Dagblaðið Vísir - DV - 27.06.2005, Side 24

Dagblaðið Vísir - DV - 27.06.2005, Side 24
24 MÁNUDAGUR 27. JÚNÍ2005 Heilsan DV Minnispilla talin geta Vísindamenn á Englandi hafa fundiö upp töflur sem þeir segja getað aukið minni fólks. Efnið CX717 í töflunni tilheyrir ampekine-efnum og hefur þau áhrif á heilann að auðveldara reynist að muna og læra hlutí. Kom það fram í rannsókn að þeir sem tóku lyfið stóðu sig mim betur á prófum sem lögð voru fyrir þá en þeir sem tóku inn lyfleysu. Lyfjairamleiðandinn Cortex er þessa dagana að rannsaka hvort nota megi mögulega CX717 sem meðferð- arúrræði við drómasýki og athyglis- bresti. Ýmsar hugmyndir hafa verið á lofti Fæðupíramídi Hvað borða? Nú er alltaf verið að koma með ný ráð um það hvernig best sé að hátta mataræði sínu og fæðupframídarnir frægu, sem segja fólki til um hvað skuli borða á degi hverjum, hafa tekið reglulegum breytingum í áranna rás. Hér á eftir getur að líta þann nýjasta: Neðsti hlutinn Borða skal mest afgrófkorna mat til dæmis haframjöl.heilhveitibrauöog brún hrisgrjón. Einnig skal nota júrtaoliur ýmiskonar eins og ólivu- oiiu, sojaolíu og sólkjarnafræjaoliu. Grænmeti skal úða ísig Iheilum haugum. Næst neðsti hlutlnn 2-3 skammtar afávöxtum 2-3 skammtar afbaunum eða belg- jurtum. Ofarmiðju 1-2 skammtar afmjólkurvörum eða annarri kalkríkri fæðu 0-2 skammtar af fuglakjöti, fiski eða eggjum. Toppurinn Efst á toppi píramidans tróna svo hvít hrísgrjón, franskbrauö, kartöfl- ur, pasta, rautt kjöt, smjör og sæl- gæti. Munum svo eftir hreyfingunni! \ jL Sítrusávextir Neyslaþeirra munkomaiveg fyrir nýrnasteina. SællLýður Nú eru alls konar lýtaað- gerðir að ryðja sér tii rúms og fólk virðist mjög mót- tækilegt fyrir að breyta útliti sínu. Er þetta málið eða ætti.fólk að hugsa sig tvisvar um áður en svona ákvörðun er tekin? Sæll! Mikil útlits- bylgja tröllríður nú flestum vest- rænum þjóðfélögum. Æska, feg- urð, hreysti og kynlíf eru keppikefli nútímamannsins. í sjálfu sér skilj- anlegt að vilja allt þetta en gallinn er sá að ekkert af þessu er viðvar- andi. Æskan rennur sitt blóma- skeið, fegurðin er afstæð, hreystin huglæg og kynlíf eins og góður konfektmoli. Lýtaaðgerð ekki það sama og fegrunaraðgerð Lýtaaðgerðir ganga út á að laga augljósa útlitsgalla, meðfædda eða áunna. Dæmi um það eru klofinn gómur eða ör eftir bruna. Svona aðgerðir hafa augljóslega mikinn ávinning í för með sér og geta skipt sköpum fyrir velferð viðkomandi. Markmið fegrunaraðgerða er hins vegar nálgun á einhverjum útlits- staðli sem birtist okkur t.d. í tísku- blöðum og auglýsingum. Sá stað- all er í mörgu mjög villandi og nefni ég bara göngulag sýningar- stúlkna og sífelldur munnstútur fyrirsæta. Þetta er eins og fötin sem sýnd eru, öfgar sem sjaldan sjást í okkar daglega lífi. Aimennt tel ég fólki hollara að hyggja að innliti en útliti og gildir það jafnt um eigin ásýnd sem og annarra. Sífelldar útlitspælingar hindra eðlilega útgeislun og fæstum eigin- legar nema kannski á gelgjuskeiði. Konum til sérstakrar uppörvunar bendi ég sérstaklega á skallagenið, hvernig væri nú ástandið ef við myndum snúa því við? Ölium aðgerðum fylgir áhætta Framboð fegrunaraðgerða skapar eftirspurn. Og kjósi fólk að verja fjármunum sínum í strekk eða silíkon kemur það í sjálfu sér engum við. Grundvallaratriðið er þetta: öllum aðgerðum fylgir áhætta, ÖLLUM. Sé útiit á hinn bóginn einhverjum svo hugleikið að sálarfriður náist ekki nema með róttækum aðgerðum verður svo að vera. Ég vara þó við að eftirláta ófullburða unglingum svona ákvarðanir og leyfa náttúrunni að klára sitt áður. Gleymum heldur ekki nefinu á Michael Jackson sem nú er nánast horfið vegna oftálg- unar. Endingin betri með breytt- um Iífsstíl Breytt lífsviðhorf og lífsstíll getur oftar en ekki leyst fegrunaraðgerð af hólmi og endingin betri. Vísa í holdafar og húðumhirðu máli mínu til stuðnings. En hvort sem við not- um fegrunaraðgerð eða hollustu- átak sem leið að hamingjunni er annað afl öllu æðra og það er gang- verk tímans. Tíminn þyrmir engu, hvorki dauðum hlutum né lifandi og sú glíma óvinnandi. Þess vegna mætti hugsa sér aðra forgangsröð t.d. þá að drepa tímann áður en hann drepur okkur. Með því léttum við lífsróðurinn og náum jafnvel betra haldi á aðalatriðunum. Kveöja, LýðurÁmason Sítróna á dag kemur nýrna- steinunum í lag! Sítrussýru er að finna í sítrusaldin- um líkt og sítrónum, appelsínum, lime og fleirum. Neysla sítrussýra mun vera mjög góð leið til að sporna við myndun nýrnasteina. Hafa ber í huga að mun árangurs- ríkara er að drekka límonaði á degi hverjum heldur en appel- sínusafa til að vinna gegn nýrnasteinum. Chili-át eins og rússíbanaferð Chili-pipar er ávöxtur af Capsic- um-plöntunni og kom upprunalega frá Suður-Amerfku. Hann var uppgötvaður af Kólumbusi á 15. öld og Diego A. Chanca læknir, sem var með í annarri för Kólumbusar, tók fyrsta chiliinn með til Spánar og skrifaði fyrstur manna tun lækningarmátt hans árið 1494. í dag er hann ræktaður um allan heim vegna þess hve vinsæll hann er sem krydd, grænmeti í elda- mennsku og jafnvel í lækningar- skyni þrátt fyrir að geta valdið verkj- um og óþægindum. í chili-pipam- um er sótthreinsandi efiii þannig að matur eldaður með chili endist lengur án þess að skemmast. Chili-piparinn er uppfullur af C- vítamíni og er talinn hafa margvís- leg góð áhrif á heilsu manna. Eins og þeir vita sem bragðað hafa á þessum vinsæla pipar þá get- ur hann verið afskaplega sterkur og fátt er verra en að nudda á sér aug- un eftir að hafa handfjatlað hann. Reyndin er víst svo að sársauk- inn sem piparinn getur valdið örvar heilann til að framleiða end- orfín sem veldur vellíöunartilfmn- ingu og minnir át hans að srnnu leyti á aö fara í rússfbana þar sem fólk nýtur hræðslunnar þvf það veit að engin hætta er á ferðum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.