Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 27.06.2005, Qupperneq 11

Dagblaðið Vísir - DV - 27.06.2005, Qupperneq 11
DV Fréttir Sveinn Andri Sveinsson lögfræðingur var dæmdur til þess að greiða sex milljónir króna vegna víxils sem skráður var á hann. Víxillinn tengist fyrirtækinu NordVest en Sveinn Andri kom að stofnun fyrirtækisins. Hann segist ekki skilja hvers vegna þetta mál var höfðað. Stjönnulögfræðingup flæktur í fjármáladeilur Sveinn Andri Sveinsson stjörnulögfræðingur er flæktur í fjár- máladeilur við fyrirtækið NordVest. Hann var dæmdur í sama héraðsdómi og hann flytur flest sín mál til að greiða sex milljónir vegna gamalla synda. Eins og sönnum stjörnulögfræðingi sæmir gefst hann þó ekki upp og ætlar að áfrýja. Fyrirtækið NordVest hét áður Fjárvemd og sérhæfir sig í við- skiptum á verðbréfamarkaði. Sveinn Andri var einn af stofnendum fyrir- tækisins en gekk út úr fyrirtækinu á sínum tíma og segist hafa gert samning þess efnis. „Ég kom að stofnun fyrirtækisins og átti hlut í þvi en hluturinn var svo leystur út og ég gekk frá, laus allra mála." hæð víxilsins hljómar upp á sex milljónir og em því talsverðir fjár- munir í húfi. Að sögn Sveins Andra átti samningurinn sem hann undir- ritaði við fyrirtækið einnig að ná til víxilsins. „Það er bara formsatriði sem kemur í veg fyrir að ég gat lagt samninginn minn við fyrirtækið fyr- ir dóm. Ég þarf því að fara í endur- kröfumál. Eg mun ekki þurfa að borga þessa upphæð." „Ég skil ekki afhverju menn reka svona mál þegar þeir vita að hið rétta kemur í Ijós í endurkröfumálinu." Sveinn Andri segist þó ekki skilja hvers vegna þetta mál hafi verið höfðað því öll gögn styðji hans hlið á málinu. „Ég skil ekki af hverju menn reka svona mál þegar þeir vita að hið rétta kemur í ljós í endurkröfumálinu. “ Málið ekki búið Höfuðstöðvar NordVest Sveinn Andri átti þátt í stofnun fyrirtækisins. Stórar fjárhæðir Deilan milli Sveins Andra og Nor- dVest snýst um víxil sem SveinnAndri var skráður fyr- ir. Upp- Algeng framvinda Að sögn Sveins Andra gerist það oft að slík víxilsmál fari fyrir dóm og ekki sé hægt að koma öðmm málsgögnum að. „Fjöldinn allur af málum fer á þennan hátt og þetta er því ekkert sér- stakt að því leyti. Þetta er vegna 17. kafla einkamála- laga.“ Málið var höfðað sem einkamál og dómur var kveðinn upp síðast- liðinn föstudag. Sveinn Andri mun nú fara með málið f endurkröfu, þar sem hann getur lagt samning sinn við fyrirtækið fyrir dóm og hans hlið á málinu komi í ljós. Þessar sex milljónir verða að hans sögn aldrei borgaðar. Ekki náðist í forsvarsmenn Nord- Vest þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. kjartan@dv.is rw*®! Sveinn Andri Sveinsson stjörnulögfræðingur Dæmdur til að greioa sex miiijónir vegna misheppn- aðs viðskiptaævintýris. i •" •5 Borgar Þór bíður enn eftir mótframboði. Þorbjörg Helga íhugar SUS-framboð Stjóm Félags ungra sjálfstæðismanna í Snæ- fellsbæ hefúr lýst yfir fuUum stuðningi sínum við framboð Borgars Þórs Einarssonar til for- mennsku í Sambandi ungra sjálfstæðismanna. Með þessu bætast Snæ- fellingar í hóp átta aðiid- arfélaga Sambands ungra sjálfstæðismanna sem lýst hafa yfir stuðn- ingi sínum við framboð Borgars. Þyngst vegur stuðningur Heimdallar við framboðið en lengi hefur verið talið óráðlegt að bjóða 1 sig fram til formanns SUS án þess að njóta stuðnings stærsta aðildarfélags- ins. Borgar er Snæfellingum að góðu Borgar Þór Einars-1 son Uklegur til sig- urs eftir að hafa tryggt sér stuðning Heimdallar. kunnur en hann var kosn- ingastjóri Sjálfstæðisflokks- ins í Norðvesturkjördæmi fyrir síðustu Alþingiskosn- ingar. Hallveig H. Þorbjarg- ardóttir, formaður FUS í Snæfellsbæ, segir Snæfell- inga þekkja vel til Borgars vegna starfa hans í kjör- dæminu og því fái hann stuðning í baráttunni. „Þetta em tvö eða þrjú at- kvæði," segir Hallveig en bætir við að hvert atkvæði skipti máli, komi til þess að Borgar fái mótframboð. Ekk- _________ert móframboð hefur enn borist en bæði gjaldkeri SUS, Pétur Ámi Jónsson, og fýrsti varafor- maður félagsins, Þorbjörg Helga Vig- fúsdóttir, hafa verið nefnd sem mögu- legir kandídatar. Pétur Ámi vildi hvorki játa þessu né neita í samtali við DV en Þorbjörg viðurkennir að hún sé að íhuga framboð. „Það er ákveðinn þrýstingur á mér sem ég verð að bregð - ast við. Ég mun íhuga þetta vandlega áður en ég tek ákvörðun um framhaid- ið,“ segir hún. Jafnvel var búist við því að annað hvort þeirra mundi tilkynna ffamboð sitt í kaffboði sem haldið var í Val- höll í gær í tílefni af 75 ára SUS, en ekker varð af því. Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir Segist hafa orðið fyrir þrýstingi og ætlar að ihuga málið.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.