna þau að maðurinn vatt sér að öðmm gesti á Jónsmessuhátíðinni sem haldin var á Eyrarbakka og þurfti lögreglan að skerast í leikinn. Félagar mannsins vom ekki sáttir við aðfarir lögreglu og réðust þeir á lög- regluþjónana. Engan sakaði þó en sá sem átti upptökin af ólátunum fékk að gista fangageymslu lögreglunnar um nóttina. Megadeath komnirá klakann Megadeth, ein af þekktustu þunga- rokksveitum allra trma, lenti í gær á Keflavíkurflugvelli. Þeir halda tónleika á NASA í kvöld og verða það lokatónleikar á Evróputúr sveitarinnar sem staðið hefur frá 3. júm'. Hljómsveit- in var stofnuð af rokkaran- um Dave Mustaine 1983 eftir að hann var rekinn út Metallicu og hefur alla tíð þótt anda mjög köldu milli sveitanna. Því bíða margir spenntír eftír því að sjá hvort hljómleikamir standist samanburð við þá sem Metallica hélt. Á Framsókn sénsíRvk.? Já, aö sjálfsögöu. Framsókn- arflokkurinn á alltafmögu- leika. Þaö hefur sýnt sig aö fylgi okkar skilar sér alltaffyrír kosningar þótt eitthvaö hafí þaö dalaö inn á milli. Árangur- inn I kosningabaráttu Fram- sóknarflokksins skýrist afgóö- um baráttumálum okkar.Auk þess er Framsókn sexi flokkur og ekki skemmirþað fyrir.“ Hann segir / Hún segir „Framsókn á engan séns. Þeir eiga eftir aö reyna eins og þeir geta aö halda saman R-listan- um en efhann liðast ísundur er út um Framsóknarflokkinn i borginni. Framsóknarflokkur- inn er stjórnmálaflokkur án hugsjónar sem notar kænsku- brögö til aö ná til kjósenda rétt fyrir kosningar.“ Heiðrún Lind Marteinsdóttir laganemi og framkvæmdastýra Foreldrar sjö ára stúlku í grunnskólanum á Hellu vilja skriflega afsökunarbeiðni frá Sigurgeiri Guðmundssyni skólastjóra vegna framkomu hans. Þau segja hann hafa dreift kjaftasögum um þau hjónin, brugðist við kvörtunum þeirra með offorsi og steytt að þeim krepptum hnefa. Dóttir þeirra grætur sig í svefn á næturnar og Hreppsnefnd Rangársýslu er klofin í málinu. Foreldrar í stríði við skólastjóra ó Hellu „Dóttir okkar grét á kvöldin af kvíða," segja foreldrar sjö ára stúlku í grunnskólanum á Hellu sem hafa sent sveitarstjóm Rangárþings opinbera kvörtun vegna samskipta þeirra við Sigurgeir Guðmundsson skólastjóra. Þau segja skólastjórann hafa borið út róg um þau meðal kennara, valdið bami þeirra óþægindum og vilja opinbera afsökunarbeiðni. „Við förum fram á að skólastjór- inn Sigurgeir Guðmundsson fái skriflega áminningu frá hrepps- nefnd vegna framkomu hans við okkur," segja foreldrarnir Guðný Sigurðardóttir og Þórir Jónsson sem búa á Selalæk í Rangársveit. Þau vilja einnig skriflega afsök- unarbeiðni frá skólastjóranum vegna þeirra ósanninda sem hann hefur borið upp á þau hjónin. Óásættanleg hegðun Málið var tekið fyrir í sveitar- stjórn Rangárþings á dögunum. Sveitarstjórinn sagði sig frá málinu vegna vanhæfis en minnihlutí sveitarstjórnarinnar harmaði það að skólastjórnendur grunnskólans á Hellu skyldu koma fram með þeim hætti sem foreldrarnir álíta. Það hlyti að teljast ámælisvert og skortur á stjórnun og færni í mannlegum samskiptum af hálfu skólastjórnenda að ná ekki sáttum í málinu innan skólans. Viðar Steinarsson er einn af þeim sem skrifa undir ályktunina. Hann segir það óvenjulegt að mál fari þessa leið innan stjórnkerfis- ins. Barnið óöruggt Upphafið af deilum Selalækjar- hjóna við skólastjórnendur grunn- skólans á Hellu má rekja til kvört- unar þeirra til skólans á síðasta ári. Þeim fannst skorta á gæslu yngstu barnanna þegar kom að akstri þeirra heim úr skóla og sögðu dóttur sína finna til óöryggis þar „Skólastjóri grunn- skólans á Hellu steytír þá krepptum hnefan- um að okkur og segir orðrétt: „Þá skal hart mæta hörðu." sem hún væri oft hrædd um að missa af skólabflnum. Foreldrarnir skrifuðu kvörtun- arbréf og bentu á að í skólalögum ber skólinn ábyrgð á