Freyr - 01.09.1951, Síða 12
FRE YR
280
hún verður það er ekki fullséð, né hvenær
það kann að verða. Þetta er engan veginn
í fyrsta sinn, sem tilraun er gerð með þessa
dreifingaraðferð. Vestan hafs hefir oft ver-
ið farið inn á þessa braut, og við og við og
hér 'og þar, notaður pappír og pappi sem
umbúðir um mjólk og mjólkurafurðir. Árið
1937, er undirritaður dvaldi erlendis, gafst
eitt sinn tækifæri til þess að koma á mjólk-
urbú þar sem barnamjólk var framleidd og
henni tappað í umbúðir úr þykkum paraf-
fínsmurðum pappír. Var þetta á Sofienborg
við Hilleröd í Danmörku, hjá Jarli stór-
bónda þar, en frásögn um heimsókn þessa,
og það sem þetta varðaði, birti Freyr á
bls. 175—178, 1937.
Nú er hugmynd um veruleika þessarar að-
ferðar færð á vettvang í Svíþjóð.
Það var laust eftir 1930 að hlutafélagið
Ákerlund & Rausing í Lundi byrjaði að at-
huga leiðir til þess að framleiða pappirs-
umbúðir utan um mjólk, svo hægt væri að
losna við flöskur. Þeim
var kunnugt um, að í
Ameríku og Englandi
hafði þessi aðferð verið
notuð, en reynzt of dýr.
Markmiðið var nú að
gera aðferöina ódýrari
en öorum hafði tekizt,
svo að hagnýt yrði í
daglegri mjólkurdreif-
ingu. Þó var það ekki
fyrr en 1944 að verulegt
skrið komst á þetta mál.
Það var alls ekki auð-
velt að gera umbúðir,
sem féllu vel saman í
flutningum, án þess að
pressa á hjáliggjandi
umbúðir og innihald,
svo vel gengi, en styrk-
leikinn hlaut auðvitað
að vera háður því, hve
miklum þrýstingi um-
búðirnar mættu. Eftir
endurteknar tilraunir
tókst loks að finna að-
ferð, sem viðunandi
þótti og vélar voru bún-
ar til, sem klippa skyldu,
líma og pressa umbúð-
irnar. í þessum tilgangi
Sjdlfvirk pökkun, en pessir
biklefamynduðu pakkar rúm-
ast vel og falla þétt saman.