Freyr

Volume

Freyr - 01.10.1948, Page 12

Freyr - 01.10.1948, Page 12
310 FREYR Það getur komiö fyrir, en í flestum til- fellum leysist nægilegt magn af þessum sjö efnum á ári hverju við veðrun stein- efnasambanda jarðvegsins. Þetta svið ís- lenzkrar jarðvegsfræði er að kalla órann- sakað, en þó hefir hér orðið vart man- ganskorts í höfrum og bórskorts í róf- um. Komi í ljós skortur á einhverju hinna sjö efna, þá verður einfaldlega að bera þau á. Það er a. m. k. ekki hægt að kenna einu efni eða áburðartegund um það, að skortur sé á einhverju öðru efni. Þá ber fremur að sakast við moldina. Það er líkt með áburði og t. d. vélum, að notkun hans krefst nokkurrar reynslu og þekkingar. Rafmagnsvél frá G. M. er ekki ónýt, þó að kaupandinn kunni ekki með hana að fara. Þá er G. M. með hugsanasamanburð á búfjáráburði og tilbúnum áburði og vanga- veltur varðandi gæði heys, sem ræktað er með tilbúnum áburði, en klykkir út með þeirri athugasemd, að sumir menn séu „tvímælalaust glöggskyggnari en aðrir“(!) Rúsínurnar í þessum graut eru svo slatti af „ef“-um „kannske“-um og spurningar- merkjum. f sambandi við þessar óljósu þanka- smíðar skal þetta tekið fram: Búfjárá- burður og tilbúinn áburður eru ekki þing- mannsefni. Það er ekki um það að ræða, að hafna öðrum en kjósa hinn. Tilbúinn áburð á að nota til uppbóta á búfjárá- burð og þar sem hann ekki hrekkur til. Það getur því ekki talizt brýn nauðsyn að gera samanburð á þessum tveim áburð- arflokkum, enda yrði hann vinnu- og tímafrekur og allflókinn, bæði vegna mismunandi jarðvegsskilyrða, jurta og breytilegs veðurfars. í kuldunum og þurkunum á Norður- landi s. 1. vor reyndist tilbúinn áburður t. d. að mun virkari en búfjáráburður. Á söndum má ætla, að búfjáráburður sé yfir- leitt heppilegri köfnunarefnisáburður en saltpétur, er skolast auðveldlega burt. Til- efni kann þó að vera til þess að ræða kosti og lesti þessara áburðarflokka við annað tækifæri. Þá má benda á, að efnagreiningar á ísl. grasi sýna, að fóðurgildi þess eykst við notkun tilbúins áburðar. Frá fræðilegu sjónarmiði liggur enda nokkurnvegin ljóst fyrir, að svo muni vera. Ánamaðkar og ensk tilraun. Það er ekki umdeilt, að starfsemi ána- maðka í jarðveginum er gagnleg. Ef hægt væri að fjölga þeim og breiða þá út í ísl. jarðvegi á auðveldan og ódýran hátt, þá yrði að því bót. Mér er ekki kunnugt um, að slíkt hafi verið reynt í stórum stíl ann- ars staðar, og því ókleift að meta, hve mikið mætti vinna á í þessu efni hér á landi. Það er rétt skilið hjá G. M„ að ég telji að „áhrif gerfiáburðar á ánamaðkinn skipti litlu máli“, einfaldlega vegna þess, að ég hefi alls engar sannanir fyrir því, að get- gátur B. B. og G. M. um þetta atriði séu á rökum reistar. Ég hefi farið í gegn um fræðirit, þar sem getið er fjölmargra rannsókna varðandi starfsemi og þýðingu ánamaðksins og leitað að greinum, er fjölluðu um tilbúinn áburð og ánamaðka, en árangurslaust. Það bendir fremur til þess, að þessi áhrif séu ekki talin það skaðleg, að tilefni sé til rannsókna. G. M. lýsir í grein sinni þeirri einu „til- raun“ um þetta atriði, sem ég hefi heyrt nefnda. Er þetta experiment með end- emum. Einu af „vitnum“ G. M„ Sykes að nafni, er „kunnugt um, að sé einum poka af svo-

x

Freyr

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.