Freyr

Volume

Freyr - 01.09.1951, Page 6

Freyr - 01.09.1951, Page 6
274 FRE YR Þannig hefir þeim tekizt í janúarlok s.l. vetur sendi Freyr bréf til 14 búenda með samhljóða fyrirspurnum um aðferðir þeirra við votheysverkun sumarið 1950 og árangur verkunarinn- ar ásamt hagnýtingu fóðursins að vetrinum. Til þess að fá sem flest atriði með, er verulegu máli skiptu, voru spurningarnar 24 og surnar þeirra voru all yfir- gripsmiklar. Fyrirfram mátti vita að ekki yrði þeim öllum svarað til hlítar, þar eð sum svörin hlutu að byggjast á athugunum frá þeim tíma, sem störfin voru unnin, en ritstjóri Freys hafði aðeins til þess mælzt í fyrrasumar við nokkra af umræddum bænd- um, en ekki alla, að þeir skrásettu hjá sér eitt og ann- að er varðaði vinnuþörf, tíma og annað, er tilheyrði inntöku fóðurs til votheysgerðar. Um alla þessa aðila gildir, að þeir hafa stórar vot- heyshlöður, turna eða rniklu stærri gryfjur en bænd- ur almennt nota, en vitað er, að langvinn reynsla hefir leitt í ljós, að yfirleitt er auðveldara að verka vel ef um verulegt magn fóðurs er að ræða. Af þeim 14 bændum, sem bréf voru send til, svör- uðu 9. Tveir þeirra höfðu verkað votheyið i tréhlöð- um (Sjöbyturnum), en hinir í steinsteyptixm votheys- hlöðum, gryfjum eða turnum. Allir höfðu verkað vot- hey fyrr, en flestir aðeins í litlum mæli. Þær breyting- ar, sem um var að ræða hjá þeim frá því er verið hafði, voru því fyrst og fremst fólgnar í aukinni notk- un votheys handa skepnunum. Skal í þessari grein aðeins drepið á þau atriði, er varða starfsaðferðirnar, verkunina og árangur hennar, en síðar mun verða vikið að hagnýtingu fóðursins og árangur þess. Með stórlega aukinni votheysverkun varðar það miklu, að vel takizt. Flagnýting fóðursins, og umfram allt gæði afurðanna, eru atriði, sem ætíð eru í nánu samhengi við verkun fóðursins og árangur hennar, en fjárhagsleg útkoma er aftur niðurstaða þessa, og þar er kjarni málsins. Skal nú vikið að spurningunum og svörum bænda. k Tuttugu og fjórum spurningum var beint til bænda. Voru þeir búsettir bæði norðan lands og sunnan. Sem á er minnzt komu svör frá 9. Eru þeir búsettir í sýslum er hér segir: hreyfanlegar jötur, sem færa má fram og aftur og stytta eða lengja básana. Algeng- ara er að hafa band fyrir aftan kýrnar til þess að hindra að þær standi í flór, þó að bás sé í styttra lagi. Athuganir á ýmsum stöðum hafa gefið mönnum tilefni til að fullyrða, að þá er básinn of stuttur ef setja þarf bönd aftan við kýrnar. Þá eru þær í of mikilli sjálfheldu, hreyfingar þeirra of takmarkaðar nema þær hafi daglega tæki- færi til þess að fara af básum, eins og gerðist í þá daga er leystar voru og þeim hleypt í brunnhús. Enn önnur ráð hafa verið prófuð til þess að létta hreinlæti í fjósunum og hindra, að kýrnar felli mykju á bása. Eitt af ráðum þessum er að setja yfir kýrnar tæki, sem hindrar að þær hleypi upp kryppu framarlega í básum þegar þær teðja. Eitt hið fyrsta af þessu tagi var til reynslu á tilraunabúum ríkisins, í Hilleröd i Danmörku, í kring um 1940. Hefir það, eða eftirlíkingar þess, verið tekið í notkun á ýmsum stöðum, í nokkrum löndum. Tæk- ið nefnist KOFIN. Það er þannig gert, að á járnboga er spenntur vírþráður eins og myndin sýnir. Straumgjafi hleypir við og við rafafli i gegn um þráðinn. Það gefur högg, sem skepnunum er illa við, og gerir það að verkum, að þær færa sig um set, aftar í básunum, setja síðan kryppu og teðja. Þetta verður strax að vana að færa sig aftar í básum þegar athöfnin á að ske, og vaninn varð það ríkur, að sumar kýrnar gera það alltaf, jafnvel þegar búið var að taka útbúnaðinn burt og straumur var ekki í tækinu. Útbúnaði þessum fylgir nokkur kostnaður við kaup hans og uppsetningu, en reksturinn kostar smámuni. Almenna útbreiðslu hefir hann hvergi hlotið.

x

Freyr

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.