Dagblaðið Vísir - DV - 27.06.2005, Side 12

Dagblaðið Vísir - DV - 27.06.2005, Side 12
72 MÁNUDAGUR 27. JÚNÍ2005 Fréttír DV Veiðidagur vinsæll Veiðidagur fjölskyldunn- ar var haldinn í gær víða um land. Gefst þá fólki kostur á að renna fyrir fiski á mörg- um af skemmtilegri veiði- stöðum landsins án endur- gjalds. Það er Landssam- band stangaveiðifélaga sem hefur staðið árlega fyrir Veiðidegi fjölskyldunnar á annan áratug. Hermann Ingólfsson sem umsjón hef- ur með Meðalfellsvatni í Hvalfirði segir þátttökuna í ár góða og má búast við að fjöldi fólks fái veiði- bakteríuna eftir daginn. Listamiðstöð á Laugarvatni Listamennimir Þor- valdur Þorsteinsson, Eh'sa- bet Jökulsdóttir, Egill Heiðar Anton Pálsson og Harpa Bjömsdóttir viðr- uðu um helgina hugmynd- ir sínar um að húsnæði gamla Héraðsskólans á Laugarvatni verði notað undir alþjóðlega listamið- stöð. Listamennimir héldu allir erindi á málþingi um framtíð héraðsskólahúss- ins á Laugarvatni um helg- ina. Þá var einnig undirrit- uð áskorun til mennta- málaráðherra um að hann beiti sér fyrir því að auknu fjármagni verði veitt til endurbóta á húsnæðinu. Borgarráð styrkir Live8 Borgarráð samþykkti á fúndi sínum fyrir helgi að veita Átta lífum - áhugahóp um baráttuna gegn fátækt í heiminum styrk, til tónleika- halds. Styrkurinn, sem nem- ur einni milljón króna, verð- ur notaður af hópnum til að halda útítónleika næsta fimmtudag. Markmið er að lýsa stuðningi við Live 8 tón- leikanna, sem haldnir verða f sex borgum í Bandaríkjun- um og Evrópu laugardaginn 2.júlí næstkomandi. Live 8 berst fyrir því að skuldir fá- tækustu ríkja heims verði felldarniður. ÍHér er voöalega milt og þægi- legt veöur. Skýjaö og tíu til tólf stiga hiti,“segir Elnar Eövald Einarsson, loðdýraráöunaut- ur í Syöra - Sköröugili í Skaga- firöi. „Skinnauppboö í Kaup- mannahöfn er nýafstaöið og gekk mjög vel. Minkaskinn heldurslnu veröi I dollurum og ermikil eftir- spurn eftir þvll hinum stóra heimi. Minkarnir gutu I lok apríl og eru hvolparnir komnir vel á legg. Við fengum tæplega 5.000 hvolpa á mlnu búi.Ætíi þaö hafí ekki komið rúmlega 70.000 hvolpar / heildina. Út- flutningsverðmæti skinna héöan frá Skagafiröi gæti orð- ið 150-200 milljónir.Við erum sáttir meö þaö.“ Landsíminn Landgræðsla ríkisins eyðir 60 miUjónum i að malbika planið fyrir utan höfuð- stöðvar sinar. Landgræðslustjóri býr, ásamt átta öðrum fjölskyldum, í höfuðstöðv- unum. Fyrir sama pening gæti landgræðslan fullgrætt um 70-80 hektara af ógrónu landi. Tímabært verkefni, segir Sveinn Runólfsson landgræðslustjóri. Landgrædslan eyðir 60 milljonum í malbik Stórvirkar vinnuvélar eru notaðar til að malbika stórt svæði fyrir utan höfuðstöðvar Landgræðslu íslands í Gunnarsholti. Verk- efnið kostar 50-60 milljónir en fyrir þann pening væri hægt að græða upp 70 - 80 hektara af ógrónu landi. Sveinn Runólfsson landgræðslustjóri býr ásamt fjölskyldu sinni í vinnunni. „Ef við værum í Reykjavík væri löngu búið að malbika fyrir utan hjá okkur," segir Sveinn Runólfsson landgræðslustjóri sem telur fyrir neðan virðingu opinberrar stofriun- ar að búa í ryki og drullu. Hann segir mölina fyrir utan Gunnarsholtið hafa dugað í 75 ár en nú séu breyttir tím- ar. Hundruð manns séu á svæðinu á degi hveijum auk þess sem hann og átta aðrar fjölskyldur búi á staðnum. Dýrt maibik Kosmaðurinn við framkvæmd- imar er um 60 milljónir. Sveinn segir þann pening koma af sérstakri auka- fjárveitingu frá ríkinu en sé ekki tekið af framkvæmdafé stofriunarinnar. „Þetta kemur því ekki niður á fjár- veitingum fyrir uppgræðslu lands- ins.