Dagblaðið Vísir - DV - 27.06.2005, Page 30

Dagblaðið Vísir - DV - 27.06.2005, Page 30
30 MÁNUDAGUR 27. JÚNÍ2005 Lífið TtV * Það eru allir að „hlaða niður“ tónlist. Tónlistaráhugamenn hafa aldrei haft það eins gott en stórfyrir- tækin riða til falls. Dr. Gunni kannaði málið og komst að ýmsu áhugaverðu. Hvaö gerist þegar allir eru ólöglegir? HQME TftPWG ISKIIUWG MUSIC Coldplay Selja grimmt af nýju plötunni þrátt fyrir niðurhalið. Ef þig langar í nýja plötu - jafnvel löngu áður en hún kemur út - get- urðu auðveldlega sótt hana á netinu í gegnum forrit eins og DC++, Soul- seek, Kazaa, Limewire eða Edonkey. Fólk skiptist á hverju sem er, eins lengi og það er í stafrænu formi; for- ritum, bíómyndum, sjónvarps- þáttum en tónlistin er þó vinsælust til skiptanna eins og er. Allt rúllar þetta í gegn án þess að rétthafar fái krónu fyrir. Símafyrirtækin ein hafa eitthvað upp úr þessu. Úlfur! Úlfur! Barátta stéttasambanda rétthafa og útgefenda virðist vonh'til. Um leið og þeim tekst að loka einni leiðinni opnast margar í viðbót. Það er ekkert nýtt að reynt sé að hindra tækniþró- unina. „Úlfur! Úlfur!" hefur verið æpt áratugum saman. Þegar píanólan (sjálfsspilandi píanóið) kom fram héldu menn að sala á nómablöðum myndi hrynja. Tilkoma útvarpsins átti að drepa sölu á plötum. Ljósrit- unarvélin átti að drepa niður bók- sölu. Myndbandstækin átm að ganga frá bíóhúsunum. Snemma á 9. ára- tugnum þegar fólk var sem mest að taka upp á kassettur (líka kallaðar spólur eða snældur) reyndu breskir plötuútgefendur að klóra i bakkann með herferðinni „Home taping is killing music". Reynt var að höfða til samvisku fólks og það að aumingja popparamir þyrftu á peningunum að halda. Fólk sem hafði lið eins og Elton John fyrir augunum, lið sem velti sér óspart upp úr auðæfum sín- um, gat ekki annað en hlegið að þess- ari herferð og enn í dag þykir hún frekar skondin. Egill Harðarson Sér fram á fjöl- breyttari framtið. „Af því að ég er öflug kona,“ segir Leoncie aðspurð um ástæður þess að væntanlega plata hennar heitir ekki lengur Satan City heldur Invisible Wom- an, eða Ósýnilega konan. „Ósýni- legar konur eru öflugar, ég er öflug kona og þetta er því alveg sjálf- sagður titill," segir indverska Stendur I stórræðum Nýbúin að senda Invisi- ble Woman útlfram- leiðslu. prinsessan. Miklar og heitar umræður voru uppi meðal fólks varðandi gamla nafnið Satan City. Sumir vildu halda því fram að nafnið væri tilvísun í Sandgerði sem söngkonan hef- ur ekki borið fagra söguna. Hún neitaði því þó alla tíð og sagði þetta vera um geðveiki, dópista og satanisma í sinni verstu mynd. Platan er væntanleg til landsins um miðj- an júli og verður þá fáanleg í vel flestum plötubúðum. Leoncie og maður hennar, Viktor, hafa mikla trú á plötunni en Viktor sagði í samtali við blaðamann að plata eiginkonu sinnar ætti eftir að slá í gegn ef hún kæmist í réttar hendur. Of mikil nálægð Eiður Amarson útgáfustjóri Senu segir greinilegt að sala á erlendum plötum hefur dregist mikið saman síðustu fimm árin eða svo. „Það eru bara nokkur ár síðan að vinsælustu erlendu plötumar vom að seljast í 4- 8000 eintökum, en nú telst það til tíð- inda ef plata fer yfir 4000 eintaka markið," segir hann. „Þetta sést best í rokkinu, vinsælar plötur með Rammstein, System of a Down, Korn og álíka sveitum em kannski að seljast í kringum 3000 eintökum en vom að fara í helmingi stærra upp- lagi áður en niðurhalið varð þetta algengt. Það em helst plötur sem höfða til eldri hóps sem enn ná góðri sölu, Norah Jones og svoleiðis." Eiður segir þó að sala á íslenskum plötum hafi ekkert minnkað. „Við emm meira að segja hættir að læsa plötunum eins og við gerðum og mörg stóm fyrirtækin em hætt því líka. Skilaboðin em klárlega komin á hreint, að þetta sé ólöglegt. Svo geng- ur það bara ekki að það sé ekki hægt að setja tónlistina auðveldlega yfir á iPod og aðra mp3-spilara. En ég held bara að þetta sé móralskt, flestir fs- lendingar hafa það ekki í sér að stela frá popparanum