Freyr

Ukioqatigiit

Freyr - 01.10.1948, Qupperneq 13

Freyr - 01.10.1948, Qupperneq 13
FREYR 311 kölluðum alhliða áburði blandað saman við mikla mold“, þá lifi ánamaðkar ekki í slíkri blöndu. Nú eru minnstu áburðarpokar á enskum markaði um 45 kg., og sé gert ráð fyrir miðlungssterkum áburði og ríflegum á- burðarskammti, þá þyrfti að blanda inni- haldi eins poka saman við um 100 smá- lestir af þurrum jarðvegi til þess að fá nokkurnvegin svipuð skilyrði í byngnum og á akrinum. Þessar tölur eru eðlilega gróft áætlaðar, en sýnilegt er þó, að ekki hefir verið hirt um, að líkja eftir að- stæðum á akrinum. Hefði það verið gert, lá vitanlega beint við að minnka áburðar- magnið. Hitt væri fáránlegt og illfram- kvæmanlegt að blanda 45 kg. af áburði saman við meira en 100 smálestir af mold, svo að vel væri, og enginn öfundsverður af að elta ánamaðka um þann haug. En þessi enski moldarbyngur hefir áreiðan- lega ekki verið nein 100 tonn. heldur lítið brot af því magni, og þar af leiðandi hefir áburðarmagnið á hverja einingu moldar verið svo mikið, að blandan varð ban- væn ánamöðkum, og þá væntanlega einnig jurtum. En „vitnið“ Sykes ályktar síðan, að í „þessum skaðlegu áhrifum" liggi ein alvar- legasta ákæran gegn tilbúnum áburði(!) „Tilraun" þessi er sýnilega algjör mark- leysa. Hún er mjög lélegur vitnisburður þeim manni, sem leyfir sér að nota hana sem rök. Ef til vill er hún helzt vísbending um það, að einnig Bretar eigi á hinu fræði- lega sviði jarðræktarinnar sína Guðmunda Marteinssyni. Ritskoðun og víndrafstöð. í fyrri grein minni lýsti ég undrun minni yfir því, að málgagn bændanna, „Tím- inn“, skyldi birta greinar B. B. athuga- semdalaust. Blaðið svaraði á þá leið, að það vildi gefa mönnum kost kost á að ræða málin frá sem flestum hliðum. Mál, pólitísks og almenns eðlis, má vissu- lega ræða frá ýmsum hliðum, en öðru máli gegnir um náttúrufrceðileg eða teknisk efni, þar sem kaldar staðreyndir liggja oft ljóst fyrir. Blað, sem flytur villandi greinar um slík efni, greinar, sem sniðganga staðreyndir, stuðlar tvímælalaust að því að forheimska lesandann. Og það blað hefir eina og að- eins eina afsökun, sem sé þá, að það sé ekki dómbært á þau mál, sem um er að ræða. Nú ákveða dagblöðin það vitanlega sjálf, hve hátt þau setja markið í þessu efni og hljóta traust í samræmi við það. En ég leyfði mér að gruna, að „Tíminn“ legði á sig a. m. k. smákrók til þess að varna því, að hann yrði notaður sem boð- beri forheimskunnar meðal íslenzkra bænda. Mér er fullkomlega óljóst á hvaða grund- velli „Freyr“ telur grein G. M. prenthæfa. Ef til vill hefir hún verið birt af greiða- semi við G. M„ sem er áhugamaður um ræktun, verkfræðingur og ljúfmenni. En það er eigi að síður vafasamur greiði, sem G. M. er þar gerður.*) Ég hika ekki við að *) Tvær œeginástæður eru fyrir því, að grein G. M. birtist í Frey: 1. Hún túlkar í ýmsum atriðum viðhorf það, sem margir bændur hafa haft til þessara mála og oss er kunnugt um, að sumir þeirra eru ekki á því hreina með hvor hefir rétt fyrir sér, Björn í Grafarholti eða hinir Birnirnir. Varð því að telja rétt, eðlilegt og sjálfsagt, að fleiri viðhorf væru rannsökuð, ef verða mætti, að áframhaldandi umræður vörpuðu bjartara ljósi yfir þessi mál. 2. G. M. færði á vettvang vitnisburð erlendra höf- unda til stuðnings málstað þeim, er hann túlkaði. Þá aðila getum vér eigi stimplað sem ómerkinga. Þeir einir, sem hafa sérþekkingu á þessum málum, hljóta að gagn- rýna þá, og þar eð umræðurnar voru í gangi, er eðli-

x

Freyr

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.