Freyr

Árgangur

Freyr - 01.09.1951, Síða 13

Freyr - 01.09.1951, Síða 13
Honiið klippt af og þannii hellt úr pappírsflöskunni. PREYR 28Í voru gerðar 4 vélar 1945---50 og margir agnúar mættu, sem yfirstíga varð. Eftir 7 ára samfellt starf náðist loks það mark, sem viðunandi þótti, svo að sýna mætti almenningi árangur- inn og þá var fram- leiðsla hafin, í tak- mörkuðum mæli þó. ★ Það væri of flókið mál að gera grein fyrir hvernig paraf- fínsmurður kraft- pappír kemur inn í vélarnar, pressast og límist þar saman, tekur í sig afmældan skammt af mjólk og kemur aftur út sem lokað hylki með af- bragðs nýmjólk, til- búið að fara til neyt- andans. Óþarft er að geta þess, að auð- vitað er pappírinn gerilsneyddur, svo að ekki þarf að óttast mjólkurgalla vegna baktería, sem umbúðunum fylgja. Hinsveg- ar er það augljóst mál, að vinningurinn við að nota svona umbúðir er sá, að ekki þarf að flytja mjólkurflöskur til baka til mjólk- urbúsins og ekki þarf að hafa vélar í gangi og hóp manna til þess að þvo flöskur. Svo er það talinn kostur, að nú losnar maður við óbragð það af mjólk, sem hún fær ein- att á útmánuðum, en það líkist blikkbragði og er talið stafa af áhrifum ljóssins þegar mjólkin hefir vissa efnasamsetningu — þá, sem einatt er um að ræða um það leyti árs. ★ Þegar umræddar pappírsumbúðir eru notaðar, sem framleiðendurnir nefna „TETRA PAK“, er þeim bara fleygt þegar búið er að tæma þær. Upplýsingar um verð á umbúðunum hafa L

x

Freyr

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.