í næsta húsi, ná- lægðin hér er of mikil." Elton John Það höfðu fáir samúð með honum þegar hann mótmælti kassettunni Ekki nema 20 lögleg lög á hverjum iPod Nýja platan með Coldplay - vinsælasta plata landsins í dag sé not- uðtilviðmiðunar - kostar nú 1.999 kr. í Skffúnni. Hægt er að hala henni nið- ur í gegnum iTunes á 11.99$ - 800 kall. Platan er í kringum 100 MB að stærð í ágætis gæðum og miðað við algeng tilboð í netbransanum á ís- landi kostar um 300 kall að hala henni niður ólöglega. Sirka fimmtíukall bætist við vilji maður brenna hana á disk. Spamaðurinn er augljós. Eiður segir þó að það sé það góð sigling á plötunni að hún muni pottþétt fara yfir 4000 eintaka múrinn. Á vefsíðunni iTunes per iPod kemur fram að í kringum 3 milljón iPod-tæki hafa selst og um 60 milljón lög á iTunes. Miðað við þetta er ekki nema 20 lögleg lög á hverjum iPod, en spilaramir geta geymt á bilinu 1.000 til 10.000 lög hver. Það er því augljóst að mikill meirihluti iPod-eig- enda er með óhreint mjöl í poka- horninu því varla em allir að „rippa" diskana sína inn á iPodinn sinn. Samkvæmt sölutölum hefur sala á geisladiskum verið á niðurleið um allan heim síðustu fjögur árin. Fjölbreyttari framtíð? Stórfýrirtækin riða til falls en tón- listaráhugamenn em í skýjunum. Þeir sjá fram á bjartari framtíð. Fjölbreytt- ari framtíð. „Stóm plötufyrirtækin em rekin eins og hver önnur stórfyrir- tæki og hafa það eitt að takmarki að skila hagnaði," skrifar tónlistaráhuga- maðurinn Egill Harðarson á heima- síðu sinni. „Markaðsöflin innan þess- ara fyrirtækja sjá til þess hverjir fá plötusamning, hvemig tónlist þeir spila og hvaða lög em spiluð í útvarpi. Eiður Arnarson Hættur að læsa ís lenskum plötum. ■ - l* * *■ -1 svo Gert grín að I gamla slag- ■ orðinu. ■ P2PISICIUJNG W* TVM Utqáfurisar í Þetta kemur auðvitað í veg fýrir aukna fjölbreytni og gerir minni plötufyrir- tækjum erfitt fyrir auk þess að gera mikinn meirihluta allrar tónlistar í heiminum að einhverskonar jaðarfýr- irbæri sem aðeins einstaka furðufugl- ar hlusta á. Þegar stóm plötufyrirtæk- in hrynja, sem þau munu gera með þessu áframhaldi, mun framboð á tónlist aukast til muna, „pay-for- play" útvarp mun heyra sögunni til (það er alkunna að plötufyrirtækin borga útvarpsstöðvum fyrir að spila ákveðin lög), öll músík mun verða „mainstream", lögsóknmn á hendur þeim sem dreifa tónlist verður hætt (þegar þú kaupir geisladisk ertu að leggja til pening í næstu lögsókn), sköpunarfrelsi flytjenda mun aukast og þeir munu fá miklu meira borgað fyrir tónlist sína en áður." tga kuldanum Egill sér fram á tíma þar sem stóm útgáfufýrirtækjunum hef- ur einfaldlega verið kippt út úr jöfii- unni: „Þar sem dreifing tónlistar á netinu er komin til að vera, því ekki að gera hana löglega OG sjá til þess að flytjendur og eigendur höfundar- réttar fái borgað um leið?,“ skrifar hann. „Tónlistariðnaðurinn gæti komið sér saman um að búa til gagnasamfélag á netinu þar sem net- notendur hala niður eins mikið af tónlist og þeim sýnist fyrir afar sann- gjart verð (5-10$ á mán.). Peningarn- ir sem safnast saman renna svo óskiptir til flytjanda og höfundarrétt- arhafa miðað við vinsældir. Þeir sem skiptast á tónlist geta því haldið iðju sinni áfram áhyggjulaust, framboð á tónlist eykst og flytjend- ur og höfundarréttarhafar græða meira. Auðvitað er þetta aðeins flóknara en hvernig ég set þetta fram. Geisladiska- og DVD sala myndi að sjálfsögðu halda áfram því enn er stór hópur notenda sem vill eiga sína tónlist þannig. Stóri munur- inn er að neytendur væm ekki lengur þvingaðir til að kaupa tónlist á ákveð- inn hátt heldur myndi tónlistariðn- aðurinn aðlaga sig að þörfum mark- aðarins. En allt er þetta á byrjunar- stigi og enn sýna útgáfurisamir engin merki þess að gefast upp. Hvað svo sem verður er eitt víst að breytinga er þörf." Em þetta draumórar í Agli eða það sem koma skal? Framtíðin ein sker úr um það. gih@>dv.is <

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.