Freyr - 15.05.1951, Síða 17
FREYR
173
Hvað á að bera á?
Áburðarþörf jarðvegs er mismunandi,
og algildar reglur verða því ekki gefnar
um það, hve mikið af tilbúnum áburði skuli
borið á tún og í matjurtagarða. En nokkra
hliðsjón má hafa af því áburðarmagni, er
um getur hér á eftir. Það gildir einkum
um tún, að uppskera eykst með auknu á-
burðarmagni fram yfir það, sem hér er
mælt með. 75 kg N á ha að viðbættu nægi-
legu magni af P og K eiga að gefa allgóða
uppskeru í tveim sláttum á meðaltúni í
meðalsumri, en stærri áburðarskammtar
myndu þó auka heyfenginn, enda oft hag-
kvæmt að bera meira á en hér er ráðlagt,
þar sem stærð ræktaðs lands er lítil mið-
að við heyþörf.
Eftirfarandi tafla er miðuð við tún, sem
fá tilbúinn áburð eingöngu og áburðarteg-
undir, er væntanlega verða fáanlegar á
þessu ári:
Jurtanœringarefni: A burðartegundir: Efnainnihald %•• Efnamagn á hektara, hrein efni: Aburður á hektara kg
. N: köfnunarefni Kalkammon-saltpétur 20.5% N ca. 75 kg N 365
(í N-áburði) Ammonsúlfat-saltpétur 26.0% N — 75 300
:. P205:
fosforsýra Þrífosfat 45% P205 ca. 60 kg P0O5 135
(í P-áburði) Súperfosfat 20% - _ 60 — — 300
:. K20:
Kalí Klúrsúrt kalí 50% KoO ca. 80 kg K20 160
(í K-áburði) Brsts. kalí 50% - — 80 155
Áburðarmagnið, sem tilgreint er í töflunni, er miðað við að aðeins önnur tegund áburðarins i hverjum flokki
sé notuð, þ. e. annaðhvort Brsts. kalí eða Klórsúrt kalí, o. s. frv.
Þar sem N-áburöur er notaður sem upp-
bót á búfjáráburð, er hæfilegt að dreifa 40
—50 kg af hreinu köfnunarefni á ha, en þó
ef til vill nokkru minna á vel framræst
mýrlendi, er farið er að rotna.
Til athugunar:
1. Bera skal N-áburð á allt ræktað land,
annað hvort búfjáráburð eða tilbúinn á-
burð. Annars er varla að vænta góðrar
sprettu, enda þótt fosfor og kalí séu borin
á. —
af með steinolíu og bursta með vírbursta
eða skrapa burtu laust ryð. Síðan á að
bera á með pensli hið nýja ryðvarnarefni
Ferro-bet og láta bíða nokkra klukkutíma.
Perro-bet leysir upp ryð og hreinsar járn-
ið og myndar mjög ákjósanlegan grunn
undir málningu eða lakk. Forðast ber að
fá Ferro-bet á hendur, því að það brennir
skinnið og myndar svarta bletti, sem ill-
mögulegt er að þvo af sér.
Þegar keypt er málning eða lakk, ættu
menn að reyna að fá liti, sem líkasta þeim
upprunalegu á áhöldunum eða vélum, því
að þeir fara oftast betur en flestir aðrir
litir. í fyrsta lagi hafa verkfræðingar
framleiðslufyrirtækja vélanna eytt miklum
tíma og bollaleggingum í hvaða litir fari
bezt og séu heppilegastir, og í öðru lagi hef-
ir augað vanizt upprunalega litnum og það
tekur langan tíma fyrir það að venjast
öðrum. Mönnum fyndist ábyggilega an-
kanalegt að sjá rauðan Ferguson, grænan
Allis-Chalmers eða gráan Farmall.
Að endingu má geta þess, að ekki skað-
ar að bóna traktorinn við og við að sumr-
inu og áður en honum er lagt að vetrinum.