barninu þar til það kemur heim. Steytti kreftum hnefa A fundi foreldranna með Sigur- geiri skólastjóra dró til tíðinda. Sigurgeir krafðist þess að þau drægju bréfið til baka. Því neituðu foreldrarnir og sögðust efast um hæfi skólastjórnenda. „Skólastjóri grunnskólans á Hellu steytir þá krepptum hnefanum að oldcur og segir orðrétt: „Þá skal hart mæta hörðu,“ segir foreldrarnir í erindi sínu til sveitarstjórnar. í kjölfarið segja foreldrarnir að skólastjórinn hefði teldð að rægja þau meðal starfsmanna skólans. Hann bæri út kjaftasögur um þau hjónin og færi með óskiljanleg ósannindi. Vilja sátt Sigurgeir Guðmundsson vildi ekki svara spurningum þegar eftir því var leitað. „Ég ætla ekki að tjá mig um þetta mál,“ sagði hann sleit sambandinu. Þórir Jónsson, faðir stúlkunnar, segir þaú hjónin hafa sent sveitarstjórn málið, þar væri það tíl vinnslu og þau von- uðust eftír niður- stöðu sem fyrst. Málið er enn til meðferðar í sveitar- stjórninni en meirihluti stjórnarinnar ályktaði á síðasta fundi að þar sem aðeins stæði orð á móti orð gætí hrepps- nefnd ekki / veitt skóla- f stjórnendum áminningu. % í staðinn » liggur fyrir hvatning meirihlutans um að koma saman sátta- fundi sem fyrst. simon@dv.is Arnold Bryan Cruz bjargaöi lífi gests sem reyndi sjálfsmorð Sigurgeir Guð- mundsson, skóla- stjóri á Hellu Vill ekkert tjá sig um ásakanir foreldranna Setið um karia á Akureyri Sjálfsmorðstilraun á skemmtistað Karlmaður um fertugt reyndi að stytta líf sitt inni á skemmtistaðnum Gauld á Stöng aðfaranótt sunnu- dags. Amold Bryan Cruz, rekstrar- stjóri skemmtistaðarins, segist hafa verið brugðið. „Dyraverðirnir tóku eftir því að þessum manni leið eitt- hvað illa og bentu öðrum starfsmönnum staðarins á það. Honum var boðið að koma inn í eldhús þar sem honum var gefið kaffi og sælgæti. Ég var látinn vita og gerði ég strax lögreglu viðvart þar sem hann gekk greinilega ekki heill til skógar,“ segir Amold. Hann reyndi að hafa ofan af fyrir honum á meðan beðið var eftír lögreglu. „Ég yfirgaf manninn í smá stund til þess að athuga hvort lögreglan væri komin. Þegar ég kom til baka var hann Gaukur á Stöng Maður- inn var inni á eldhúsi stað- arins en starfsmenn sáu að ekki var allt með felldu og hlúðu að manninum. Arnold Bryan Cruz, rekstrar- stjóri Gauksá Stöng Brást rétt við þegar gestur á Gauknum reyndi aö kyrkja sjálfan sig. Arnold er vmstra megin á myndinni. búinn að herða bindið sitt svo mildð að það hafði liðið yfir hann. Ég vissi ekki hvort ég átti að leysa hnút- inn eða reyna að finna skæri. Ég reyndi að leysa hnútinn og það tókst," segir Arnold og greinilegt er að rétt viðbrögð hafi bjargað lífi mannsins. Lögreglan kom svo á staðinn og tók manninn með sér sem var greini- lega ofurölvi. Samkvæmt heimildum blaðsins er mjög vel staðið að öllum öryggismáium á Gauknum og kom það bersýnilega í ljós í þessu máli. kjartan@dv.is Um fimmtíu manns skráðu sig í hlutverk aukaleikara fyrir kvik- myndina Flags of Our Fathers á Akureyri um helgina. Örtröð skap- aðist á Kaffi Roma en þar hafði Eskimo models komið sér fyrir og hafið skráningar. Fyrirtækið leitar nú að hundmð karlmanna til að koma fram í myndinni sem leik- stýrt verður af Clint Eastwood. Tökur á myndinni fara fram í sumar og verða að mestu í Krýsu- vík. Um tuttugu hlutverk af þeim 500 sem Eskimo kemur til með að manna eru textahJutverk. Aukaleik- aramir munu fá 5000 krónur greiddar fyrir tólf tíma vinnu sem þykir smáræði miðað við það tæki- færi að fá að sjá sjáifan sig á stóra tjaldinu. Skjár Einn var einnig fyrir norðan um helgina í leit að hinum fullkomna piparsveini en stöðin ætlar að hefja framleiðslu á nýrri íslenskri raunveruleikaþáttaröð innan skamms, byggðri á hinum vinsælu Bachelor-þáttum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.