Dagblaðið Vísir - DV - 27.06.2005, Blaðsíða 8
8 MÁNUDAGUR 27. JÚN/2005
Fréttir DV
Bifreið stolið
í Keflavík
Lögreglan í Keflavík
fékk dlkynningu um að
bifreið að gerðinni Toyota
Corolla, árgerð 1994, hafl
verið stolið fyrir utan
Steypustöðina í Helguvík
rétt eftir hádegi í gær.
Númer bifreiðarinnar er
YE-601 og er hún grá á lit.
Seinni part gærkvölds var
hafist handa við að leita
bílsins. Þeir sem verða
varir við bílinn, eða hafa
frekari upplýsingar um
málið, eru beðnir um að
hafa samband við lög-
regluna í Keflavík.
Eftir að Sigurjón Sighvatsson seldi blokkina að Hátúni 6 var framtíð íbúa hússins
i algerri óvissu. Nú er komið á daginn að nýbakaður eigandi, blokkarinn, hefur
sagt leigusamningi allra íbúanna upp. Einn þeirra sem missa heimili sitt er Róbert
Ómarsson en hann fékk fréttirnar daginn fyrir hjartauppskurð sem var upp á líf
og dauða.
Rekinn no heimnn daginn
fyrir hjartaaögerð
Ferðalangur
vildi sjúkrabíl
Sænskur ferðalangur
sem kom hingað til lands
fyrir rúmlega viku hringdi
í Neyðarlfnuna þegar
klukkan var að ganga tíu á
föstudagskvöld. Hann
sagðist þurfa aðstoð
sjúkrabíls. Lögreglan á
Keflavíkurflugvelli var
send á staðinn og var hon-
um boðin aðstoð héraðs-
læknis og að gista í bið-
herbt á stöðinni.
Ferðai. , turinn tók því
fegins h. di. „Heilsuá-
stand h..,iS var ekki alvar-
legt," segir Sæmundur
Alexandersson, varðstjóri
hjá lögreglunni á Keflavík-
urflugvelli.
Fékk heimþrá
Sænski ferðalangurinn
sætti sig við að fá ekki
aðstoð sjúkrabíls, sem
hann óskaði ítrekað. Hann
var peningalaus og hafði
einungis meðferðis einn
bakpoka. Ætla má að hann
hafi haft í hyggju að leita á
vit ævintýranna í landi
elds og ísa en snarlega
hætt við það. „Hann ætl-
aði aftur heim til Svíþjóð-
ar á næsta ári,“ segir Sæ-
mundur hjá lögreglunni á
Keflavíkurflugvelli. Hon-
um var aðstoðað við að
breyta flugmiða sínum og
var feginn því að komast
aftur heim til Stokkhólms.
Róbert Ómarsson, 73 ára gamall íbúi í Hátúni 6, frétti að leigu-
samningi hans hafði verið sagt upp daginn áður en hann fór í
hjartauppskurð upp á líf og dauða. Hann las fréttina í DV og brá
mjög. „Þetta var ekki það sem maður vildi heyra áður en farið
var í svona uppskurð." Róbert hefur nú tæpt ár til þess að flytja
af heimili sínu til 10 ára en óvíst er hvað tekur við.
Róbert Ómarsson Fréttiafþví
| oð leigusamningi hans hafði ver-
ið sagt upp daginn áður en hann
fór i hjartaaðgerð. Róbert getur
ekki farið heim til sin vegna þess
hve aðgengi er siæmt, en hann
notast við göngugrind sér til
stuðnings.
Róbert er nú á hjartadeild Land-
spítalans við Hringbraut, en útskrif-
ast að hans sögn á mánudaginn.
Róbert getur ekki farið heim í Hátún-
ið vegna h ss hve aðgengi er slæmt.
„Ég er r j göngugrind og aðgengið
við bh jdna er þannig að ég á erfitt
me jð komast um. Ég neyðist því til
þ; „s að fara á Rauða Kross-hótelið,"
segir Róbert en framkvæmdir við
Hátún 6 eru þess valdandi að að-
gengi fyrir þá sem þurfa hjálpartæki
af einhverju tagi er ekki gott.
Róbert fer svo í endurhæfingu eft-
ir þessa viðamiklu hjartaaðgerð. „Ég
fer á Reykjalund og gæti verið þar í
einhvem tíma. Ég ætla mér að kom-
ast á gott ról og svo skoða mál mín
varðandi húsnæði," segir Róbert.
Varar fólk við að kaupa
Róbert vill vara nágranna sína í
blokkinni við að kaupa íbúðir sínar,
en slíkt stendur þeim til boða sam-
Sigurjón Sighvatsson Seldi blokkina Aðal-
steini Glslasyni. Aðalsteinn borgaði hátt verð,
en sagði mönnum I herbúðum Sigurjóns að
hann hyggðist halda áfram að leigja Ibúð-
irnar út.
kvæmt bréfi sem eigendur hússins
sendu til íbúanna. „Ýmislegt er
athugavert við fráganginn í blokk-
inni. Ég ræð fólki eindregið frá því að
kaupa íbúðir sínar," segir Róbert
ósáttur við hvemig málum er háttað
í blokkinni.
