Freyr - 01.09.1951, Page 4
272
FRE YR
Vera má að þessi atriði hafi ennþá meiri
þýðingu en kælingin og er eftirlitsmaður-
inn þeirrar skoðunar, að svo sé. Er sú skoð-
un hans mjög vel grundvölluð. Hann segir,
að fyrsta flokks mjólk komi alveg eins frá
þeim bændum, er hafa léleg fjós eins og
hinum, sem hafa þau í alla staði ágæt.
Um kælinguna er það að segja, að sjálf-
sagt er það kostur ef hitastig kælivatnsins
er aðeins örfá stig yfir frostmarki svo sem
er í kaldavermslislindum. Hinsvegar hefir
fjöldi bænda ekki annað kælivatn en bæj-
arlækina, en hitastig þeirra breytist frá
degi til dags eftir lofthitanum og eftir því
hve sólríki er mikið. Algengt er að bæjar-
lækirnir ve'rði 10—14 stiga heitir að sumr-
inu. En það einkennilega hefir líka sýnt
sig, að ýmsir þeirra bænda, sem búa við
bæjarlækinn, fá alltaf mjólk sína í fyrsta
flokk þó að granninn, sem hefir kælivatn
með sama hitastigi, fái hana aðeins sjald-
an í fyrsta flokk, en oftast miklu lélegri
flokkun, einkum á sumrin. Ekkert er lík-
legra, en að það sé hreinlætið við mjaltir
og hreingerning allra þeirra hluta, er
mjólkin kemur í snertingu við, sem þessu
ræður. Ef tveir bændur hafa jafnlanga leið
að flytja mjólkina og senda hana máske
með sama bílnum, báðir hafa sama bæjar-
lækinn að kæla í, eða þá jafn heita læki að
minnsta kosti, og flest skilyrði eru svo lík,
að ekki verður í milli séð, en annar hefir
engin vandkvæði með flokkun mjólkur
sinnar — hinn stöðug vandræði, þá er
ástæðunnar varla að leita annarsstaðar en
hjá skepnunum eða í umgengni fólksins.
Heilbrigði skepnanna getur dýralæknir
auðveldlega staðfest og ástæða getur ver-
ið til að gefa gaum, eða skoða ítarlega,
umgengni fólksins.
Á ferðum sínum um landið kemur eftir-
litsmaðurinn líka á þessa staði, sem vand-
inn ber stöðugt að dyrum. Stundum tekst
að finna veilurnar, stundum ekki. Ekki er
það óalgengt, að óhrein mjólkurílát eiga
megin sök þess, að mjólkin flokkast illa.
Þau eru illa þvegin. í öxlum og löggum
mjólkurbrúsanna eru leifar gamallar
mjólkur sem safnast í haug á nöglina, ef
henni er strokið um þessa staði. Þetta kann
ekki góðri lukku að stýra. Hitt er líka stað-
reynd, að víða eiga mj altavélarnar sína
sök, þ. e. að segja sökin er mannanna, vél-
arnar eru ekki nógu vel hirtar, sem sjá má
af því, að í slöngum og hylkjum er þykk
eða þunn húð af gamalli mjólk — sem auð-
vitað er ekki mjólk lengur, heldur milljarð-
ar af bakteríum.
Það er að sjálfsögðu rétt, að það er mik-
ils virði að hafa nógu kalt vatn til kæling-
ar, en dæmin um hina, sem hafa hálf volga
bæjarlæki að sumrinu, eru nógu mörg til
þess að staðhæfa má, eða fleiri en þeir
ættu að geta fengið mjólkina í fyrsta flokk,
hvort sem þeir hafa margar kýr eða fáar.
Skulu hér greind nöfn 9 manna, sem um
undanfarin ár hafa fengið mjólk sína í
annan flokk einu sinni á ári eða sjaldnar,
annars alltaf í fyrsta flokk. Hitastig kæli-
vatnsins, sem greint er hjá hverjum þess-
ara manna, var það, sem eftirlitsmaðurinn
mældi þegar hann heimsótti þá sumarið
1950, suma í júlí, aðra i ágústmánuði. Fer
yfirlit þetta hér á eftir, ásamt dálk yfir
kúafjöldann hjá hverjum:
BÆNDUR,
sem sendu annars flokks mjólk einu sinni á
ári eða sjaldnar:
Kælivatn, Kýr
stig C
Óskar Indriðason, Ásatúni, Hreppum 11 11
Guðlaugur Bjarnason, Giljum, Hvolhreppi 12 4
Þorbjörn Bjarnason, Ormsstöðum, Grímsn. 12 10
Vilhjálmur Einarsson, Laugabökkum, Self. 12 16
Guðbjartur Jónsson, Bakka, Vatnsleysustr. 10 5
Skarðshamarsbúið, Norðurárdal, Borgarf. 9 10
Hjálmur Hjálmss., Hvammi, Miklaholtshr. 10 3
Jón Jónsson, Kambi, Eyf. 7 8
Halldór Hallgrímsson, Melum, Dalvík 9 9
Eins og við er að búast hefir veðrið ráðið
nokkru um hitastig kælivatnsins á hverj-
um stað á hverjum degi. Þessir bændur eru
valdir til þess að sýna, að ekki er það lágt
hitastig sérstaklega, sem á þakkir skilið
fyrir hve vel flokkast hjá þeim. Auðvitað
flokkast svipað hjá ýmsum öðrum, sem
hér eru ekki taldir, sumum með svipað
kælivatn, öðrum með miklu kaldara, og er