Freyr - 01.09.1951, Síða 15
Í’REÝR
283
Á Njálsstöðum í Norðurárdal
Ljósm.: G. K.
Um það hefir oft verið rætt og ritað, á
undanförnum árum, að jarðirnar fari í eyði
og það svo, að til auðnar horfi í ýmsum
sveitum. Þetta eru allt of mikil sannindi,
því er verr.
Hins er þó einnig að minnazt, að samtím-
is og þetta skeður er verið að nema land og
það í miklum mæli, og áður ræktað land
er eflt svo að eftirtekja þess vex. Stundum
gerast þessir ólíku atburðir — landauðn og
landnám — í sömu sveit.
Það dæmið, sem fundið verður bezt, og
glöggast sannar fráhvarf fólks úr sveit eða
dreifbýli, er Sléttuhreppurinn í Norður-ísa-
fjarðarsýslu. En skyld dæmi eru til á slóð-
um, er liggja miklu nær alfaraleið. Dæmi
um „fólksþurrkun" úr frjósamri sveit á fá-
um árum, er stundum valið þegar bent er
á Laxárdal í Húnavatnssýslu. En sé það
glöggt dæmi og gott, þá má um leið benda
á, að á bökkum Laxár horfir ekki til auðn-
ar, því að þar er einnig verið að nema land-
ið, og er það í frásögu færandi.
★
Hann var sólbjartur sumardagurinn þeg-
ar sólin hóf göngu sína frá hvarfbaug hin-
um nyrðri, suður á bóginn, á síðasta sumri.
Þennan dag lagði ég leið mína frá Blöndu-
ósi, norður Refasveitina, áleiðis út í mynni
Norðurárdals, en það er dalur sá, er ligg-