“ Engu að síður gæm þessir pen- ingar komið að góðum notum í því stóra verkefni sem landgræðslan er. ,Ætli þessi upphæð myndi ekki duga til að græða upp um 70-80 hektara af ógrónu landi," játar Sveinn sem telur „Ætli þessi upphæð myndi ekki duga til að græða upp um 70-80 hektara afógrónu landi." þó ekki hægt að h'ta á málið í þessu samhengi. Ríkið borgar íbúar á Hellu eru margir hverjir hissa á þeim framkvæmdum sem standa yfir við Gunnarsholtið. Eins og áður segir hefur mölin dugað í 75 ár og fannst mörgum óheflað um- hverfið sóma sér vel fyrir stofnun eins og Landgræðsluna. Viðar Steinþórsson í hreppsnefhd Rangár- sýslu segir þetta fykta af óráðsíu, peningunum væri betur varið í að græða upp landið en að malbika yffr það. simon@dv.is | Sveinn Runólfsson landgræðslu- stjóri við hlið eiginkonu sinnar og embættismanna Segiraö fyrirsömu upphæö og kosti að malbika sé hægt aö græða upp 80 hektara aflandi. Malbik fyrir utan Gunnarsholt Sveinn Runótfsson býrl vinnunni ásamt fjölskyldu sinni. Ólöf Jónsdóttir segir lífi sonar síns teflt í tvísýnu Móðir óttast um líf sonar síns „Hann á ekki aðra von en þessa aðgerð," segir Olöf Jónsdóttir móðir Einars Más Kristjánssonar. í tvö ár hefur Einar beðið eftir því að komast í offituaðgerð en hon- um er enn sagt að hann þurfi að bíða í nokkra mánuði til viðbótar. Móðir hans, Ólöf Jónsdóttir, er mjög reið seina- gangi heilbrigðis- kerfisins og segir að það virðist sem fólk átti sig ekki á því að offita er lífshættu- legur sjúk- dómur. Hér sé um dauð- ***««* taíað ans alvöru að ræða og ekki megi bíða lengur eftir aðgerð- um. „Hann er fangi í sínum eigin líkama, fær ekki vinnu, kemst ekki út á meðal fólks og er búinn, bæði andlega og líkam- lega,“ segir Ólöf og er mikið niðri fyrir. Hún segir son sinn óttast dauðann mjög enda þekki hann fólk sem látið hefur lífið af völdum sama sjúk- dóms og hrjáir hann. Úrræðaleysi kerfisins sé til skammar. Hér sé um samfélagslegt vandamál að ræða sem verði að taka á af meiri festu en gert hefur verið. Tómt mál sé fyrir fólk að segja þessar aðgerð- ir dýrar fyrir skattborgara, nær væri að velta því fyrir sér hversu mikið það kostar að hafa þetta fólk óvinnufært svo ekki sé talað um þann ótta og depurð sem það er svo oft heltekið af vegna einang- runarinnar og veikinda. „Hann er svo einn og á enga aðra von en að komast í þessa aðgerð sem hann þráir svo mjög," segir Ólöf, klökk af ótta vegna heilsu sonar síns og úr- ræðaleysi kerfisins. Ólöf Jónsdótt ir Segir Ein- ar Má son sinn búinn and- iega og likamlega, hann eigi ekki aöra von en aö komst I offítuaögerö.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.