Freyr

Árgangur

Freyr - 15.05.1951, Síða 9

Freyr - 15.05.1951, Síða 9
FREYR 165 Tillaga um dýralœkningar. Vegna tilmæla, sem Búnaðarþingi höfðu borizt, úr Barðastrandarsýslu, um aðstoð og leiðbeiningar dýralækna, var samþykkt eftirfarandi: „Búnaðarþing ályktar að bcina því til stjörnar Bún- aðarfélags íslands, að hún beiti sér fyrir því við land- búnaðarráðuneytið: 1. Að það hlutist til um, að lyfjabúðir og héraðs- læknar hafi til sölu öll nauðsynleg erlend lyf til dýralækninga. 2. Ennfremur að ráðuneytið reyni eftir fremsta megni að útvega lærða dýralækna til að gegna þeim dýralæknisumdæmum, sem enga dýralækna hafa. Fáist ekki innlendir dýralæknar, verði reynt að fá erlenda. Meðan svo er ástatt, að ekki fáist dýralæknar, verði reynt að bæta úr brýnustu þörf á þessu sviði með því að fá dýralækni til þess að halda námskeið í dýralækningum, komi óskir um það. Greinargerð: Málið er flutt á Búnaðarþingi vegna erindis sýslu- nefndar V.-Barðastrandarsýslu um, að B. í. hlutist til unr að dýralæknir ferðist um sýsluna árlega til eftir- lits með búpeningi, leiðbeininga o. fl. Mjög mikil þörf er á fleiri starfandi dýralæknum. Nokkur reynsla er þegar fengin hér á landi af þýzk- um dýralækni, og er sú reynsla góð. Nefndin leggur því til, að athugaðir verði mögu- leikar á innflutningi erlendra dýralækna, ef svo reyn- ist að innlendir læknar fáist ekki og að haldin verði námskeið í dýralækningum sé þess óskað, enda mælir yfirdýralæknir með slíkum námskeiðum. Erindi landðúnaðarráðuneytisins, Nautgriparœktarsambands Árnessýslu og Nautgriparœktarsambands Borgar- fjarðar, um tilraunabú í nautgriparœkt. Ályktun búfjárræktarnefndar, samþykkt þannig: „Búnaðarþing mælir eindregið með því, að stofn- sett verði hið allra fyrsta tilraunabú í nautgriparækt á Suðurlandsundirlendinu, í Borgarfirði og á Norð- urlandi. Jafnframt beinir Búnaðarþing því til stjórnar B. í. að hún vinni að því við landbúnaðarráðherra og Al- þingi að hafist verði handa í þessu efni og fé veitt á fjárlögunr árið 1952 til þessarar starfsemi, enda liggi þá fyrir Alþingi greinargerð um það, á hvaða grund- velli tilraunirnar skuli framkvæmdar ásamt sundur- liðaðri áætlun um stofnkostnað og rekstur og upp- lýsingar um staðarval og aðstæður. Greinargerð: Búnaðarþingi hafa borizt tvö erindi um stofnun til- raunabúa í nautgriparækt. Annað er frá landbúnaðar- ráðuneytinu vegna erindis til ráðun. frá Nautgripa- ræktarsamband Arnessýslu og Skálholtsnefnd um til- raunabú á Suðurlandsundirlendinu og hitt frá Naut- griparæktarsambandi Borgarfjarðar um tilraunabú í nautgriparækt á Hvanneyri. Nefndin lítur svo á, að afkvæmaprófun nauta sé mest aðkallandi á sviði nautgriparæktarinnar, til þess að fá úr þvi skorið, hvaða kynbóta- og erfðagildi naut- in hafi. Ennfremur lítur nefndin svo á, að nauðsynlegt sé að rækta úrvals nautgripastofna á tilraunabúunum, svo að bændur geti í framtíðinni fengið þaðan úrvals kyn- bótagripi." Erindi Framleiðsluráðs landbúnaðarins viðvíkjandi alifuglarœkt og eggja- framleiðslu. Ályktun búfjárræktarnefndar var sam- þykkt svohljóðandi: 1. Búnaðarþing ályktar að beina því til Framleiðslu- ráðs landbúnaðarins, að það semji frumvarp að lögum um framleiðslu og sölu á eggjum og komi því á framfæri við Alþingi. Frumvarp þetta verði í höfuðatriðum sniðið eftir þeim tillögum, sem eru í erindi Framleiðsluráðs landbúnaðarins til Búnaðarþings. 2. Búnaðarþing beinir því til Framleiðsluráðs land- búnaðarins, að það láti rannsaka á hvern hátt bezt verði aflað fóðurs handa alifuglum og geri síðan raunhæfar tillögur til úrbóta á því sviði. 3. Búnaðarþing felur stjórn Búnaðarfélags íslands að vinna að því, að ráðinn verði hæfur maður til að gegna ráðunautsstarfi í alifuglarækt, nú þegar.

x

Freyr

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.