Eins og DV greindi ffá fyrir
skemmstu keypti Aðalsteinn Gísla-
son Hátún 6 af Sigurjóni Sighvats-
syni og sagði leigjendum upp með
það fyrir augum að selja hverja íbúð
fýrir sig. Þetta kom mjög flatt upp á
leigjendurna sem margir hverjir
gætu endað á göt-
urmi.
Leiguverð er
nógu hátt
Margir íbúar
Hátúns 6 hafa talað
um hversu ódýr leig-
an í húsinu sé. Ró-
bert er ósammála
þessu. „Leigan er
nógu há. Ég er á ellilíf-
eyri og fæ tekjur úr
mínum lífeyrissjóði.
Tæpar 60 þúsund
krónur á mánuði em alveg nóg í
leigu."
Hann segir þó að staðsetning
hússins sé með því besta sem gerist.
„Stutt er í allar strætisvagnasam-
göngur og góðar búðir em þarna í
nágrenninu. Þetta er með þvl besta
sem gerist hvað staðsetningu varð-
ar." Róbert segir einmitt staðsetn-
inguna og ódýra leigu hafa verið
ástæður þess að hann hafi búið
þarna svo lengi sem raun ber
vitni.
Vill ekki að borgin
kaupi
Róbert er ósáttur við þær
hugmyndir annarra leigj-
enda í húsinu að biðla til
borgarinnar að blokkin
verði keypt og leigð áfram
út. „Ég vil ekki að Reykjavík
kaupi Hátún 6 fyrir mína
útsvarspeninga. Borgin
þyrfti að fara út í mikið
viðhald til þess að koma
húsinu í samt stand. Það yrði bara
algjört bruðl."
DV greindi frá því á föstudaginn
að kaup á heilum fjölbýlishúsum
stríddi gegn stefnu borgarinnar í
kaupum á væntanlegum félagsleg-
um íbúðum. Því er lfklegt að Róberti
verði að þeirri ósk sinni.
kjartan@dv.is
„Ég vil ekki að
Reykjavík kaupi
Hátún 6 fyrir mma
útsvarspeninga
Af hverju á ekki að
kaupa íbúð í Hátúni 6?
Gátlisti Róberts Ómarssonar:
1. Silfurskottur hafa gert vart við sig.
2. Sturtubotnar stíflast, ef slíkt gerist
flæðir vatn um alla íbúð.
3. Loftræstikerfið hefur ekki verið
hreinsað lengi.
4. Mjög slæm aðkoma, ekki aðgengi
fyrir fatiaða sem stendur.
5. Bílastæði eru að skornum skammti.
Hver íbúð hefur sitt bílastæði en nú
verður íbúðum fjölgað um 19.
Einnig kvartaði Róbert undan því að
klósettið f hans íbúð hafi ekki verið
tryggilega fest. Hann segist hafa
kvartað undan því við húsvörð en
ekki haft erindi sem erfiði. Róbert
sagði ennfremur rafmagnið ekki vera
sem skyldi í blokkinni.
Aðalsteinn Gíslason hefur staðið í stórræðum síðan hann sagði leigusamningi íbúa
Hátúns 6 upp.
Ætlar sér ekki að brjóta á neinum
„Ég get ekki fullyrt um hvað er að
í blokkinni, íbúarnir búa ennþá í
sínum íbúðum og ég hef ekki kom-
ist í að skoða málið nákvæmlega,"
segir Aðalsteinn Gíslason, eigandi
fjölbýlishússins í Hátúni 6. Aðal-
steinn er ekkert að flýta sér í þess-
um efnum. „Allir fá sinn löglega
uppsagnarfrest, ég hef alls ekki í
hyggju að brjóta á neinum. Ég hef
nú þegar hjálpað fbúum við að
EjgjgjEEEH|
finna sér nýja íbúð og mun skoða
aðstæður hvers og eins og hvernig
ég get hjálpað þeim, ég vil ekki að
neinn lendi á götunni. Þegar allt er
komið á hreint mun ég taka blokk-
ina í gegn og seljá íbúðimar."
Þegar Aðalsteinn er spurður út í
kvartanir Róberts Ómarssonar, íbúa
hússins, segir hann að málið verði
skoðað og væntanlega verði hægt
að bæta hlutina. „Ég hef ekki heyrt
frá Róberti sjálfum en ég mun tala
„Næst á dagskrá hjá mér er að spila á tónleikum með Brasilíumanni sem ég flutti
hingað til lands, ásamt bróður mínum/'segir Ómar Guðjónsson, tónlistarmaður.
„Við munum spila brasilfska tónlist á fullu í næstu viku og troðum m.a. upp íIðnó
föstudaginn l.júlf."
við aðilana sem em að stækka húsið
og sjá hvort ekki sé hægt að laga að-
gengið, ég vil að sjálfsögðu að fólk
komist ferða sinna." Hann segir
einnig að greitt verði úr bílastæða-
vandræðum. „Við munum fjölga
stæðum töluvert, það verður nóg að
stæðum íyrir alla íbúa hússins."
Mikil ólga skapaðist þegar Aðal-
steinn keypti blokkina og sagði upp
leigusamningi við íbúa sem margir
hverjir hafa búið þarna lengi. „Ég
skil afstöðu íbúanna en leigumark-
aðurinn er bara þannig að hann er á
mikilli hreyfingu. Eitt ár er langur
tími og ég hef ekki áhyggjur af því
að fólkið lendi á götunni, ég skal
hjálpa þeim sem sækjast eftir því,"
segir Aðalsteinn.